Vikan - 12.10.1972, Side 4
Teppin sem endast endast og endast
á stigahús og stóra góiífleti
Sommer teppjn eru úr nælon. Það er sterkasta teppaefnið
og hrindir bezt frá sér óhreinindum. Yfirborðið er með þéttum, lá-
róttum þráðum. Undirlagið er áfast og tryggir mýkt,
sislétta áferð og er vatnsþótt.
Sommer gólf- og veggklæðning er heimsþekkt. Sommer teppln
hafa staðizt ótrúlegustu gæðaprófanir, m. a. á fjölförnustu
járnbrautarstöðvum Evrópu.
VI3 önnumst mælingar, lagningu, gerum tilboð og gefum
góða greiðsluskilmála. Leitið til þeirra, sem bjóða Sommer verS og
Sommer gæði.
UTAVER
GRENSÁSVEGI 22-24
SÍMAR: 30280 - 32262
P0STURINN
Langar aö tala viö
hann
Elsku Póstur!
Ég hef alltaf ætlað að skrifa þér
en hef hætt við það, en nú verð
ég að gera það. Ég er í Vest-
mannaeyjum og er hrifin af
strák, sem á heima hér. Hann
er sextán ára. Þegar ég sé hann,
langar mig að tala við hann en
get það ekki, ég hef engan
kjark til þess. Hann veit að ég
er hrifinn af honum. Hvað á ég
að gera? Ein í vanda.
P.S. Hvað lestu úr skriftinni? —
Lestu eitthvað úr henni? — Og
hvernig er hún?
Fyrst hann veit að þú ert hrifin
af honum, ætti að vera hægt að
ganga úr skugga um, hvort hann
vill eitthvað hafa með þig að
gera eður ei. Gefðu honum
auga og gerðu þér far um að
verða sem oftast á vegi hans,
þá liður varla á löngu áður en
hann tekur við sér, svo framar-
lega sem hann hefur einhvern
áhuga á þér.
Eftir skriftinni að dæma ertu dá-
lítið óþolinmóð að eðlisfari. —
Skriftin er skýr, en ekki snotur.
Eftir hvaö mörg
skipti?
Kæri Póstur!
Mig langar að biðja þig að
svara nokkrum spurningum fyrir
mig. Ég er með stelpu og er bú-
inn að vera með henni nokkuð
lengi. Ég get ekkert snúið mér
með spurningar mínar nema til
þín.
1. Eru undantekningar að
maður finni ekki fyrir því þegar
maður afmeyjar stelpu?
2. Hvenær er hægt að full-
nægja stelpu (eftir hvað mörg
skipti)?
3. Hvaða tímabil eru hættu-
laus (að gera það)?
Með fyrirfram þökk og von um
greinargóð svör. H. H.
P.S. Hvernig eiga Hrúturinn og
Meyjan saman? Og hvað lestu
úr skriftinni?
Meyjarhaftið er mjög mismun-
andi sterkt, svo að hugsanlegt
er að karlmaðurinn verði þess
lítt eða ekki var við afmeyjun,
en það mun þó heyra til undan-
tekninga. Þetta með fullnæging-
una er mjög mismunandi, getur
vel tekizt í fyrsta skipti, þarf
stundum oftar; það er mjög
breytilegt eftir því hver á í hlut
og líka eftir því hvernig elsk-
endurnir njóta sín saman. Og
engin timabil eru fullkomlega
örugg. Þú ert greinilega það fá-
fróður um jafnvel grundvallar-
atriði í kynferðismálum að það
nær engri átt fyrir þig að ætla
að fara að sofa hjá fyrr en þú
hefur aflað þér einhvers fróð-
leiks um þessi efni. Ef þú getur
ekki fræðzt um það nauðsynleg-
asta heima eða í skólanum, þá
er ekki úr vegi að benda á að
þó nokkur sæmilega greinargóð
rit um kynferðismál eru til á ís-
lenzku. Síðast rita af því tagi á
markaðinn var Allt sem þú hef-
ur viljað vita um kynlífið, sem
enn mun fáanleg í flestum bóka-
verzlunum.
Hrútur og jómfrú eiga yfirleitt
erfitt með að átta sig hvort á
öðru, og samstarf þeirra tekst
þá helzt, þegar rekur i slíkar
nauðir, að ekki er annars kost-
ur. En undir þeim kringumstæð-
um geta þau vel orðið hvort
öðru að liði. Skriftin er því mið-
ur of slæm og óregluleg til að
nokkuð sé úr henni lesandi.
Vinkona mín hefur
verið meö honum
Kæri Póstur!
Ég þakka fyrir allt í Vikunni. —
Þannig er mál með vexti að ég
er ofsahrifin af strák, sem á
heima í Reykjavík. Vinkona mín
hefur verið með honum. Ég hef
einu sinni talað við hann í síma,
en þori ekki að segja að ég sé
hrifin af honum. Ég hugsa að
hann viti það, en hvernig á ég
að krækja í hann. Vona að þetta
bréf fari ekki í öskuna.
Ein pía úr Eyjum.
P.S. Hvað lestu úr skriftinni? —
Hvernig eiga vogarmerkið og
meyjarmerkið saman?
Fyrst vinkona þín þekkir hann
svona vel, er upplagt að láta
hana ordna þessu. Ur svona
ómótaðri skrift er ekkert les-
andi. Vog og jómfrú eiga ágæt-
lega saman.
4 VIKAN 41. TBL.