Vikan - 12.10.1972, Blaðsíða 5
PHILIPS og CARAVELL
frystikistur
stórkostlegt urval-allar stærdir
HEIMiLISTÆKI SF.
Verið velkomin í verzlanir okkar Sætúni 8 og Hafnarstræti 3
símar 15655 - 24000 - 20455.
Enginn getur hætt —
nema hann vilji það
sjálfur
Kaeri Póstur!
Ég vil byrja á því að þakka fyrir
Vikuna, en hún hefur alltaf kom-
ið inn á mitt heimili í mörg ár.
Reyndar finnst mér efni hennar
of mikið miðað við blessað kven-
fólkið, og mætti hugsa meira
um okkur karlmennina. Ég vil
þakka fyrir greinar Jónasar stýri-
manns og eins greinina eftir
Gísla Kolbeinsson um Kína. Enn-
fremur hafði ég gaman af frá-
sögninni um fyrstu þátttöku okk-
ar í Olympíuleikunum. Þá finnst
mér smásögurnar að undanförnu
hafa verið sérstaklega góðar og
minna um ástarvellur en oft áð-
ur.
En þá er bezt að koma sér að
efninu. Mig langar til að biðja
þig að veita mér svolitlar upp-
lýsingar um AA-samtökin og
Bláa-bandið. Hvaða skilyrði
þurfa menn að uppfylla til að fá
inngöngu í þau? Er það rétt, að
samtökin reki ekki lengur Bláa-
bandið?
Með fyrirfram þakklæti fyrir
birtinguna og beztu kveðjur.
H.S.H.
----------^
\r-----—A————^
Nýlega er komin út bók, sem
heitir „Afengisvarnir" og er tek-
in saman af Jónasi Guðmunds-
syni. ÞaS vill svo vel til, að við
höfum þessa bók við höndina og
ætlum að verða við bón þinni
með því að birta örlítinn kafla
úr henni, þar sem AA-samtökin
eru kynnt:
„AA-samtökin nefnist félags-
skapur fyrrverandi drykkjufólks,
sem vill vinna að því í samfé-
lögum að bjarga einstaklingum
frá ofdrykkju. Barst þessi félags-
skapur hingað frá Bandaríkjun-
um. AA-samtökin eru sjálfstæS
og óháS hvers kyns félagsskap
öSrum. Þau halda sig utan við
þras og þrætur um almennar eSa
einstakar lausnir áfengismála og
taka ekki afstöðu til opinberra
máia. Tilgangur þeirra, sem í
þessi samtök fara, er að vera
ódrukkinn og stySja aSra
drykkjumenn til hins sama. AA-
samtökin starfa í deildum, og
aðallega starfa þau í Reykjavík.
Það háir mjög starfsemi sam-
takanna, aS ekki eru til upp-
tökustöSvar, sem geta tekiS viS
fólki, sem til þeirra leitar í vand-
ræðum sínum vegna ofdrykkju,
ef fjarlægja þarf það af heimil-
um. AA-samtökin hafa hvorki
lög né félagsgjöld, og engin inn-
tökuskilyrði eru í samtökin né
brottfararskilyrði úr þeim. Þang-
að geta allir komið, sem finna,
að drykkjuskapur þeirra er orð-
inn of mikill og verður að
hætta. Útgjöld viS fundarhöld og
aðra starfsemi eru greidd með
samskotum. Þau taka ekki við
opinberum styrkjum, nema til
ákveðinnar starfsemi, svo sem
bókaútgáfu. — Þau starfa undir
kjörorðinu: Enginn getur hætt
drykkjuskap, nema hann vilji
það sjálfur."
AA-samtökin höfðu athvarf fyrir
skjólstæðinga sína á Bláa-band-
inu á árunum 1955—1963. Þá
tók ríkið hins vegar við rekstri
þess og er það nú ein deild frá
Kleppi.
Lafðin og Lúðvík
Kæri Póstur!
Ég tek alveg eindregið undir
bréfið frá einum lesenda um
daginn, sem vildi endurvekja
vísnaþáttinn. Sérstaklega fannst
mér gaman, þegar þið voruð
með botnakeppnina og sting því
upp á, að þið byrjið aftur að
leyfa bögubósunum að spreyta
sig. Það er þjóðþrifaverk að efla
áhuga fólksins á ferskeytlunni,
þessari stórskemmtilegu þjóðar-
íþrótt, sem alls ekki má deyja
út.
Ég gæti tvinnað saman miklu
fleiri hástemmd lýsingarorð um
ágæti ferskeytlunnar, en læt
þetta nægja að sinni. Erindið var
að koma á framfæri fyrriparti
um landhelgismálið, sem mig
langar til, að lesendur Vikunnar
spreyti sig á. Hann er svona:
Lafðin fína lafhrædd er,
Lúðvík brýnir skærin.
Ég skora á ykkur að birta þenn-
an fyrripart og síðan botnana,
ef einhverjir berast.
Með fyrirfram þakklæti.
Bögubósi.
ÞaS mun vera i undirbúningi að
endurvekja vísnaþáttinn, en þar
sem fyrripartur „Bögubósa" fjall-
ar um landhelgismálið, sem nú
er efst i hugum allra lands-
manna, hleypum við honum af
stokkunum strax. Pósturinn tek-
ur við botnunum og birtir síðar
þá þeirra, sem honum þykja
beztir.
41. TBL. VIKAN 5