Vikan


Vikan - 12.10.1972, Blaðsíða 32

Vikan - 12.10.1972, Blaðsíða 32
KONAN I SNÖRUNNI Ég er kominn á sporið aftur, sagði hann, — en það var fjan- dans erfitt, þvi að þessir veitinga- þjónar i Soho hafa gat þar sem minnið er i öðrum mönnum. En sem betur fór, byrjaði ég á rétta endanum, og loksins kom ég á stað i Greek Street, þar sem þjónninn virtist vera eitthvað viðræðubetri en á hinum stöðunum. Þegar ég var búinn að spyrja hann dálitið, mundi hann eftir aðhafa séð stdlku, sem þessi lýsing átti við. Og hann hafði séð hana oftar en einu sinni. Venju- lega kom hún með annarri konu, sem var minni vexti og eldri en hún, en i þetta skipti var hún ein á ferð. — Þetta hefur sennilega verið sú rétta. En mundi hann eftir, hvenær hún fór i þetta skipti? Jarrold brosti. — Þér skuluð nú ekki halda, að þetta hafi verið svo einfalt. Maðurinn gat ekki einusinni munað daginn fyrir vist, en hinsvegar vissi hann, að það hefði ekki verið fyrir þann tiunda, þvi að þann dag kom hann til vinnu aftur, eftir nokkurra daga fri, og hann hafði séð konuna, eftir að hann kom úr þvi frii. — Og það gat ekki verið eftir þann tiunda, þvi að ungfrú Bartlett fannst dauð að morgni hins ellefta. Þessvegna hlýtur það að hafa verið þann tiunda. Það er þetta, sem kallaö er rök- fræðileg ályktun, Jarrold, sagði Hanslet. — Já, þannig áiykfaði ég lika. Og hvað snerti tima dags, þá mundi þjónninn ekki annað en það, að húsið var fullt af gestum, svo að hann át.ti erfitt með að útvega henni borð. Og hann sagði, að mesti annatiminn væri venjulega um klukkan hálfátta. — Það ætti að koma vel heim við sögu frú Rawlinson, vinkonu yðar. Það mundi taka um það bil stundarfjórðung að fara i bil heiman frá henni og á þennan stað i Soho. En annars væri rétt, Jarrold, að spyrjast betur fyrir og reyna að ná i bilstjórann, sem hefur ekið henni þessa leiö. Gat þjónninn sagt yður nokkuð fleira, sem gagn er i? — Ekki annað en það, að hún sagðist þurfa að ná i lest og þurfa að flýta sér. Hann segir, að hún háfi ekki staðið við nema hálf- tima. Ég reyndi að hafa upp úr honum, hvenær hún hefði farið, en hann gat ekki komizt nær þvi en að gizka á, að það heföi verið um áttaleytiö. Seinast sá hann hana ganga eftir götunni, i áttina til Sohotorgsins. — Jæja, það er alltaf betra en ekki. Ef læknirinn hefur sagt rétt, að hún hafi verið dáin fyrir miðnætti, höfum við ekki nema fjórar klukkustundir eftir að gera grein fyrir. En það er kappnógur timi til að komast til Wargrave House, annaðhvort meö lestinni til Waldhurst, og svo með bil, eða þá með bil alla leið. Jæja, Jarrold, nú þarf ég að biðja yður aö þefa uppi þennan bilstjóra. Skömmu eftir að Jarrold var farinn, var Hanslet tilkynnt, að Everley væri i simanum. Hann hlustaði á skýrslu um árangurs- lausa rannsókn han^, meö óþolinmæði, og hleypti brúnum. — Þakka þér fyrir, Everley, sagði hann loksins. — Það er einkennilegt að þú skulir ekki verða neins var þin megin. En ég mundi samt i þinum sporum reyna betur. Ég er búinn aö frétta til hennar hér i London, um klukkan átta um kvöldið. Sen- nilega kem ég til þin á morgun og þá getum við borið saman bækur okkar. Sæll á meðan! — Þessir bölvaðir sveitamenn! tautaði hann með sjálfum sér um leið og hann lagði simann. — Þeir ana um allt með lokuð augu. En þaö.er orðið fjandans áliöið. Ég held ég verði að fá mér einhvern matarbita og reyna svo aö tala eitt orð af viti við prófessorinn. 19. kafli. Eitthvað tveim klukkustundum siöar var Hanslet kominn til dr. Priestley. — Ef þér nennið að hlusta á .það, ætla ég að hlaupa gegn um það, sem Everley sagði mér i simann, sagði hann. — Það er nú ekki sérlega merkilegt, en þó eru i þvi tvö atriði, sem hugsanlegt er að þér vilduð heyra. Priestley kinkaði kolli og Hanslet fór að skýra frá inni- haldinu i skýrslu Everleys. — Þetta er þaö, sem þeir hafa komizt að, þar á staðnum, sagði hann, að þvi loknu. — Og þvi miður er það ekki sérlega merkilegt. — Kannski ekki beinlinis, en þið hafið þó lokið þvi, sem þarf að gera, svaraði prófessorinn. — Til dæmis eru þarna skýringar hinna ýmsu ibúa i Quarley Hall á sambandi þeirra Vilmaes og ungfrú Bartlett, og hún er eftir- tektarverð. Ég fyrir mitt leyti er ekki i vafa um, að skýring brytans sé rétt, sem sé, að samband þeirra hafi alls ekki verið byggt á ást. Svo þessi sannfæring læknisins, aö morðið hafi verið framið tiltölulega snemma, sennilega um klukkan tiu. Það getur verið eft- irtektarvert, enda þótt það sé ekki sannað. Að minnsta kosti held ég við verðum að ganga út frá þvi sem liklegu. — Ég er ekki viss um, að það sé rétt, eins og þér munuð sjá, þegar ég segi yður, hvað við höfum heyrt um feröir ungfrú Bartlett um kvöldið. Ef þér viljið hlusta á það, er rétt að taka það með. Priestley hlustaöi á skýrslu Hanslets og rannsóknir Jarrolds. — Þér sjáið þarna, að við vitum. hvar hún hefur verið milli hálfsex og hér um bil átta, þegar hún fór úr matsöluhúsínu, sennilega til þess að ná i lestina, sem hún talaði um við þjóninn. Nei, ég hef enn ekki athugað járnbrautar- áætlanirnar, en ég býst við, að það verði auðvelt að finna, hvaða lest hún hefur átt við. Náið þér I áætlanabók, Harold, sagði Priestley. — Hér er ein lest frá Liverpoolstræti kl. 8.25, sem kemur til Waldhurst 9.32. Þér búizt sjálfsagt viö, að hún hafi tekið þá lest? — Já, sennilegast er það. Hún sást ganga áleiðis til Soho- torgsins, og ég tel litinn vafa á þvi, að hún hafi farið einmitt með þessari lest. Aðalerfiðleikarnir liggja i Waldhurst. — Þér eigið við, að Everley hafi ekki getað komizt að þvi, hvort hún hefur komiö þangað, eða hvenær? — Einmitt. Það, og svo álit Grocotts læknis um dánar- stundina. Ef hann hefur á réttu að standa, hlýtut hún að hafa ekið Ibll frá stöðinni I Waldhurst. Þér segiö, að húri hafi komiö þangað kl. 9,32 og til Wargrave House heföi hún ekki getað komizt nema I bil, eða þá á hjóli og þá hefði Everley undir öllum kringum- stæðum átt aö geta frétt um ferðir hennar. Hinsvegar er hann þess fullviss, að enginn bill hafi komið að húsinu á þessum tima. — Svo er sá möguleiki, aö hún hafi fariö gangandi. Við höfum ástæðu til að halda, að það hafi hún stundum gert áður. En hafi hún gengið getur hún ekki hafa veriö komin I húsið klukkan tiu, og læknirinn hefur þá áætlað timann skakkt. Sjálfum finnst mér það einna liklegast. Þaö er alltaf hugsanlegt, að hún hafi getað farið alla þessa leið, án þess aö mæta nokkrum manni. En hinu skil ég ekki i, að enginn maöur hefur séö hana koma til Waldhurst með lestinni, þennan dag, að þvi er Everley segir mér. Nema þá, að hún hafi alls ekki til Waldhurst komiö? Hvar stanzar þessi lest annarsstaðar? Priestley athugaði áætlunina 32 VIKAN 41.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.