Vikan


Vikan - 23.09.1971, Page 24

Vikan - 23.09.1971, Page 24
Ársgamalt barn velur rauða litinn. Þegar barnið fær fyrst litablýant, gerir það punkta. Síðan fer það að krassa í boga. Rautt er uppáhaldsliturinn. Myndin hér er eftir telpu, sem er eins árs og 7 mánaða. Tveggja ára barn teiknar gormlaga hringi. Gormakrassið er næsta stig. Ef maður skoðar teikninguna nákvæm- lega, þá má sjá fyrstu til- raun til að gera bein strik. Barnið sem teikn- aði var tveggja ára og þriggja mánaða. Þriggja ára barn myndar hringi. Nú koma reglulegir hringir fram. Louise þriggja ára gerir „augu" í hringina og kallar mömmu eða pabba. Fjögurra ára barn teiknar fótamanninn. Fótamaðurinn er aðeins höfuð og fætur. Það er eðlilegt að þau teikni þetta fyrst. Með höfðinu borðar maður ,talar, sér og heyrir, og á fótunum gengur maður. Krassið kem EFTIR INGER ÁRLEMALM Hvernig á ég að vita hvort barniö mitt þroskast á réttan hátt? HvaS er eSlilegt og hvaS er ekki eðlilegt? Áhyggjufullir foreldrar leita svars. HorfSu á þegar barnið þitt krassar og teiknar - ef þú túlkar þetta krass rétt, þá hefur þú fundið leið til skilnings ... VIÐOG BÖRNIN OKKAR Palli er fimm ára. Hann er hraustur og kátur drengur. Hann getur talið upp að 1000 og skrifað nafnið sitt, bæði með prentstöfum og skrifstöf- um. Hann veit hvað dinosár er og hann á auðvelt með að tjá sig. Teikningar hans eru bjart- ar og hann eldar morgungraut- inn fyrir sig og pabba sinn. Nalli er líka fimm ára. Hann getur talið upp að tíu. Hann getur ekki skrifað nafnið sitt. Hann er hljóðlátur og feim- inn við fullorðna. Hann teikn- ar aldrei og mamma hans verð- ur að hjálpa honum til að klæða sig. Þetta er einföld lýsing af þroskastigi tveggja fimm ára drengja, en raunveruleg og táknræn fyrir óteljandi lítil börn. Það er Palli sem spjarar sig í skólanum. Hann fær ábyggilega gcðar einkunnir og verður eftirlæti kennara og ef til vill verður hann líka mál- svari og foringi skólafélaga sinna. Þegar hann er fullorðinn fær hann vel launaða vinnu, sem hann hefur áhuga á. Hann eignast son, sem getur talið upp að 1000 og eldað morgun- ^xautinn fyrir sig og pabba sinn. Nalli verður örugglega að hafa mikið fyrir því að læra að lesa og skrifa. Hann fær líklega andstyggð á skólanum. Kennarar kalla hann óróasegg og hafa lítið dálæti á honum. Hann fær lélegar einkunnir. Þegar hann verður fullorðinn fær hann illa launað starf, sem hann hefur engan áhuga á. Sonur hans getur ekki skrifað nafnið sitt, þegar hann er fimm ára. Palli og Nalli eru báðir fæddir með eðlilega greind og erfðalega séð áttu þeir að hafa sömu möguleika á að spjara sig í heiminum. Hvað skeði á leið þeirra? Foreldrar Palla töluðu mik- ið við hann, lásu fyrir hann, svöruðu spurningum hans, sýndu honum blíðu og létu hann vita að þeim þætti vænt um hann. Þau sögðu honum að þau ættu duglegan strák og veittu honum uppörvun á mörg- um sviðum. Foreldrar Nalla höfðu aldrei tíma til að sinna honum. Þau töluðu hvorki við hann né hvort annað. Hugsuðu aldrei um að Nalli þyrfti bækur til að líta í, pappír til að teikna á og orð til að tjá sig. Þau skömmuðu hann, þegar þeim fannst hann heimskur. Sögðu honum að þegja, þegar hann reyndi að tala. Hældu honum aldrei, þegar hann hafði gert eitthvað gott. BARNIÐ FER AÐ HUGSA, ÞEGAR ÞAÐ ER ÞRIGGJA MÁNAÐA Öll vildum við eiga dreng eins og Palla, en hvernig eig- um við að fara að því? Hvern- ig getum við haft áhrif á þroska barnsins, svo að það hafi góða möguleika til að afla sér þekkingar og verða sjálf- stætt í hugsun, orði og verki? Þegar komið er heim frá fæð- ingardeildinni með lítinn, rauð- an og æpandi böggul í fanginu, þá er það komið á okkar ábyrgð og samfélagsins sem við lifum í, hvernig framtíð barnsins verður. Barnið getur ekki greint um- hverfi sitt, það veit ekki hver er mamma. En í heila þess blunda möguleikar til sjálf- stæðra hugsana. Gömul samlíking um að heil- inn sé eins og matbúr, sem smám saman fyllist reynslu og vizku, er ekki alveg út í bláinn. Búrið er fyrst tómt, en erfða- hæfileikarnir eru þær hillur, sem hægt er að hlaða vizk- unni á. En það er undir mönnunum komið hvaða vörur eru settar í búrið og hvernig þeim er kom- ið fyrir á hillunum. Brjóstið, pelinn, þurra blei- an, vaggan, gælurnar, allt sem svarar hljóðum ungbarnsins, raðast upp í heilanum, sem reynsla, — vizka. Eftir þrjá mánuði fer þessi litli hjálparvana böggull í 24 VIKAN 38. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.