Vikan


Vikan - 20.07.1972, Page 19

Vikan - 20.07.1972, Page 19
Nú eru þau komin til Stokkhólms Hér sjáum við aðalpersónurnar í hinu mikla brúðkaupi í Madrid í marz í vetur. Það voru mikil veizluhöld, enda kallað brúðkaup ársins og litmyndir frá brúðkaupinu skreyttu opnur heimsblaðanna. Það eru þau Alfonso prins, sonarsonur síðasta konungs Spánverja og Carmen, dóttur- dóttir Francos einræðisherra Spánar. Alfonso prins er ambassador Spánar í Svíþjóð og þau eru yngstu sendiherra- hjónin sem staðsett eru í Stokkhólmi. Þetta eru allra geðþekkustu manneskjur og bera það með sér að þau eru nýgift og hamingjusöm. Alfonso hefur verið sendiherra í Stokkhólmi síðan í janúar 1971 og fékk hann lítið slot til umráða, en þar bjó áður Karl Svíaprins, föður- bróðir núverandi Svíakonungs og Ingeborg systir Kristjáns X. Danakonungs. Alfonso prins segir að Carmen sé mjög húsleg og kunni vel við sig í Stokkhólmi, þótt það sé nokkuð svalt. Hveitibrauðs- dögunum eyddu þau á hnatt- reisu, en segjast vera mjög ánægð yfir því að vera nú setzt í helgan stein. 29. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.