Vikan


Vikan - 23.09.1971, Page 36

Vikan - 23.09.1971, Page 36
frA rafha RAFHA eldavél, gerð 2650, meS föstum hellum, 30 ára reynsia. - ÓDÝRASTA RAFMAGNSELDAVÉLIN á markaðinum. - Heim- , keyrjla og Rafha ábyrgð. VIÐ 0ÐINST0RG - SÍMI 10322 Og Guy hafði hlýtt. Því að Don- ald Baumgart skyldi vera blindur áfram. Meðan hún beið eftir grænu ljósi við Fimmtugustu og fimmtu götu, stakk hún vesk- inu undir handlegg sér og hélt því þar fast meðan hún dró hálskeðjuna með verndargripn- um uppyfir höfuð og henti í op á göturæsinu. Þá var hún að fullu og öllu skilin að skiptum við „tannis- rótina“, djöfulssveppinn. Hún var gráti nær af hræðslu. Því að hún vissi með hverju Guy ætlaði að borga þeim fyr- ir frama sinn. Með barninu. Það átti að notast við svart- messur þeirra. Hann hafði aldrei viljað eign- ast barn, uns Donald Baumgart blindaðist. Hann kærði sig ekk- ert um að finna barnið hreyf- ast. Hann vildi ekki tala um það. Hann hélt sér út af fyrir sig og sinnti sínum verkefnum alveg eins og barnið væri ekki til. Því að hann vissi hvað þau ætluðu að gera við það, jafn- skjótt og þau hefðu fengið það í hendur. Framhald í nœsta blaöi. Á GÆGJUM Framhald af bls. 12. helgi. Oft vann hann líka á kvöldin, þegar nægilega bjart var. Það var að sjá, sem hann hefði ákveðið að ljúka því svo fljótt sem auðið var, og það var greinilegt að þetta var ekkert venjulegt loftvarnarbyrgi. Það var aðeins örlítið minna en gróðurhúsið okkar .En þau not- uðu það aldrei. Eins og ég sagði áðan pakkaði hún dóti sínu nið- ur í koffort og fór. Það var skömmu eftir hræðilega loftárás og við höfðum verið á fótum næstum alla nóttina. Við heyrð- um hvernig þau rifust og skömmuðust þarna inni og loks heyrðum við, að hún ságðist fara sína leið. Hann spurði ekki einu sinni hvert hún ætlaði og kvaðst vona, að hann sæi hana aldrei framar. Ef svo yrði, þá skyldi hann heldur betur láta hana finna fyrir því! Það var einmitt það sem hann sagði. Ég heyrði það jafn vel og konan mín, þvi að ég stóð við hliðina á henni og hélt glugga- tjaldinu til hliðar, og var að svipast um eftir kettinum okk- ar. Morguninn eftir kom fólks- bifreið og sótti hana. Það var klukkan tíu minútur yfir ellefu. Hargreaves hafði farið til skrif- stofu sinnar á venjulegum tima og hann kom heim í bílnum sínum, þegar klukkuna vantaði stundarfjórðung í sex um kvöldið. Konan mín sá, að hann ók bílnum sínum beint inn í bílskúrinn og það þýddi venju- lega, að hann ætlaði sér að dveljast heima allt kvöldið. Hann hafði fataskipti og um klukkan sex hóf hann vinnu við loftvarnarbyrgið. Hann vann við það á hverju kvöldi það sem éftir var vik- unnar nema á föstudag, en þá kom hann ekki heim fyrr en klukkan tíu mínútur yfir ellefu. Það var auðséð, að hann hafði drukkið, því hann skrámaði bílinn sinn öðrum megin, þegar hann ók inn í bílskúrinn. Hann vann í garðinum um helgina og alla næstu viku nema á þriðju- dag. Á þriðjudag ... Já . . . það var konan mín, sem gaf lögregl- unni nákvæma skýrslu, svo að nú getið þér lesið frásögn henn- ar eins og hún var skrifuð nið- ur. Klukkan var nákvæmlega 13 mínútur yfir hálf tólf. Það sýndi vekiaraklukkan okkar og ég hafði einmitt nýverið dregið hana upp. Ég gekk að gluggan- um til þess að lagfæra glugga- tjöldin og þá sá ég herra Har- greaves aka inn í bílskúrinn. Mig furðaði á því, hvers vegna hann kom ekki strax út. Það hafa liðið minnst tíu mítnútur, þar til hann kom aftur út. Ég sá ekki vel í myrkrinu, s,vo að mér var ekki lióst, hvað hann bar. En það hlýtur að hafa verið eitthvað þungt, því að hann hreyfði sig miög hægt og sila- lega. Hann fór ekki í húsið, heldur framhiá þvottahúsinu og inn í garðinn. Ég kallaði á manninn minn og við fylgdust með honum úr bakglugganum. meðan hann gekk inn í loft- varnarbyrgið. Þar var hann í fast að klukkutima og við vor- um einmitt að hugsa um að fara út í garðinn og gægjast yfir grindverkið til þess að sjá hvað hann væri að gera, þegar hann kom upp úr byrginu og gekk að húsinu. Eftir stundarfjórðung heyrðum við til hans. Hann gekk aftur að loftvarnarbyrg- inu og klukkan þrjú um nóttina var hann þar enn. Ég fór og lagði mig, en máðurinn minn var enn á fótum, þar sem enn hafði ekki heyrzt merkið, sem gaf til kynna, að hættan væri liðin hjá. Hann færði mér bolla af tei klukkan sex um morgun- inn og sagði mér, að herra Har- greaves væri nú loks farinn aft- ur inn í húsið ... Lögreglan spurði mig einnig og ég sagði, að þegar konan mín hefði lagt sig, hefði ég farið'út í garðinn til þess að freista þess að komast að raun um, hvað herra Hargreaves væri eiginlega að gera. Ég heyrði að hann var að grafa og höggva og mér virtist sem hann ynni bæði með skóflu og haka svo að ég þorði ekki að gægjast yf- ir grindverkið af ótta við að hann yrði var við mig. Klukkan var rúmlega hálf sex og það var farið að birta af degi. Ég sá, að hann gekk inn í húsið aftur. Hann var í gömlu fötunum, sem hann var vanur að nota, þegar hann vann í garðinum. Þetta var það, sem við áögð- um lögreglunni. Þetta var að- eins frásögn af staðrevndum og við fullyrtum alls ekki. að hann hefði brotið neitt af sér. í eina skiptið, sem við minntumst á konuna hans var, þegar við ræddum lítillega við mjólkur- manninn. Við fullyrtum alls ekki, að herra Hargreaves hefði grafið hana í loftvarnarbyrginu. Konan mín sagði svona í spaugi, að það lægi beint við, en okkur grunaði ekki, að mjólkurmað- urinn tæki það bókstaflega. Það gerði hann að sjálfsögðu og allir nágrannarnir sögðu, að við hefðum viljandi breitt þessa hræðilegu sögu út. Við áttum að hafa sagt, að herra Hargreaves hefði myrt konuna sína og graf- ið hana í loftvarnarbyrginu. Af framkomu nágrannanna var að sjá, sem við værum morðingj- arnir. Þeir gleymdu alveg þeirrí staðreynd, að frú Hargreaves var horfin, allt þar til konan min sagði lögreglunni, að hún hefði verið fjarverandi í marg- ar vikur og hefði aðeins tekið eitt lítið koffort með sér. 36 VIKAN 38.TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.