Vikan


Vikan - 23.09.1971, Qupperneq 49

Vikan - 23.09.1971, Qupperneq 49
ICJOLAR-Ef^ JUMST med T| NY SENDING AF ENSKUM HAUST- OG VETRARKJOLUM. MIKIÐ ÚRVAL AF FALLEGUM KJÓLA-, KÁPU-, BUXNA- OG PILSEFNUM. KJÖRGARÐUB VEFNAÐARVÖRUDEILD SIMI 18646 MIG ÐRBYM9I Systradætur Kæri þáttur! Mér fannst ég og systir mín vera búnar að eignast stúlkur. Systir mín átti sína stelpu með strák sem hún er með en ég með strák sem ég var með í fyrra- vetur. Dóttir systur minnar hét Guðný en mín Guðný Sigríður. Ég skírði dóttur mína báðum nöfnunum í föðurættina og skammaðist mín að segja frá nafni hennar, þar sem við vor- um ekkert saman lengur, faðir- inn og ég. Ein dreymin að norðan. V-------A------H Þessi draumur er fyrir góðu, bæði þér til handa og systur þinni. Heldur hefur þú þó vinn- inginn og bendir allt til þess aS þú munir sigra í einhverju sem er þó heldur óljóst. Kannski ná- iS þið saman aftur . . . Stolnir hringar Kæri Draumráðandi! Mig langar til að biðja þig um að ráða þennan draum fyrir mig en ég er búinn að hugsa mikið um hann sjálf síðan mig dreymdi hann fyrir viku-hálfum mánuði síðan: Tvær af stelpunum sem ég er oft með, komu inn í herbergi annarrar stelpunnar og sat ég þar inni. Þær komu með 4 hringi, 3 úr silfri og þann fjórða úr gulli og sögðu mér að þær hefðu stolið þeim úr skartgripa- verzlun í miðbænum. Þá spurði ég hvort ég mætti ekki eiga einn hringinn þar sem ég á eng- an. Jú, jú, ég mátti það og valdi gullhringinn Mig minnir að hann hafi verið með grænum steini og að steinninn hafi ekki verið alveg fyrir miðju, heldur aðeins út á vinstri hlið og var ég viss um að þetta væri ekta steinn. Einn hinna hringanna var með feykilega miklu skrauti úr silfri og fannst mér ég sjá þann hring á hendi stelpunnar sem á her- bergið sem við vorum í. Annar hringurinn var úr brenndu silfri, eins konar plata með holum í en fjórða og síðasta hringnum tók ég ekki eftir. Enginn hring- anna var í kassa. Ég var búinn að setja hringinn á baugfingur vinstri handar og passaði hann alveg. Eftir örlitla stund var hurðinni hrundið upp og inn komu kona og maður. Þau spurðu um hringana og við það varð ég alveg skíthrædd og setti „minn" undir rassinn á mér í þeirri von að enginn hafi tek- ið eftir því. Þau leita smástund en ekki á rfiér og um leið og þau fara, segja þau: „Þið gétið þá skilað þeim sjálfar." Svo fannst mér að ég og stelpan sem bjó í herberginu, vera komnar inn í einhverja skart- gripaverzlun Þar inni var stórt borð með hringum á og voru þeir allir í kössum. Afgreiðslu- stúlkan var að skrifa eitthvað við borðið og horfði ekki á okk- ur, svo við fórum að lauma hringunum í kassa hjá öðrum hringum. Þegar aðeins einn hringur var eftir, segir stúlkan: „Jæja, þá vantar bara einn." Við þetta brá okkur ákaflega, svo við hlupum upp 2—3 tröpp- ur á leið út úr búðinni og þeg- ar við komum á efsta þrep stönzum við og hendum hringn- um, sem þá var kominn í kassa, á borðið hjá öllum hinum hring- unum. Síðan opnuðum við dyrn- ar og hlupum út og þannig end- aði draumurinn sem mig langar að biðia þig að ráða fyrir mig. Með fyrirfram þakklæti. A.J. Það er undarleg tilviljun, en það er ævinlega fyrir góðu að dreyma að maður steli, sérlega ef upp kemst. Að dreyma silfur er ekki alltaf þægilegt en það er einnig heldur til leiðinda að dreyma sjálfan sig missa gull- hring, eins og skeði með þig i draumnum. Því viljum við ráða hann þannig, að þú mundir eiga töluverða hamingju í vændum, en að hún verði eitthvað bland- in. Biblían, Kóraninn og fædd dóttir Kæri Draumráðandi! Ég hef einu sinni áður sent þér draum og þá fékk ég enga ráðn- ingu. Nú vil ég biðja þig að ráða þennan draum fyrir mig, því það er mikið í húfi, varð- andi skóla, atvinnu og margt fleira. Ég held að þessi draum- ur hafi einhverja merkingu: Hér fannst ég vera að fara í skólaferðalag og var að útbúa mig. Eitthvað gekk það sein- lega. Varð mér þá litið út um gluggann og sá ég þá hvar rút- an var að leggja af stað, svo ég hljóp út og bað bílstjórann að bíða á meðan ég sækti dótið mitt. Hann gerði það og þegar ég kom aftur út í rútuna með pjdnkur mínar, sá ég ekkert sæti. Spurði ég þá kennara (hann er verst liðinn af Öllum kennurunum í skólanum) sem stóð við dyrnar hvort ég ætti ekki að fá sæti. Kvað hann nei við því. Ég vildi fá að vita hvernig stæði á því þar sem ég hefði borgað mitt sæti og segir hann það ekki skipta neinu. Þá sagði stúlka sem sat við inn- ganginn (ég hef aldrei séð hana áður) um leið og hún beygði sig að mér: „En hvað þú hefur fal- legt andlit." (Mér finnst ég ófríð). Síðan berst Biblían í tal og þá Kóraninn og ég talaði í leiðslu eins og ég væri heittrúuð mann- eskja en það er ég alls ekki. Þá kom stelpa, sem hefur verið frekar illa við mig upp á síð- kastið, gangandi fram eftir rút- unni með hvíta bók framrétta, en svo var hún komin aftur í sætið sitt. 38. TBL. VIKAN 49

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.