Vikan


Vikan - 20.07.1972, Síða 41

Vikan - 20.07.1972, Síða 41
DRIUJR Veiðihjól og stengur er heimsþekkt gæðavara. SPORTVAL Hlemmtorgi. „Kannski að þú veljir einhvern af þínum mönnum, Chase. Það litur helzt út fyrir að þeir séu i öllu betra ásigkomulagi, en mennirnir i hinum bátunum . . .” Chase reiddist svo, að hann langaði mest til að stökkva yfir i bátinn til skipstjóra og snúa hann úr hálsliðnum. Hann starði ásakandi á hann, en Pollard va'raðist að lita i áttina til hans. Hann húkti i bát sinum, skinhoraður og visinn og starði framundan sér eins og i leiðslu, ekki nema svipur hjá sjón, samanborið við það, sem hann hafði áður verið. Svo aumlegur var hann ásýndum, að Stýrimaðurinn gat ekki einu sinni verið honum reiður til lengdar. Chase stýrimaður tók skyndi- lega_ ákvörðun, þreif exi undan þóftunni og hugðist kllfa fyrir borð. ,,Það er bezt að ég geri þetta sjálfur,” sagði hann. „Bíddu andartak. Ég kem með þér.” Paterson beið ekki svars, en steypti sér útbyrðis við stafn. Þeir köfuðu siðan til skiptis, og fókst timburmanninum að ganga þannig frá viðgerðinni, að hann taldi hana örugga. En um leið geröu þeir og furðulega upp- götvun — byrðingur bátsins var allur skeljum gróinn neðan vatnslinu. Þegar viðgerðinni var lokið, og Chase hafði kastað mæðinni, tók hann einn af þessum litlu skelfiskum og stakk i munn sér til reynslu. Hann var mjúkur undir tönn og hinn ljúffengasti á bragðið. „Matur . . .matur . . .” hrópaði hann. „Ljúffengasta næring, sem ég hef nokkru sinni bragðað.” Bátsverjar skreiddust undan þóftunum og störðu út fyrir borðstokk stórum augum. „Matur, hvar?” spurðu þeir tortryggnir. Chase hló. „Við höfum setið á honum, hamingjan má vita hve lengi, án þess að hafa hugmynd um það. Þetta er skelfiskur, sem situr I klösum á botni bátsins.” Ahafnir bátanna ruddust fyrir borð, án þess að hafa i rauninni nokkurn mátt til þess. Með busli og gusugangi náðu þeir sér i hverja munnfyllina af annarri, unz ekki var skel eftir á botn- borðunum. Loks veitti einhver þvi athygli að senn var myrkt af nótt. Og nú fyrst komust bátsverjar að raun um, að fyrir hækkunina voru bátarnir svo hátt úr sjó, að þeir náðurþar ekki handfestu. Fyrsti staðhlógu þeir að þessu, en þegar þeir höfðu reynt hvað eftir annað árangurslaust að komast um borð. leizt þeim fara að kárna gamanið. Areynslan varð gamla svarta matsveininum um megn. Augnaráð hans varð annarlega sljótt og hörundið mógult, þrátt fyrir dökkvann, en andar- drátturinn hryglukenndur. „Allt eru þetta djöfulsins vélabrögð,” stundi hann. „Hann hefur nú beitt okkur sama bragðinu og Evu forðum, þegar hannbrásérihöggormsliki. Guð, vertu oss miskunnsamur.” Svo seig hann i kaf og sást ekki eftir það. Paterson skutlari hafði legið á bakið I sjónum um hrið, og hvorki sagt eða aðhafzt neitt. Loks reis hann upp i vatninu og dró djúpt að sér andann. „Ég held að mér takist það nú,” sagði hann. En þá gerðist það, að einhver i hópnum tók til máls. „Eigum við aö treysta þessari mannætu? Hvað vitum við um það, hvort hann hjálpar okkur ef hann kemst sjálfur upp i bátinn? Það er eins liklegt að hann varni okkur þess. Það er að minnsta kosti mun meiri von fyrir einn mann, að hann komist af, ef hann getur setið að þessum litlu matar- birgðum sjálfur ...” Chase fannst sem hnifi væri stungið milli rifja sér. Ekki var nein svipbrigði að sjá á andliti hins stórvaxna negra, en Chase veitti þvi athygli að vöðvarnir á bol hans strengdust • sem snöggvast, þar sem hann lá samanhnipraður I sjónum við stefni bátsins. „Mundir þú fara þannig að, Nicholson, þitt auma afhrak?” hvæsti Chase stýrimaður. „Það væri annars ekki syo vitlaust,” mælti Paterson um leið og hann hóf sig upp úr .sjónum, kleif upp stefnið og tókst með ofurmannlegu átaki og snerpu að vega sig um borð i bátinn. „Eftir þessa ómaklegu aðdróttun, teldi ég ekki undarlegt þótt hann sæi okkur alla fara til Helvitis, án þess að rétta okkur hjálparhönd,” varð Chase að oröi. Paterson stóð út við boröstokk bátsins, mikill vexti og herðibreiður. Hann rétti úr sér og virti fyrir sér mennina i sjónum, án þess að mæla orð frá vörum. Þeir störðu upp til hans i orðlausri eftirvæntingu og kviöa. „Þú hefur vald til að setja okkur kostina, eins og guð almáttugur, Paterson,” mælti þriðji stýrimaður. „En okkur langar lika til að lifa. Við skulum láta Nicholson um að synda til lands, ef þú vilt. Hvernig lizt ykkur á það hinum?” Þaterson laut út fyrir borð- stokkinn og teygði arminn i áttina að þeim, sem hafði móðgað hann. „Okkur langar alla til að lifa,” mælti hann kuldalega. „Taktu urn hendi mér, Nicholson.” A fjórða degi rann á harður byr, og þann 20. desember höfðu þeir landsýn, en svo máttfarnir og þrekaðir voru þeir orðnir, að það vakti ekki slikan fögnuð hjá þeim og við hefði mátt búast. Eftir þvi sem þeir gátu komizt næst, var þetta eina af Ducieyjunum. Það var orðið myrkt af nótt þegar þeir lentu og hnigu mátt- vana niður i sandinn I flæðar- málinu. Og þarna i mjúkum og hlýjum sandinum nutu þeir næturværðar i fyrsta skipti eftir að þeir yfirgáfu „Essex”. Þeir' vöknuðu i sólarupprás morguninn eftir, og voru þegar til valdir menn að leita að vistum og vatni. Vistirnar reyndust ekki vand-: fundnar. Torfur smáfiska voru i bárubrotinu i flæðarmálinu, svo þeir gátu ausið þeim upp með höndunum. Atu þeir fiskinn hráan, og með honum jurtir og rætur, sem Chase bar kennsl á að voru góðar til fæðu. En örðugra ,'irtist ætla að verða að finna vatnið, og fóru þeir viða um eyna án þess leit þeirra bæri nokkurn árangur. Þegar skyggja tók söfnuðust þeir aftur saman við bátana, þreyttir og vonsviknir, og lögðust flatir i sandinn. Chase bjóst við að það mundi verða siðasta sólarlagið, sem hann liti augum. Það virtist ætla að koma á daginn, að þeim væri bráöari bani búinn á landi en sjó. Þegar hann þóttist viss um að hinir mundu allir sofnaðir, stóð hann á fætur og gekk eftir fjörunni ab klettarifi, sem gekk fram i sjóinn. Þegar hann kom fram á tangann, varð honum stigið ofan i poll milli tveggja steina, og fann sér til undrunar, að það var mun kaldara en sjórinn. Hann laut niður, tók vatn úr pollinum i lófa sér, og ætlaði varla að trúa sjálfum sér, þegar hann bragðaði á og fann að þar var um tært valn að ræða. Daginn eftir ræddu þeir hvað gera skyldi. Pollard skipstjóri áleit, að þeir gætu ekki dvalizt i eynni til lengdar. Hún var langt frá öllum siglingaleiðum, og ekki annað sýnna en að þeir mundu bera þarbeinin, ef þeir héldu ekki á brott þaðan. Fyrst i stað neituðu allir harðlega að fara um borð i langbátana aftur. En nokkrum nóttum siðar gerðist það, að 29. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.