Vikan


Vikan - 20.07.1972, Qupperneq 39

Vikan - 20.07.1972, Qupperneq 39
 IHILHCDrM. IPJLHJTriNÍIIINŒS IMEEKH Bezta lausnin mælalaust PIRA-SYSTEM ÓDÝRT - TRAUST - ENGIN SKRUFA EÐA NAGLI í VEGG HIJS OG SKIP NORÐURVERI HATUNI 4A.SÍMI 21830 aö sýna fram á, aö ævistarf hans væri i ýmsu tilliti þjóðnýtara en margra annara, og i einu tilliti væri hann flestum fremri, þvi að enginn bæri brigður á, að Zakarias Mansson væri öllum mönnum heiðarlegri. Loks lét hann prenta kjörseöla, en það hafði aldrei sést þar i héraðinu, og útbýta þeim, en á þeim öllum mátti sjá nafn gamla mannsins prentað með hinu prýðilegasta letri. Meðan á þessu stóö gekk veturinn i gárð. Það var nú ekki meira en það sem búast mátti viö eftir þvi, hve áliöið var, en gamla fólkið var vant að segja, að naumast félli snjór fyrir Matt- 'heusmessu. Þá sat Zakarias niðri við fer- juna og var að lesa afturköllun óla á frarriboði sinu til þings og bölva jakaburðinum i ánni. Hingað hafði hann komist, en nú var honum fyrirmunað að komast heim til sin. Jakaburðurinn var svo mikill , að þaö var ekki nokkur von um að geta stungiö ár niður á milli jakanna. Nattúrlega hefði mátt freista þess að komast yfir um, hefði ekki fossinn verið nokkur hundruö álnum neðar, en yfir hann hafði enginn annar en Arselspilturinn komist lifs af, og hann mátti þakka sinum sæla fyrir, að fallið haföi boriö hann óskaddan niður i stóriöuna. - Óli var að saga brenni skamt frá, en gat ekki að sér gert að lita viö og við ýmist út yfir ána eða til karlsins. Loks gekk hann niður eftir til þess að tala við ferju- manninn, sem einnig langaði heim til sin. Þá brá svo undarlega við, að Zakarias yrti að fyrra bragöi á Óla: - Ja, svo þið eruð að saga brenni? . - Jajæja! - - Jú, jú! - Svo varð þögn. - Hvers vegna vilt þú ekki - -, af hverju hefir þú skrifað þetta? - Það má liklegast sjá það á greinargerðinni. Greinargerðinni greinargerðinni? - Já, þeirri grein, sem ég hefi gert fyrir þvi, auövitað. - Já. svo að skilja. Jú,jú.- Aftur þögn. — Það er meiri jakaburðurinn i ánni, slík firn hefi ég aldrei séð. Það litur ekki út fyrir, að ég eigi að fá að komast heim I kvöid. - Ekki skal nú væsa um yöur, ef þér verðið hjá mér i nótt. — Ertu með öllum mjalla, maður? Það verður nú liklegast seint og ekki i þessu lifi. — Þér eruð velkominn og þaö án allra undirmála. Ef þér viljiö vera sanngjarn, þá hljótið þér að trúa þvi. - Ja svo - hm-umm. - Zakarias tók nú upp i sig og horföi rannsakandi augum út yfir ána. Alltaf uröu skarirnar þéttari og tóku nú að risa, en grænu ismolarnir uröu ávalari og ávalari. Vatnið milli skaranna, skændi yfir það, áður en varði, en braut upp undir eins og jakarnir ruddust fram að nýju og reistust á rönd I þunnum grænum flögum. En hinum megin á árbakkanum stóð Ingibjörg og horföi yfir um til fööur sins. - Þú er góður ræöari, Óli, grunar mig. - - Haldið þér það? - Sá sem verður að fara yfir um ána i öllum veðrum eftir vatni, hlýtur að vera það. En það er ekki alltaf - jæja. - Ekki alltaf, hvað? - Ekki alltaf haustmyrkur og lygnur. Stundum hefir þaö lika kostað högg og áreynslu aö fara yfirum. Serðu ekki, að stelpan er að horfa yfir til þin. Ég skal ekki hræra legg né lið, þótt þú gistir hjá henni i nótt. Ég skal láta eins og mér kæmi það ekki vitund við. - Þér hugsið ekki mikiö úm, hvaðþér eruðað segja, Zakarias. Þessa stúlku hefi ég barist fyrir og verið barinn fyrir hana og enn skal það verða svo, ef til kemur. Sá sem ætlar að troða sér inn á milli min og hennar, skal fá að kenna greipanna á mér, og heilskinna skal hann ekki úr þeim sleppa. - Milli, milli -, ég sé ekki, að annað sé á milli en áin, og þaö er ekki nema gott. Þú ert góöur ræðari. Róðu þá af stað. Hún virðist biða eftir þér. - Getur veriö, að ég geri það. Getur veriö! Hún er vel þess verð, og meira til. En fái ég ekki að hafa hana i friði upp frá þeirri stundu, - ja, fjandi er áin ljót! - Ja, meira en, en ekki ætla ég aö freista þin. En ætlir þú að rnægjast viö fólkið i Tröllamó, þá er nú likiegast bezt að nota tækifærið, á meöan húsbóndinn er ekki heima. Og Zakarias var all-ófrýnn á svipinn, er hann sagði þetta. - Jæja - varð Óla að oröi og augun ljómuöu, - ég ræ yfir um, ég skal yfir um þann dag i dag og það upp á stundina! En - og svo skók hann hnefann framan i Zakarias - komist ég yfir heilu og höldnu og þér nokkru siðar, - þá skal ég, skal ég, - ja, ég v'eit ekki, hvað ég geri. Siðan stökk hann niöur að ferjunni, steypti ferjukarlinum á hausinn, er hann vildi hamla honum, og stökk út i bátinn. Það sauð um hnýfilinn. Fyrstu áratökin leit hann á árarnar og siðan á keipana og allan ára- umbúnaöinn. En það var ekkert að þvi að finna. Karlarnir æptu á árbakkanum, en ekki heyröi hann hvað, enda vildi hann ekki heyra það. Nú var það Ingibjörg og hamingjan með henni, sem hann lagði lifið i sölurnar fyrir. tsinn hafði lagt alstaðar meðfram árbökkunum tiu álnir frá landi. Reyndi hann fyrst að smeygja sér milli lagnaðarissins og Isrekans og komst nokkrar álnir, en svo sat hann fastur. Fáeinum augnablikum siðar var hánn kominn af stað aftur og bar nú yfir um. En litið miðaði og árekstur á hverju augnabliki. Ýmist varð hann að stjaka sér upp i strauminn eða undan honum til þess að komast hýá stærstu jökunum. Arin misti ispyrnunnar og eins og i leiðslu kafaði hann með henni án þess að hann sæi, að hann næði nokkurs staðar ár- vatninu. Nú tók að dimma. En þvi gaf hann engan gaum, fyrri en hann var kominn i algert strand þó nokkuð langt úti. Ferjustaðinn haföi hann haft fyrir neöan sig, er hann lagði upp. Nú var hann neðar. Fosshljóðið færðist nær og lét hátt i'.fossinum. Ingibjörg hljóp eftir á'rbakkanum syðri, karlarnir eftir þeim nyrðri. Sá hann greinilega, hversu Zakarias hnaut á steinunum, stökk og hnaut. Þeir böðuðu út öllum öngum eins og þeir væru útúr fullir og köllin heyrði hann eins og úr fjarska, þótt ekki væri þaö lengra. Óli stökk nú úr bátnum og dró hann á eftir sér. Þessar fjalla- ferjur eru léttar. Og nú reið lifiö á. Undir eins og kjölurinn kendi vatns, reri hann af lifs og sálar kröftum yfir aö næstu spöng, stökk úr bátnum og dró á ný. En þarna var bugða á ánni og hún heldur mjórri. Þar hópuöust skarirnar svo, að varla var unt að stjaka þeim sundur. Og bak viö oddann tók áin að halla ofan að fossinum og fór að kenna hins geigvænlega sogs úr honum. 1 þessum svifum varð ferju- karlinum þetta að orði viö Zakarlas: - Hvað er morð? - En hann glennti bara upp augun og heyrði ekkert. Hvernig gat Óli nú lika staðið svona og horft i kringum sig - og hann kallaði. Vissi hann ekki, að allt var um seinan eftir fáein augnablik - og hann grenjaði, - en hvaö hann. grenjaði, vissi hann ekki sjálfur. -. . Nú yfirgefur hann bátinn meö ár I hendinni og stjakar isnum með henni. Nú tekur hann aö stökkva - þetta fer aldrei vel. Zakarias æddi fram og aftur á árbakkanum, stökk og datt, stökk og datt. Þvi að hann. þurfti alltaf að hafa augun með honum, piltinum, þarna úti i hálf- rökkrinu, sem hann haföi viljaö feigan fyrir stundu, en þótti nú svo - - ja, hann gat ekki neitað þvi, þetta var sá versti og þó sá duglegast náungi, sem hann nokkuru sinni hafði komist i tæri viö. En þarna stökk Óli, stóð við, snerist á hæli og horfði hringinn i 29. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.