Vikan


Vikan - 23.09.1971, Page 16

Vikan - 23.09.1971, Page 16
Styrkur hans felst í jafnvægi og einstökum Alþingiskosningarnar í sumar minntu helzt á snögg, veðraskipti. Lygnt vatn, sem lengi hafði verið eins og spegilsléttur flötur ásýnd- um, tók að bifast og ólga, unz úfn- ar bárur þeyttu keflum milli sín í gáska. Eitt þeirra var Ólafur Jó- hannesson, formaður Framsóknar- flokksins. Umrót kosninganna hreyfðu við honum með óvæntum hætti. Ólafur kastaðist meira að segja hátt í loft upp og lenti í tign- arsæti æðsta landsföður. Hann var allt í einu orðinn forsætisráðherra. Allt er tilviljun háð á leiksviði islenzkra stjdrnmála. Svo var og um upphefð Ólafs. Jóhannessonar, þegar hann hætti að vera daufur og linur flokksforingi í leiðinlegri stjórnarandstöðu og gerðist for- sætisráðherra. Lið hans átti lítt brautargengi að fagna í kosning- unum. Framsóknarflokkurinn tap- aði þvert á móti þingsæti, og mann- skaðinn varð einmitt í kjördæmi hins nýja forsætisráðherra. Al- þýðubandalagið og Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna unnu á fyrri stjórnarflokkum, og kærleiks- band Alþýðuflokksins og Sjálf- stæðisflokksins rofnaði. Þá kom í heiöarleika h-lut Framsóknarflokksins að beita sér fyrir vinstra samstarfi um rík- isreksturinn og þjóðarbúskapinn, og Ólafur Jóhannesson hélt inn- reið sína i hvíta húsið við Lækjar- torg. Honum gafst þannig ' eftir skamman tíma það, sem Eysteinn Jónsson þráði og keppti að í ára- tug, en hreppti aldrei. Á slíku er von, þegar lygnt vatn óróast skyndilega og glettnar öld- ur bregða á leik. Ólafur Jóhannesson fæddist að Stóraholti í|FIjótum í Skagafirði 1. marz 1913, sonur Jóhannesar Frið- hjarnarsonar bónda og kennara þar og konu hans, Kristrúnar Jóns- dóttur, og ól sveinninn aldur sinn fram á manndómsár í hinni svip- tignu og rómuðu fjallabyggð. Gekk hann menntaveginn og varð stúdent á Akureyri 1935, en las síðan lög við Háskóla íslands og lauk prófi í þeim fræðum 19s39 með hæstu ein- kunn, sem veitzt hafði Islendingi. Var Ólafur svo lögfræðingur og endurskoðandi i þjónustu Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga 1939—1943, en starfaði því næst ár- langt í viðskiptaráði. Hann gerðist framkvæmdastjóri félagsmáladeild- ar og lögfræðilegur ráðunautur Sambands íslenzkra samvinnufél- aga 1944 og hafði þann starfa á hendi til 1947, er honum bauðst prófessorsembætti við háskólann. Gegndi Ólafur þvi óslitið og við ágætan orðstír, unz stjórnarráðið laukst upp fyrir honum í sumar. Hann stundaði framhaldsnám í lög- fræði í Stokkhólmi og Kaupmanna- höfn 1945—1946 og hefur margt rit- að um fræðigrein sína. Ennfremur hefur Ólafur átt sæti í ótal nefnd- um og ráðum og hvarvetna þótt nýt- ur starfsþegn. Ólafur Jóhannesson mun naum- ast hafa þekkt aðra manntegund en framsóknarmenn, þegar hann ólst upp norður í Fljótum. Honum reyndist og sjálfgert að velja sér pólitískan átrúnað. Samt lét liann sig stjórnmál litt \arða námsárin, en gaf brátt kost á þátttöku í þeim að loknu prófi. Var Ólafur formað- ur Félags ungra framsóknarmanna i Reykjavík og siðar flokksfélags hinna fullorðnu í höfuðstaðnum skamman tíma og eftirlæti Her- manns og Eysteins, sem voru 16 VIKAN 38.TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.