Vikan


Vikan - 23.09.1971, Page 25

Vikan - 23.09.1971, Page 25
Fjögurra ára barn uppgötvar líka ferhyrninginn. Fjögurra ára barn teiknar ferhyrning, það er þriðja stigið eftir strik og hringi. Þetta barn hefur hringina með. r Fimm ára barn gerir þríhyrninga. A 5—6 ára aldri getur barnið tjáð sig betur með teikningum. Það hefur náð valdi yfir þrí- hyrningnum og getur nú teiknað karla og kerlingar. Sex ára barn teiknar „rétt". Þegar barnið er 6 ára vill það hafa myndirnar „réttar". Augnabrúnir, nef, munnur og augu koma nú vel fram. Þau nota mikið græna litinn núna. um bamið okkar vöggunni að hugsa. Barnið skynjar að ef það er svangt, þá þarf það aðeins að gefa frá sér hljóð eða gráta, þá kemur brjóstið eða pelinn. Það þagn- ar strax þegar það sér pelann, það veit hvað kemur. Svo fær það brjóstið eða pelann í munn- inn og maginn fyllist af volgri, góðri mjólk. Barnið getur ekki talað, en það veit hver áhrifin eru. Og ef við foreldrarnir sinn- um þeim viðbrögðum, sem barnsgrátur hefur ósjálfrátt á okkur — hlaupum til með eitt- hvað notalegt á uppvaxtarárum barnsins, þá leggjum við okk- ar til undirstöðunnar undir þroska barnsins. Við vitum nefnilega nú, að uppörvun og umbun er ávallt til góðs. Það gildir bæði um menn og dýr. Komi umbunin nógu fljótt verða áhrifin sterk- ari, hvort sem það er pelinn, blíðuhót eða gæluorð. EINMANA OG VANHIRT BÖRN FÁ YFIRLEITT L/IÍGRI GREINDARVÍSITÖLU Ef barnið fær uppörvun, leggur það meira að sér og lærir fleira. En það má ekki búast við of miklu af því, það verður að fara eftir þroska. Þroski barna er misjafn, bæði andlegur og líkamlegur þroski. Svissneski barnasálfræðing- urinn Piaget, sem mikið hefur fengizt við rannsóknir á þroska- stigum barna, heldur því fram að stigbreytingar byggist á erfðum. En það sem börnin læri á hverju þroskastigi fari eftir þeirri uppörvun sem þau hljóti frá umhverfinu. Allir vita og viðurkenna að það er ekki hægt að kenna barni að ganga fyrr en það hefur sjálft þrek og þroska til þess, á sama hátt verða menn að skilja að það getur ekki lært að tala eða hugsa fyrr en það hefur þroska til þess. En það er ekki þar með sagt að rétt sé að láta allt róa, í trausti þess að þetta komi með tímanum. Það verður að láta barnið hafa rétt ,,áhöld“ á réttum tíma, til þess að það geti þroskazt eftir beztu getu. Fyrstu tuttugu mánuði æv- innar hefur barnið nóg að gera við að uppgötva heiminn í kringum sig. Og því meira sem það uppgötvar, því meira hef- ur það að byggja á. Það hafa verið gerðar rann- sóknir sem sýna að börn sem eru umhirðulaus, skilin ein eft- ir og sem enginn talar við eða leikur sér við, fá lága stigatölu á þeim gáfnaprófum sem lögð eru fyrir ungbörn. Áður en barnið verður tveggja ára er það venjulega komið á annað þroskaskeið sitt. Það fer að skilja alls konar tákn. Það skilur að allt hefur nöfn og að það séu til myndir sem tákna ýmislegt, til dæmis, að það eru til myndir af bolt- um, þó að það séu alls ekki boltar. Heilinn fer nú að raða upp þeirri vitneskju, sem barnið öðlaðist á fyrsta þroskaskeið- inu ,setur það í samhengi við þennan nýja hæfileika til að hugsa. FÁIÐ BARNINU NÓG AF ORÐUM TIL AÐ LEIKA SÉR AÐ Nú fer barnið að tala. Hugs- anir og orð eiga saman. Maður getur ekki talað án þess að hugsa og ekki heldur hugsað án orða. Það eru foreldrarnir sem gefa börnunum orðaforð- ann, hvort þau hafa vald á tvö hundruð eða tvö þúsund orð- um. Það er aðeins ein aðferð til að kenna smábörnum að tala og það er að tala við þau. Tala um allt sem gert er sameigin- lega, segja frá og svara spurn- ingum. Þegar Palli sér hund fyrir utan gluggann, segir hann vof- vof og bendir. — Já, segir mamma hans, — það er hund- ur þarna úti. Með því kennir hún Palla nokkur ný orð og segir honum hvernig hann á að setja þau saman. Hún gerir þetta æ ofan í æ við öll mögu- leg tækifæri og Palli fer að skilja hvað það er að tala og að það getur haft ýmis hlunn- indi í för með sér. Ef hann bið- ur um brauðsneið, þá fær hann brauðsneið, það er ákaflega ein- falt. Og svo eru orðin ekki ein- göngu í töluðu máli, þau eru líka í bókum. Það er mjög þýð- ingarmikið fyrir málfar barns- ins að oft sé lesið fyrir það. En það er líka þýðingarmikið frá öðru sjónarmiði. Skólanám byggist á bókum. Þau sem eru vön að umgangast bækur, standa sig líka betur í skólan- um. Orðin stuðla að framförum í málinu. En svo er líka mikið undir því komið hvað lesið er. Það er með því að velja orð og efni, sem við getum haft áhrif á börnin okkar og það gerum við líka með gjörðum okkar. Það er ekki nóg að segja barninu að það eigi að vera Framhald á bls. 37. 38. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.