Vikan - 20.07.1972, Page 40
kring - studdi árinni niður og
stökk niður á móts við fossinn,
yfir að ferjustaðnum, sökk
stundum i til hálfs, en hóf sig
jafnan upp á ný og stóð þá
teinréttur eins og furpstofn! Alt
var grængolandi fyrir augum
hans, jafnvel löðrið úr fossinum,
svo ægilegt sem það nú var. Nú
mjókkaði' áin og hávaðinn i
fossinum yfirgnæfði alt. Skarir
hófust á loft og brotnuðu, alt var á
tjá og tundri, skalf og nötraði.
Jakarnir litu út i iðunni likt og
óarga dýr, er bitust og börðust og
riðluðust hvert um annað, og það
þaut svo og hvein i mylnunni á
landi eins og einhver væri aö
skjóta inn i þetta grængolandi
helvlti.
Sá sem stökk þarna, gat aldrei
gleymt þessu degi upp frá þvi,
hversu Isströnglarnir stungu
hann. þar sem hann tylti fæti, eða
vakir opnuðust, er hann ætlaði að
stiga niður, hversu Isnúnir
jakarnir losnuðu úr tengslunum
og stungust niður I fossinn,
hversu blóðið rann af höndum
hans og fótum, og þegar bátinn,
mjóan og ísmeygilegan, loks bar
að iöunni og hann stakkst niður
fyrir, hvernig hann kenndi til þá,
mundi hann alt sitt lif, en gat
aldrei komið oröum að þvi.
Hinir miklu trjáflekar skógar-
höggsfélagsins komu nú út úr
dimmunni ofanvert viö svelginn
og þokuðust nær. Þetta voru eins
og reiöalaus skip, er hjuggust á,
svo að brast og brakaði i hverju
tré, en stórar grænar isflögur
lögðust upp að þeim, sporð-
reistust, hrukku i sundur og hurfu
inn i lbðrið.
Alt þteft#- sá hann um leið og
hann æddi áfram.
Ingibjörg stóð nú skamt i burtu,
ekki lengra en það, að hann hefði
getaö yrt á hana - og nú var langt
siðan þau höfðu sést. En nú sá
hann nokkuö fram undan sér, er
gerði hann óðan, - stóra,
kolsvarta vök! Hann kannaðist
svo sem við staðinn. Einmitt
þangað dirfðust menn að róa, en
ekki lengra. Hingað og þangað
ofurlitil svört iða, eins og til
reynslu, nokkrum álnum neðar
önnur stærri og ákveðnari, en þar
fyrir neðan - - ja, það tjáði ekki að
hugsa um það! Þarna stóð
Ingibjörg og beið. Milli hans og
hennar einstaka steih-níbba upp
úr biksvörtu vatninu - til allrar
hamingju, ekki þurfti maður að
drukna þar! Enn tók hann undir
signokkurstökk. Ingibjörg fylgdi
honum eftir á árbakkanum.
Hann heyrði hana kalla - og þá tók
hann undir sig eins langt stökk og
hann gat.
ísskæni stakst i andlit honum,
er hann kom aftur upp úr, hend-
urnar voru áður allar i orðnar
blóðrisa. En með hverju sundtaki
varö'nann að mölva isinn. Hann
var nú á kafi og lafmóður. Þarna
stóð Ingibjörg há og fögur - en
sjálfur lá hann svo djúpt, að hann
mundi aldrei ná henni. Hann
mundi það siðan, að hann hafði
náð I nibbu og hvilt sig, og synt
aftur, að hann hélt, en - að
Ingibjörg stóð I vatni alveg upp
undir hendur, áður en hann næði
henni, það var alveg vist.
Og nú stóöu þau þarna, þessi
tvö mannanna börn, holdvot, en
svo heit og brennandi, að þau
kenndu þess alls ekki, þótt förin
yrðu að klaka, en hinum megin
árinnar stóð Zakarias gamli, æpti
upp yfir sig og veifaði húfunni af
óstjórnlegum fögnuði, þegar hann
nú loksins sá, að þau voru komin
heil i höfn
SANNLEIKURINN UM
MOBY DICK
Framhald af bls. 17.
nokkur stund var liðin án þess
nokkuð sæist til ferða hvit-
hvelisins, dró nokkuð úr
kviðanum.
„Kannski hann sé farinn?”
,,Hann er að minnsta kosti
hvergi sjáanlegur,” varð öðrum
háseta að orði og var enn
greinilegur ótti i röddinni.
„Kannski hann hafi rotað sig,
þegar hann rauf byrðinginn?”
„Djöflinum verður ekkert að
meini,” tautaði matsveinninn.
„Hann hefur komið fram hefnd-
um, og þvi er hann farinn.”
Paterson skutlari rak upp
hlátur. „Ef þetta er djöfullinn i
hvalsliki, hvers vegna tortýmdi
hann okkur þá ekki, gamli
minn?”
„Vegna þess aö honum er það
fremur að skapi, að við hljótum
langan og kvalafullan
dauðdaga,” svaraði mat-
sveinninn.
„Hver veit nema þar sé rétt til
getiö,” mælti bátsmaðurinn og
hló kaldranalega. „Við erum
staddir úti á reginhafi og langt frá
öllum siglingaleiðum.
Matarlausir, vatnslausir og
allslausir.”
„Okkur verður bjargað af ein-
hverju skipi,” svaraði Chase
færingarlaust.
Um það bil klukkustundu siðar
bar að bát skipstjórans, en bát
,annars,'Stýrimanns litlu á eftir.
Báðir höfðu sleppt hvölum sinum,
þegarþeir þóttust sjá þess merki,
að „Essex” mundi i nauðum
statt, enda þótt hvorugur hefði
grun um að ástandið væri eins
alvarlegt og raun bar vitni.
Sögðu þeir Chase og menn hans
nú hinum furðulostnu félögum
sinum upp söguna I aðalatriðum.
Pollard skipstjóri virti móður-
skipið fyrir sér, þar sem það lá
þvi næst á hliðinni. „Ég geri ekki
ráð fyrir að skipiö sökkvi nærri
strax,” sagði hann. „Allar þessar
hvalslýsisámur I lestinni ættu að
halda þvi á floti i nokkra daga að
minnsta kosti. Við höldum okkur
I námunda við það á meðan það er
ofansjávar, að visu erum við ekki
nálægt neinum siglingaleiðum, en
það er ekki að vita nema eitthvert
annað hvalveiðiskip slæðist
hingað. En fyrst af öllu verðum
viö að fara um borð, ná i vatn og
vistir og bjarga þvi sem bjargað
verður og liklegast er að okkur
komi að gagni.”
Þvi var lokið fyrir myrkur.
Hundrað kilógröm af kexi og
tunna af drykkjarvatni var flutt
um borð I hvern hvalbát, en þvi
sem þá var eftir af vatni og
vistum, komið fyrir á hinum
hallandi þiljum skipsins, til
notkunar næstu dagana.
Tvær stuttar siglur voru settar
á hvern hvalbát og borð-
stokkarnir hækkaðir um sex
þumlunga, og til þess notuð
sedrusviðarborð úr klefum yfir-
mannanna. Virtust langbátarnir
þá traustustu fleytur, en ekki var
Chase stýrimaður samt sérlega
vongóður.
Að þvi er næst varð komizt,
voru þeir staddir um 2.000 milur
undan ströndum Suður-Amerlku,
og var þangað skemmst til landa,
er siðað fólk byggði. Sennilega
var skemmra til einhverra af
þeim ótal eyjum, sem krökkt er af
i Suðurhöfum, en þeim kom
saman um, að hyggilegra væri að
freista að sigla annaðhvort til
Chile eða Perú, en ganga á land i
ókunnugum eyjum, þar sem eins
var vist að á þá yrði ráðizt af
mannætum, eöa þá, ef ekki tækist
svo illa, að þeir yrðu að dveljast
þar, það sem eftir var ævinnar.
Þann 22. nóvember lögöu
langbátarnir þrir svo af stað frá
hinu sökkvandi móðurskipi. Um
borö i þeim voru hásetarnir
seytján og þrir fyrrnefndir
yfirmenn.
Sjö manns var um borð i
langbáti skipstjóra og annars
stýrimanns, en sex I báti Chase
fyrsta stýrimanns.
Þeir höfðu ekki siglt nema sex
sólarhringa, þegar svefnleysið,
hungrið og þorstinn tóku að segja
til sin. Menn gerðust viöskota-
illir, rauðeygðir og dökkir undir
hvörmum og vonlausir um
bj örgun.
Hver maður fékk þá enn einn
pott af vatni á dag og hálfa aðra
kexköku.
Þann 7. desember hafði leiðir
langbátanna skilið nokkrum
sinnum, og allir voru þeir orðnir
meira og minna lekir. Bátsverjar
voru tekríir að þjást mjög af
hungri og þorsta, en allan daginn
var brennandi sólskin, sem gerði
þeim þorstakvölina enn sárari og
varð þeim mesta taugaraun.
Þótt bátarnir væru búnir árum,
kom ekki til mála að áhafnir
þeirra gætu róið, svo þrekaöir og
máttvana voru menn orönir.
Lágu þeir lengst undir þóftum og
höfðu ekki þrek til að lyfta hendi
eða standa á fótunum.
Eina nóttina rigndi nokkuð, og
var þeim það nokkur svölun, enda
þótt þeim nýttist ekki vatnið,
nema það, sem draup i opinn
munn þeim.
Þann 17. desember gerði
blæjalogn. Langbátarnir
vögguðust mjúklega á bárum
Kyrrahafsins, eins og leikfanga-
skip I baðkeri. t fulla þrjá sólar-
hringa bærðist ekki hár á höfði
manns. Seglin héngu við siglur,
máttvana eins og áhafnirnar. Þá
fer þessu að verða lokið, hugsaði
Chase með sér.
Enginn gerðist nú framar til að
henda gys að trúrækni mat-
sveinsins, svarta Thomasar.
Hann stjórnaði bænahaldi á
hverjum degi, og eins oft á nótt-
unni, 0£ margir lásu faðirvor og
tuttugasta og þriðja sálm Daviðs
án áfláts, auk ýmissa annarra
ritningarkafla. Sat gamli,
hrukkótti og gráhærði svertinginn
á miðþóftu og stjórnaði þaðan
bænahaldinu.
t fulla þrjá daga lá þessi
fáskipaði floti i byrleysu á logn-
sléttum sjávarfletinum. Að
undanskildum tveim mönnum,
þeim Paterson skutlara og Chase
fyrsta stýrimanni, lágu allir
undir þóftum, sat annar þeirra i
stafni en hinn i skut og störðu út
yfir spegilslétta viðáttu hafsins.
Dag nokkurn veitti Chase þvi
athygli, að hvitu mennirnir i
bátnum voru orðnir svo hörunds-
blakkir af sól, að ekki var nokkur
leiö að sjá mun á þeim og svert-
ingjunum.
„Við gætum næstum þvi verið
bræður,” sagði hann við Pater-
son.
„Við gætum verið það,” varð
skutlaranum að orði, en svo bætti
hann við og glotti kalt. „Næstum
þvi.”
Þann 18. desember varð einn af
bátunum lekur við kjöl. Timbur-
maðurinn taldi þvi aðeins unnt að
gera við lekann svo öruggt
reyndist, að einhver kafaði undir
bátinn og beygði naglana með
barefli. Skipstjórinn spurði
hverjir byðust til þess, en enginn
gaf sig fram.
„Þá það,” varð skipstjóranum
að orði. „Við verðum þá að velja
einhvern til þess.”
Chase fékk ákafan hjartslátt.
Hann hugsaði sem svo, að til þess
arna hefði enginn mátt lengur,
ekki einu sinni til að valda
bareflinu. Hann blygöaðist sin
fyrir hve feginn hann var, að
hann skyldi ekki koma sjálfur til
greina, þar sem hann var einn af
yfirmönnum skipsins.
Skipstjórinn virti fyrir sér
mennina I sinum eigin báti,
svipaðist siðan um I hinum
bátunum tveim. Hann virtist eiga
örðugt með að taka ákvöröun.
Svo laut hann höfði og mælti lágt:
40 VIKAN 29. TBL.