Vikan


Vikan - 12.10.1972, Qupperneq 3

Vikan - 12.10.1972, Qupperneq 3
41. tbl. - 12. október 1972 - 34. árgangur Vikan Ein af hverj- um sex kon- um fær taugaáfall Læknar segja aS ein af hverjum sex konum fái taugaáfall einhvern tíma á lífsleiðinni. Tölur yfir karlmenn höfum við hins vegar ekki. En hvernig lýsir taugaáfall sér? Þrjár konur segja frá þvi á bls. 14. Þá kom hún - sú sem sögS var látin Afleiðingar síðari heims- styrjaldarinnar eru enn að koma fram. Kona þýzks manns sat í fangabúðum í Rússlandi, en var sögð látin í stríðslok. Nokkru síðar kvæntist maðurinn aftur. En þá kom sú sem sögð hafði verið látin. Sjá bls. 10. Buxna- llilpí tízkan heldur velli Buxnatízkan heldur velli, þótt tizkufrömuðir reyni öðru hverju að gera atlögu að henni. Kven- fólkið er hreint ekkert á þeim buxunum að hætta að ganga í buxum! Við segjum frá buxnatízkunni undanfarin ár og þróun hennar á bls. 16. KÆRI LESANDE! Enginn getur borið honum á brýn, að liann hafi slegið slöku við í lífinu. Dugnaðinn hefur hann frá föður sínum, predikara af trúflokld meþódista, sem kom upp sex kirkjum á tveimur ára- tugum. Iiann kenndi syni sínum, að ótti og freisting væru náskyld og á báðum mætti sigrast með trú, aga og iðni. Sonurinn þjáð- ist frá bernsku af ákveðnu formi ótta: feimni. Svo feiminn var hann, að fyrstu skólaárin þorði hann naumast að Ijúka upp munni. En hann gekk í ræðu- mennskuklúbb skólans og varð smátt og smátt einn snjallasti ræðumaðurinn þar í bæ. Utan skólans var hann hins vegar enn jafn feiminn og fyrr. Hann ótt- aðist kvenfólk meira en sjálfan höfuðóvininn. Þegar hann þurfti að andmæla stúlku á fundi nokkr- um, varð hann að gjalti. Hann lét þó ekki þar við sitja, heldur skor- aði á stúlkuna til annarrar ræðu- keppni. Þetta leiddi til nánari kynna — og tveimur árum seinna gengu þau í hjónaband . . . Maðurinn, sem hér er lýst, er George McGovern, frambjóðandi demókrata við væntanlegar for- setakosningar í Bandaríkjunum. Skoðanakannanir eru honum heldur betur í óhag um þessar mundir og spá Nixon forseta yf- irburðasigri. Engu að síður bein- ist athygli heimsins að McGovern næstu vikurnar — og þess vegna kynnum við hann í grein á bls. 8. EFNISYFIRLIT GREINAR BLS. Hann ætlar að fella Nixon, grein um Mc- Govern, frambjóðadna demókrata við vænt- anlegar forsetakosningar í Bandaríkjunum 8 Þá kom hún — sú, sem sögð hafði verið látin 10 Ég fékk taugaáfall, þrjár konur segja frá reynslu sinni 14 Ekki á þeim buxunum að hætta að ganga í buxum 16 Stjörnunælan, frásögn eftir Önnu Maríu Þórisdóttur 25 SÖGUR Piparsveinar, smásaga eftir Hugh Walpole, þýðing: Páll Skúlason, myndskreyting: Sigur- þór Jakobsson 12 Rensjöholm, framhaidssaga, 5. hluti 20 Konan í snörunni, framhaldssaga, 8. hluti 32 ÝMISLEGT Fimm tegundir af meðlæti með steiktum fiski, Eldhús Vikunnar, umsjón: Dröfn H. Farestveit, húsmæðrakennari 26 3m — músík með meiru, í þessum þætti er rætt um breytingar á hljómsveitinni Trúbrot, umsjón: Edvard Sverrisson 28 FASTIR ÞÆTTIR Pósturinn Síðan siðast fullri alvöru Mig dreymdi Myndasögur Stjörnuspá 43, 46, 49 44 Krossgáta 50 FORSÍÐAN Stúlkan á forsíðunni heitir Erla Harðardóttir og afgreiðir í verzluninni Karnabær. Þessa skemmti- legu mynd af henni tók Astþór Magnússon, Ijós- myndari. VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Matt- hildur Edwald og Kristín Halldórsdóttir. Útlits- teikning: Sigurþór Jakobsson. Auglýsingastjórar: Sigríður Þorvaldsdóttir og Sigrlður Ólafsdóttir. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing. Slðumúla 12. Símar: 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 60,00. Áskriftarverð er 575 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega eða 1100 kr. fyrir 26 tölublöð misserislega. Áskriftar- verðið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru: nóvem- ber, febrúar, maí og ágúst. 41. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.