Vikan - 12.10.1972, Síða 29
Það virðist þá vera komið á
hreint, hvers vegna Gunnar
Jökull hættir trommuleik með
Trúbroti. En Gunnar Þórðarson
hefur einnig sitt hvað að segja um
Mandölu. — Okkur tókst engan
veginn að gera það sem við
ætluðum okkur að gera. Þetta á
ekki aðeins við um sönginn heldur
einnig undirspilið. Það var t.d.
allt of dauft. Við getum spilað
miklu betur en þetta, bara andinn
var ekki með okkur. Hann var
einhvers staðar viðs fjarri. — Nú
fer að lita svo út, sem yfir-
náttúruleg öfl hafi glapið Trúbrot
i ferð sinni til fjarlægri landa og
fagurra fyrirheita og hver veit
nokkuð um slikt á þessum
siðustu og verstu timum?
Þá er komið að hinni nýju skipan
Trúbrots. 1 stað Gunnars Jökuls
hefur Ari f .v. trommuleikari Roof
Tops komið. Auk hans hafa bætst
i hljómsveitina þeir Engilbert
Jensen og Vignir f.v. gitarleikari
Roof Tops. Trúbrot er nú orðið
sextettog má segja að skammt sé
stórra högga á milli i málum
Trúbrots. Það hefur einnig komið
á daginn, að lengi hefur staðið til,
að taka Engilbert Jensen inn i
bandið, æn þeir sem fyrir hafa
verið i hliómsveitinni hafa ekki
Framhald á bls. 23.
vegar voru þeir félagar vissir á
þvi, að þeir færu ekki út til þess að
gera aðra lifun . . ., en á þeirri
plötu var það söngurinn, sem dró
músikina niður. En sú varð
raunin á, að þeir komust aldrei i
gang úti. Platan varð þvi, að
þeirra mati hálf misheppnuð. En
slikar grillur virðast ekki hafa hin
minnstu áhrif á vinsældir Man-
dölu, þvi hún hefur selst i um 3800
eintökum, sem er meira en
nokkur önnur af þeim L.P.
plötum sem þeir félagar hafa
staðið að.
En það er ekki bara Gunnar
Jökull, sem hefur eitthvað að
segja um liðin ár Trúbrots.
Gunnar Þórðarson hefur eins og
allir vita verið með Trúbroti frá
edvard sverrisson
3m
tnúsik með meiru
upphafi'. — Já, mér fannst góður
kraftur i bandinu þarna eftir að
við gerðum lifun . . . ., en siðan
hefur þetta verið sifellt á
niðurleið. Þetta var að lokum
komið út i eintóman bissniss.
Mennvoruhættir að æfa. Peninga-
hagnaðurinn sat algjörlega i
fyrirrúmi. Mórallinn var orðinn
slæmur, auk þess sem Gunnar
var þvi mótfallinn að spila eins
mikið og við gerðum. Ahugaleysi
Gunnars varð þess svo valdandi,
að hann sýndi æfingum litinn
áhuga. Ég vil hins vegar leggja
allan minn tima i þetta. Gunnar
Jökull hafði einnig gefið i skyn, að
hann vildi ekki spila lengur en
hálft ár i viðbót, svo það var betra
fyrir alla að hann hætti strax.
Akvörðun um þetta var tekin
seint i ágúst. -
41. TBL. VIKAN 29