Vikan


Vikan - 12.10.1972, Blaðsíða 26

Vikan - 12.10.1972, Blaðsíða 26
Franskur fiskréttur. 600 gr. fiskflök (gjarnan fleiri en 1 tegund) s.s. þorskur ýsa, koli, rauðspretta eða þess háttar) 3 laukar 4 msk. olivuolia 1 ds. niðursoðnir tómatar eða nýir (þá er hýðið tekið utan af þeim) 1 litil dós olivur 1 lárviðarlauf salt, pipar, timian, stein- selja, salvia. Flysjið laukinn og skerið i báta. Látið laukinn og tómatana og olivurnar steik- jast i oliunni ásamt kryddinu i 25-30 minútur. Skerið fiskinn i stóra bita og látið i pottinn. Látið sjóða i ca. 10 minútur, eða þar til fiskurinn er gegnsoðinn. Bragðið til og klippið steinselju yfir. Berið með laussoðin hrisgrjón. Gott er að kreista dálitinn sitrónusafa yfir. Fimm tegundir af meðlæti með steiktum fiski. I. Þerrið fiskinn og stráið á hann salti og látið biða um stund. Skreytið siðan hvern fiskskammt: 1) Setjið dálitinn sýrðan rjóma á hvern, setjið svartan kaviar ofan á og dálitinn sitrónusafa. Laukhringir settir þar ofaná. 2) Sýrður rjómi settur á fiskinn, muður kaviar og graslaukur. 3) 1 msk. rauður kaviar hrærður með 1 til 1 1/2 msk. af sýrðum rjóma og klippið dill yfir. Þegar flökin eru steikt veltið þeim þá úr rjóma/sitr- ónusafa/piparblöndu. Veltið siðan úr brauðmylsnu og steikið við vægan hita. II. Þerrið flökin, stráið salti á og látið biða um stund. Skreyting: fyrir hvern skammt: 1 sneið flesk skorin i fina strimla, 1-2 msk. fíntsneidd púrra og 1-2 msk. laukur, sem skorinn er i mjög þunnar sneiðar og 1-2 msk. selleri skorið i mjög smáa bita. Þegar allt er orðið mjúkt, er það bragðað til með salti, pipar, steinselju og tómatkrafti. Smyrjið fiskinn fyrir steikingu með sinnepi (þunnu lagi), og veltið siðan úr brauðmylsnu og steikið við vægan hita. 26 VIKAN 41.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.