Vikan


Vikan - 20.07.1972, Side 35

Vikan - 20.07.1972, Side 35
Það fékkst ekkert upp úr Weber. Nú er hann dauður, svo að ég stend ein uppi. En ég er nú samt ekki út úr heiminum enn. Framhaldssaga eftir Adrienne Mans 11. hluti hafði engum breytingum tekið! — Þér verðið að afsaka, að ég býð yður það svona beint úr kassanum, sagði hún. — Ég var rétt að fá það í póstinum. — Já, ég sá bréfberann koma niður þegar ég var að koma inn. — Það er langt síðan mér hefur komið neitt svona þaegi- lega á óvart. Hún talaði eins og hana væri að dreyma. — Er afmælið yðar í dag? — Nei, þetta kom alveg ó- vænt. — Já, en eruð þér bara ekki viss um nema það komi frá einhverjum aðdáenda, sagði ég og gerði mér upp bros. Kellingin bókstaflega roðnaði! — Hugsið yður bara — þetta er frá gömlum kunningjá. En hvernig i dauðanum hefur hann getað fundið mig? Þér þekkið hann líka. En hún vildi samt ekki segja mér, hver hann væri. Við drukkum kaffið, sem var mjög sterkt, og hún bauð mér aftur súkkulaði. Ég tók möndlu- stykki, og mér var skemmt er hún valdi sér annað með víni í. Hún virtist vera orðin rólegri. Kanski hafði hún fengið sér bragð frammi í eldhúsinu? Við héldum lengi áfram samtalinu, og ég gætti þess vandlega að beina því í þá átt, sem ég ósk- aði helzt. — Svo ég þekki gjafarann líka? sagði ég loksins og benti á súkkulaðikassann. — þá hlýt- ur það að vera sameiginlegur kunningi frá Wendelling? — Hver veit, sagði hún að- eins og leit á mig — lævislega, að mér fannst. Ég greip snöggt í umbúða- blaðið, en hún hrifsaði það af mér, ásamt vélrituðu bréfi, sem var falið undir því, og lagði hvorttveggja á skrifborðið og bibliuna ofan á í öryggis skyni. — Hananú! sagði hún með ánægjutón. Þá getið þér kannski haldið nefinu frá mín- um högum!- — Ef þér viljið vera svona dularfull, frú Hussmann — var þetta einhver, sem vildi tala um gamla daga við yður? — Þér getið upp á því, en ég segi bara ekki meira. — Þér hafið þá yðar eigið. álit á þvi, sem gerðist þarna forðum? — Það hef ég sannarlega. — Til hvers voruð þér eigin- lega að skrifa þessi bréf? — Melluspíran þín! æpti hún ofsareið. Hvenær sem hún reiddist, varð hún tileygð. Ég minntist þess nú, að þannig var þetta áður fyrr. — Var þessum indælu bréf- um yðar ætlað að vekja sam- vizkuna mína og spana mann- inn minn gegn mér, kæra frú Hussmann? Já, það var þeim. hvæsti hún. — En ég hefði getað spar- áð mér ómakið. Þér hafið enga samvizku og maðurinn yðar virðist vera blábjáni. Hún bauð mér aftur súkku- laði, eins og í leiðslu. og áreið- anlega ekki af neinni velvild. Ég afþakkaði og sagði, að ég væri lasin. Það voru svitadrop- ar á enninu á mér. Kalinski tróð eins og utan við sig tveim- ur rommstykkjum í einu upp i sig. — Þér eruð sýnilega þeirrar skoðunar, að ég hafi átt vingott við hr. Londale? — Þó það væri nú! Hann var svín og þér ættuð að skammast yðar. Verið þér svolítið róleg og ekki dónaleg. Hvað sem öðru líður hafið þér á röngu að standa. Mér var að verða illt. Mynd Kalinski dansaði fyrir augun- um. Með kaffikönnuna í hend- inni. leið hún gegnum þétta þoku. Hún var grágræn og eins og galdranorn, með langt, hvasst nef og úfið hár. Hún fyllti bollann minn. — Og hvað svo um Sviss, frú Hussmann? — Ég talaði við kennslukon- una yðar. Hana grunaði ekki neitt, en ég hafði nú mínar hugmyndir. -— Það gæti útskýrt ýmis- legt, ekki satt. Til dæmis eins og „tiltektirnar". Ég hló, en það kom ekki frá hjartanu. Nú hringsnerist allt fyrir mér. — Og þér þykist vita, hver morðinginn var? — Já, víst veit ég það! æpti hún. — Víst veit ég það! — Hversvegna hafið þér ekki sagt lögreglunni það? — Ég var búin að fá alveg nóg af lögreglunni, Hún gerir ekki annað en vernda þá ríku, þessar skepnur! Ég gat ekkert sannað. Það fékkst ekkert upp úr Weber. Nú er hann dauður, svo að ég stend ein uppi. En ég er nú samt ekki út úr heim- inum enn. Drottinn hefur út- valið mig vopn réttlætisins. Enn mun ég tala. Bíðið þér bara hæg! Sannleikurinn skal koma í ljós, svo sannarlega, sem ég sit hérna hjá yður! Eftir þessa löngu ræðu, þrýsti hún höndunum á mag- ann, og það var enginn vafi á því, að hún var orðin grá í framan. Eða var það misskiln- ingur. Var það kannski bara þoka fyrir augunum í mér? — Frú Hussmann! sagði ég í miklum æsingi, —- hlustið þér nú á. Ég kom til að fá að vita það, sem þér vitið. Viljið þér ekki að minnsta kosti segja mér það? Ég var miklu lasnari núna. og höfuðið á mér ætlaði alveg að springa. Ég tæmdi bollann í einum teyg. Ég var óskaplega þyrst. — Ég segi ekkert fyrr en ég hef sannanir. Hún setti á sig stút með þrjóskusvip. — Guð minn, hvað mér er kalt. Og ég er með höfuðverk. — .E frú Hussmann, ég grát- bið yður að segja mér það, sem þér vitið,. Hugsið þér yður, hvað það er mér mikilvægt. Ég skal engum segja frá því, Æ, gerið þér það! Það söng fyrir eyrunum á mér og ég átti fullt í fangi með að koma út úr mér orðunum. Hún hélt enn um magann og var lafmóð. — Kaffið hefur verið of sterkt, sagði hún. — Mér er afskaplega illt. Ég fékk líka ógurlegan sting í öll inn- yflin. Ég stalst til að þreifa á mér. Ég var allsstaðar aum. — Segið sannleikann, frú Hussmann! — Jæja, mér er sama, úr því að hér eru engin vitni. Það er ekkert hægt að hafa á mér. Ég verð ekki kærð fyrir rógburð. Ég vona að geta komið yður skemmtilega á óvart. Hún rak upp illkvittnislegan hlátur, sem kom eins og úr fjarska. Eg Framhald á bls. 45. 29. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.