Vikan - 12.10.1972, Qupperneq 21
og ég lagöi ekki viö hlustirnar. Ég
hefi alltaf grunaö stjórn-
málamenn um aö hafa meiri
snúningshraöa I heilanum en mér
hefur veriö gefinn. Þegar ég opna
blööin og reyni aö fylgjast meö,
þá finnst mér þetta allt vera einn
hrærigrautur og ég er fyrir löngu
hætt aö reyna aö skilja þessi mál.
Eftir aö hafa litiö spyrjandi
hvor á aöra, ákváöum viö ungfrú
Dickman aö draga okkur I hlé,
lofa fjölskyldunni aö sitja einni
yfir kaffinu. Viö buöum góöa nótt.
Claes tók bækurnar sínar og kom
meö okkur, en þegar viö komum
fram I forsalinn, gekk hann yfir
aö dyrunum á skrifstofu
Klemens.
Ungfrú Dickman, sem var
komin alveg aö stiganum,
kallaöi:
- Hvaöa erindi áttu þangaö inn?
Claesopnaöi dyrnar, án þess aö
viröa hana viölits. Hrokafulla
framkomu sina hlaut hann aö
hafa tek^ö eftir einhverjum
gömlum ættarmyndum.
- Hvaö kemur þaö yöur viö?
sagöi hann og reigöi sig.
Ungfrú Dickman stokkroönaöi
og gekk nokkur skref i áttina til
hans. - Þú skalt ekki voga þér aö
vera hortugur viö mig. Jafnvel
þótt hitt fólkið þoli þér sitt af
hverju, þá geri ég þaö ekki.
Claes leit I kringum sig I
skrautlegum forsalnum. - Þetta
er mitt heimili, sagði hann
drembilega. - Þér ráöiö ekki yfir
mór, ég get fariö hvert sem ég vil.
-En þetta er ekki þitt herbergi,
þar eru aðeins bækur og skjöl,
sem föðurbróöir þinn á. Ég á lika
plögg þarna og þú vogar þér ekki
aö snerta neitt.
Hann sneri I hana baki og gekk
inn, lokaöi dyrunum á eftir sér.
Hún rak upp hálfkæft óp og ætlaði
á eftir honum, en ég gekk I veg
fyrir hana.
- Ætlið þér raunverulega aö
leggja út i svona vonlaust striö?
Hún staröi á mig. - Hvaö eigiö
þér viö? Ég hefi aldrei kynnst
barni, sem eins er i þörf fyrir
alvarlega hirtingu.
- Ekki ég heldur. En haldið þér
virkilega aö fjölskyldan myndi
þakka yöur aö veröleikum, ef þér
reyniö aö koma i veg fyrir aö
hann geti gert þaö sem hann vill?
- Nei-i, þér hafiö á réttu aö
standa. En búfræöingurinn er
ákaflega nákvæmur með öll sin
plögg. Ef hann ruglar einhverju,
þá kemur þaö niöur á mér.
Ég opnaöi dyrnar og gekk mn.
Claes stóö viö stóra bókaskápinn
og renndi fingri yfir bókakilina.
Þetta var stórt og bjart herbergi.
Stólarnir leöurklæddir, tvö skrif-
borö, skjalaskápar og hillur meö
viöskiptabókum.
A ööru skrifboröinu var mynd i
ramma af dökkhæuftum ungum
manni, sem var mjög llkur
Klemens.
- Er þetta Carl-Jan Renfeldt?
spuröi ég.
Claes sneri sér viö. - Já, þetta
er faðir minn. Hann er dáinn.
Hann dró þykkan doörant út úr
hillunni og gekk til okkar. -
Klemens frændi drap hann.
- Claes, stundi ég, en náöi varla
andanum.
- Hvernig leyfir þú þér aö bera
fram svo andstyggilega lygi,
sagöi ungfrú Dickman. - Þaö ætti
aö flengja þig.
- Ef þér snertiö mig, þá drep ég
yöur, sagöi Claes hörkulega.
Viö heyröum ekki i Klemens,
fyrr en hann stóö hjá okkur.
-Hvaö er nú um aö vera? spuröi
hann og þaö kenndi hvorki reiði
né forvitni i rödd hans.
- Hann sagöi nokkuö hræöilegt,
sagöi ungfrú Dickman. - Herra
Renfeldt, þaö er ekki rétt aö láta
drenginn tala svona.
- Ég er sammála. Ef ég ætti
hann, þá myndi ég sannarlega
taka I taumana. En hann er ekki
sonur minn og ég fæ yfirleitt að
heyra þaö.
- Aö minnsta kosti ætti einhver
aö gera þaö!
- Ég held þaö taki enginn mark
á þvi sem hann segir. Allir sem
þekkja hann, draga aö minnsta
kosti niutiu af hundraöi frá.
Hvaða hrollvekja var það nú?
Ungfrú Dickman kom ekki upp
nokkru oröi og hún var eldrauð i
kinnum. Ég var, að öllum
likindum, náföl. Cláes sagöi
ekkert til aö koma okkur úr
klipunni. Klemens leit á mig. -
41. TBL. VIKAN 21