Vikan


Vikan - 12.10.1972, Side 25

Vikan - 12.10.1972, Side 25
STJÖRNUNÆLAN Frásögn eftir Önnu Mariu Þórisdóttur. Hún þakkaði mér fyrir lánið og sagði eitthvað á þá leið, að manni þætti vænt um, ef hlúð væri að manni. En um leið rétti hún höndina inn undir glerjdötuna á búðarborðinu .... Miðdegissólin skein á sól- eyjarnar og fiflana, sem uxu á túngarðinum. A tvöföldum gaddavirsstrengnum, sem fest var við lága veðraða staura, k héngu nokkrir sundmagar til þerris. Þvottur á snúru blakti glaðlega i sumarvindinum, sem kepptist við ásamt sólinni að þurrka skinandi hvitan og ilmandi saltfiskinn uppi á stakk- stæðinu. En það lá ekkert vel á mér, þar sem ég stóð uppi á túngarðinum innan um fiflana og sóleyjarnar. Ég horfði niður eftir langri og mjórri götunni, næstum hvitri i sólskininu, þar sem vinkona min, .Stina i Hruna, skokkaði léttfætt i burtu og fjarlægðist óðum. barna valhoppaði hún niður götuna i dökkum kjól með hvit svuntu- böndin krosslögð á bakinu og næstum hvitt hárið flaksandi i golunni, i áttina að hvitum stafni samkomuhússins við enda þessarar óralöngu, hvitu götu. Ég var bara þriggja ára og Stina, sem var einu eða tveimur árum eldri, hafði gefizt upp á að leika við mig og skokkaði nú heim á leið. Ég andvarpaði, sneri mér við og brölti niður túngarðinn. Við mér blasti túnið, þar sem punt- urinn og hundasúrurnar vögguðu sér i sumarvindinum og áin, sem niðaði glaðlega og glitraði i sól- skininu. Ég rölti vestur fyrir húsið og upp á breiðan pallinn. Þar lá vinkona mín, tikin Perla, og sleikti sólskinið. Siðan fór ég inn i húsið og inn til mömmu og litlu systur. Þetta er fyrsta bernskuminning min, og húsið, sem hér um ræðir, er Túnsberg á Húsavik, sem afi minn, Karl Einarsson, byggði um aldamótin og settist i ásamt ömmu minni, Onnu Mariu Arnadóttur. En afi var ekki einn um að byggja þetta hús. Mót- býlismaður hans var Steingrimur Hallgrimsson, en kona hans var Kristin Jónsdóttir. Þetta var stórt og myndarlegt hús á þeirrar tiðar mælikvarða: kjallari, hæð og ris. Þeir sam- býlismennirnir skiptu þvi þannig, að veggur gekk i gegnum þvert húsið, og bjugjgu þvi fjöl- skyldurnar tvær hvor i sinum enda. Alltaf var talað um að „fara yfir um”, þegar farið var yfir i hinn endann og að einhver væri „fyrir handan”, þegar hann var staddur þar. Oft fór ég „yfir um” til „ömmu Stinu” og „amma”, en svo nefndi ég hjónin „fyrir handan.” A þessum tima, þegar ég fer að muna eftir mér, bjuggu i suður- enda Túnsbergs foreldrar minir, Þórir Friðgeirsson og Arnfriður Karlsdóttir, ásamt mér og Hildi systur minni, sem var ungbarn i vöggu. Afi átti lika heima hjá okkur, en amma min og nafna var dáin, dó áður en ég fæddist. En mikið lifandis ósköp óskaði ég oft heitt, að ég hefði fengið að kynn - ast þessari ömmu minni auðvitað alltaf meira og meira eftir þvi, sem ég eltist. Fólk talaði um hana með velvild og virðingu, hvað hún hefði verið stillt og æðrulaus, myndarleg og snyrti- leg. En ég fékk aldrei að sjá hana - nema á mynd. Heima i Túns- bergi hékk stór og falleg lituð Framhald á bls. 35. 41. TBL. VUCAN 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.