Vikan - 12.10.1972, Side 6
r
r
SIÐAN SIÐAST
NUREJEV ( NÝJUM
FÖTUM
HÚN ER LlKA LISTA-
MAÐUR I MATARGERÐ
Á Ítalíu er árlega úthlutað verðlaun-
um til þeirra sem hafa lagt eitthvað af
mörkum til umbóta í matargerð. í ár
var það Sophia Loren, sem fékk þessi
eftirsóttu verðlaun, en sá sem þau hlýt-
ur fær „barónstitil“, heiðursmerki og
heiðursskjal. Sophia gaf nefnilega út
matreiðslubók, sem hefur hlotið mjög
góða dóma og hér á myndinni sést
þegar hún tekur á móti verðlaununum.
Þegar ballettstjarnan Rudolf Nurejev
fór síðast í bíó, — en það gerir hann
ekki oft, þá var hann klæddur nýjum
Hróa Hattar klæðnaði með tilheyrandi
stígvélum úr mýksta skinni. Hann var
líka nýklipptur. En þetta var líka kon-
ungleg hátíðasýning á kvikmyndinni
„Ég er dansari" og hann leikur þar
sjálfur. Það voru vinir hans, Margaret
prinsessa og Tony hennar, sem settu
konunglegan svip á sýninguna. Nú eru
liðin ellefu ár, síðan hann stökk inn í
vestrænan heim á flugvellinum í París
og síðan hefur hann aðallega búið í
London, þar sem hann kann vel við
sig.
MARIA DEL CARMEN
SITUR FYRIR HJÁ HINUM
„GUÐDÖMLEGA" DALI
Maria del Carmen og Alfonso prins,
sem er sendiherra Spánar í Stokk-
hólmi, voru nýlega í fríi á Costa Brava.
Þau hittu þar Salvador Dali á hinu
glæsilega heimili hans í Cadaques. Al-
fonso prins stakk upp á því að hann
málaði mynd af konu hans og það stóð
ekki á því, hinn „guðdómlegi“ var
strax til í það.