Vikan


Vikan - 23.09.1971, Side 34

Vikan - 23.09.1971, Side 34
Fyndist þér óeðlilegt að konan þín tæki sér elskhuga? ttvað er Iangt síðan, að þú tjáðir henni ást þína? Hvenær leiztu á hana, — almennilega? Þú manst það ekki? Þú ættir að skammast þín; 1 dag, þegar ungar eiginkonur eyða meiri tíma og peningum fyrir útlit sitt, fá þær oftast vafasama gullhamra að launum. INNOXA Living peach er gert fyrir konur, sem þurfa helzt aldrei að segja til um aldur sinn. Hrífandi konur, sem gera sér far um að halda athygli eiginmanna sinna — og allra hinna sem kunna að meta fallegt útlit vel snyrtrar konu. INNOXA Eykur yndisþokkann. áfram. Halda áfram göngunni, halda áfram a£) hugsa, og inni í henni hreyfði sig barnið. Bókin (sem Guy hafði hent) hafði sagt frá vígslusiðum, frá söfnuðum sem tóku inn nýja meðlimi með skírn og eiðum, með smurningu og að brenna á þá nornamerki. Var það hugsanlegt (í steypibað til að ná af sér tannislyktinni) að Guy hefði gerst meðlimur í galdra- klíkunni? Að hann (nei, það var óhugsandi) væri þegar einn af þeim, með merki, sem hann leyndi, brennt einhversstaðar á likamann? Hann hafði verið með húð- litan plástur á öxlinni. Hafði verið með hann þegar þau sátu í stúkunni í Fíladelfíu (djöf- ulsins bóla, hafði hann sagt þegar hún spurði hann), og líka fyrir nokkrum mánuðum. (Það er þó varla sama bólan, hafði hún sagt.) Var plástur- inn enn á sama stað? Hún vissi það ekki. Hann var hættur að sofa nakinn. Hann hafði gert það áður, sér- staklega þegar hlýtt var. En nú var hann hættur því fyrir nokkrum mánuðum. Nú svaf hann alltaf í náttfötum. Hvað var langt síðan hún hafði séð hann nakinn? Bíll flautaði á hana. í guð- anna bænum, frú mín góð, sagði maður fyrir aftan hana. En hversvegna, hversvegna? Hann var Guy og ekki neitt ruglað gamalmenni. Hann hafði aðra möguleika til að öðlast lífstilgang og sjálfsvirðingu. Hann hafði þegar öðlast frama, og frami hans var æsandi og spennandi og varð meiri með hverjum degi. Ekki þurfti hann að fella blótspón eða fingra við galdratól, reykelsi og allskon- ar vitleysu. Ásamt Wees-hjón- unum, Gilmore-hjónunum og Minnie og Roman? Hvað gátu þau gefið honum, sem hann ekki gat fengið annarsstaðar? Hún vissi svarið áður en henni gafst tími til að spyrja sjálfa sig. Að spyrja hafði ver- ið aðferð til að slá svarinu á frest. Blinaa Donalds Baumgarts. Ef maður trúði. En ekki gerði hún það. Alls ekki. Og þó hafði Donald Baum- gart blindast aðeins skömmu eftir þennan laugardag. Og Guy hafði beðið heima við símann allan daginn. Beðið tíðinda. Tíðinda af blindu Donalds Baumgarts. Sem hafði orðið upphafið að öllu. Leikritinu, dómunum, til- boðinu um að leika í kvik- mynd. . . . í bókinni hafði staðið, að til væru særingar til að ræna ó- vin sjón og heyrn. (En ekki gat Guy þó. . . .) Þær söfnuðu í eitt sálarorku alls safnaðar- ins, gerðu hann að einskonar rafhlöðu samanþjappaðs og hnitmiðaðs illvilja. Það var tæki sem gat blindað valið fórnarlamb, svipt það heyrn, máli, lamað það og drepið að síðustu. Lamað það og drepið að síð- ustu. — Hutch? spurði hún upp- hátt og snarstansaði. Hann hafði lesið bókina um nóttina og beðið um að fá að hitta hana næsta morgun. Til að segja henni að Roman væri Steven Marcato. Og Guy vissi að þau ætluðu að hittast og fór út til að — kaupa gler, eða hvað? — og kvaddi dyra hjá Minnie og Roman. Höfðu þau í snarheitum kallað fólk sam- an til „guðsþjónustu"? Til að þjappa saman sálarorkunni En gátu þau vitað hvað Hutch ætlaði að segja henni? Hún hafði ekki einu sinni vitað það sjálf. Það hafði enginn vitað nema Hutch einn. Og ef að „tannisrótin" væri nú alls ekki nein „tannisrót“? Hutch hafði aldrei heyrt minnst á neina urt með því nafni. Það skyldi þó ekki vera þetta hitt, sem hann hafði undirstrikað í bókinni. Djöfulssveppur eða hvað það nú hét. Hann hafði sagt við Roman að hann ætl- aði að athuga það. Var það ekki nóg til að Roman tor- tryggði hann? Og einmitt þá og þar hafði Roman hnuplað öðrum hanska Hutchs, því að særingar og for- mælingar gátu því aðeins fund ið stað að eitthvað, sem til- heyrði fórnarlambinu, væri í höndum þeirra er saérðu! Og síðan, þegar Guy hafði sagt þeim að Hutch ætlaði að hitta Rosemary um morguninn, þorðu þau ekki að eiga neitt á hættu, heldur gengu beint til verks. En nei, ekki gat Roman hafa tekið hanska Hutchs. Guy hafði tekið hanskann. Hann hafði rokið heim án þess að gefa sér tíma til að hreinsa af sér sminkið eftir sýninguna — svoleiðis hirðuleysi var alls ekki honum líkt — og litið inn í fataskápinn. Roman hlaut að hafa hringt í hann, hlaut að hafa sagt: — Þessi hérna Hutch er með grunsemdir varðandi tannisrótina. Flýttu þér heim og náðu í eitthvað honum til- heyrandi, fyrir öryggis sakir! 34 VIKAN 38. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.