Vikan - 12.10.1972, Qupperneq 10
ÞÁ KOM HÖN
- SEM SÖGD
HAFBIHERIB
LÁTIN
Vandamálin geta verið með ýmsu móti.
Nýlega kom Ida Leiter, sem er sextíu og eins
árs, til Bökendorf, smáþorps í Westfalen,
en þar býr Adam eiginrnaöur hennar,
með síðari konu sinni. Ida Leiter var tekin til
fanga á stríðsárunum og flutt til Rússlands,
með fjórum börnum sínum. Aðeins eitt
af börnum þeirra hjóna var í fylgd með henni.
Tvö létust af hungri í stríðinu, en önnur
dóttirin var um kyrrt í Kasachstan að eigin
ósk. í fylgd með þeim mæðgum var
tengdasonur Idu og þrír dóttursynir. Farangur
þeirra fyllti heilan vöruvagn í lestinni og
meðal annars farangurs var
Moskwitsch-bifreið.
Ef annaðHvort hjónanna er
sagt látið og annað kemur ekki
í ljós, þá getur það hjónanna,
sem eftir er, gengið í löglegt
hjónaband. Fyrra hjónabandið
leysist þá upp af sjálfu sér, —
en ef sá aðilinn, sem sagður
var látinn er ennþá á lífi . . .
Síðara hjónabandið er og verð-
ur löglegt.
Lagalega séð þarf Adam
Leiter ekki að hafa neinar
áhyggjur, en frá mannlegu
sjónarmiði á hann við vanda-
mál að stríða, sem hann reynir
að leysa eftir beztu getu.
Saga hans er sönn, enda var
töluvert um slík örlög eftir
stríðið. Hann átti heima í
Wartbriicken í Posen (sem nú
heyrir Póllandi til). í síðasta
heimfararleyfi sínu frá vígvöll-
unum, árið 1944, sá hann Idu,
konuna sína og börnin fjögur
í síðasta sinn. Svo var hann
tekinn til fanga. Eftir stríðið
hóf hann leit að fjölskyldu
sinni, en hún bar engan ár-
angur.
Árið 1952 kvæntist Adam
Leiter aftur, en til þess að það
yrði löglegt hjónaband, varð að
lýsa fyrri konuna látna. En
tveim árum síðar komst hann
að því að fyrri konan var á
lífi. Hún bjó í Gurew með
tveim dætrúm sínum. Yngri
börnin tvö létust á hrakning-
unum um Rússland.
Adam Leiter er mjög ham-
ingjusamur með síðari konunni
sinni, en þessi frétt hafði mikil
áhrif á hann og honum fannst
hann þurfa að gera eitthvað til
að liðsinna fyrri konunni. Hann
kom því í gegn, með aðstoð
Rauða krossins, að fjölskyldan
fengi brottfararleyfi frá Rúss-
landi. Og svo, eftir átján ára
útlegð, kom frú Ida til Bök-
endorf í fylgd með dóttur
sinni, tengdasyni og þrem dótt-
ursonum. Farangur þeirra fyllti
heilan farangursvagn og þau
höfðu jafnvel bíl meðferðis. —
Hin dóttirin varð um kyrrt.
Adam Leiter var búinn að
útvega fjölskyldunni atvinnu,
Philip, tengdasonurinn, er tré-
smiður og dóttirin, Martha,
hefur fengið vinnu við ræst-
ingar. Þau hafa von um að
geta bráðlega byggt hús yfir
sig. Framhald á bls. 42.
Ella og Adam Leiter skála við tengdason Adams og syni hans þrjá og
ekki er annað að sjá en að fjölskyldan líti björtum augum á framtíðina.
Endurfundir eftir 28 ár: Á brautarstöðinni í Bökendorf heilsar Adam
Leiter fyrri konunni, sú síðari horfir á, án nokkurrar afbrýðisemi.
10 VIKAN 41.TBL.