Vikan


Vikan - 12.10.1972, Page 33

Vikan - 12.10.1972, Page 33
V ÁTTUNDI HLUTI Maðurinn gat ekki einu sinni munað daginn fyrir vist, en hins vegar vissi hann, að það hefði ekki verið fyrir þann tiunda, þvi að þann dag kom hann til vinnu aftur eftir nokkurra daga fri. Og hann hafði séðkonuna, eftir aðhannkom úr þvifrii.... betur. — Hún stanzar i Badger- brooks, sem er fimmtán mflur frá London, og svo ekki aftur fyrr en i Waldhurst, og lengra fer hún ekki. — Þaö gefur heldur litla von, sagði Hanslet. — Samt ætla ég auðvitað að spyrjast fyrir I Badgerbrook, en það er svo langt frá húsinu, að ég hef enga von um árangur. En er nokkur önnur lest, sem stanzar viðar á leiðinni til Waldhurst? — Nei, þessi lest er sú siðasta, sem kemur til mála fyrjr þá, sem ætla frá London i nágrennið kring um Waldhurst. — Jæja, þá er ekki um aðra að gera en þessa. Ég ætla annars til Waldhurst á morgun, og vita, hvort ég finn nokkra manneskju, sem hefur séð hina látnu á þessum tima, sem um er aö ræða. En svo að við sleppum henni I bili og snúum okkur að morö- ingjanum: Hvernig komst hann til Wargrave House? Föru þau þangaö saman, eða hvort i sinu lagi? Um þaö hefur Everley heldur ekki getað haft uppi á neinum upplýsingum, sem gagn sé i. — Ég skal játa, að það er einkennilegt, en hugsanlegt er þaö nú samt, svaraði Priestley. — Eftir þvl, sem mér virtist húsið og landið i kring, er það hreint ekki ómögulegt fyrir þann, sem viðhefur næga varúð. að komast aö húsinu óséður, jafnvel á björtu sumarkvöldi. Og við verðum að muna, að bæði moröinginn og sú myrta höföu ástæðu til að láta litiö á ferðum sinum bera — hún gat alltaf átt á hættu að veröa rekin burt, sem hvert annaö aðskotadýr, og hann af ástæðum, sem ættu að liggja i augum uppi. — Það minnir mig á, að við höfum enn ekki minnzt neitt á erindi ungfrú Bartlett i húsið, þetta kvöld, sagði Hanslet. — Hún sagði viö frú Rawlinson, að hún hefði mælt sér mót og yrði að standa við það. En hversvegna mælti hún sér mót i þessu af- skekkta húsi og við hvern. Ekki þarf það endilega að hafa verið morðinginn. Nú hef ég búiö mér til skýringu. Ég skal játa, að hún styðst ekki við sannaðar stað- reyndir, en ég vil samt heyra álit yöar á henni. — Skýringar eru álltaf þess veröar aö hlusta á þær. — Það er fallegt að yður að segja það, prófessor. En gallinn er bara sá, aö þér finnið alltaf eitthvað til að kollvarpa skýringum minum. Jæja, en hérna er þessi, hvort sem nokkurt gagn er I henni eða ekki. Ég hallast helzt að þeirri skoðun, að hún hafi, þrátt fyrir allt, ekki vitað að Vilmaes var dáinn. Að hún hafi aðeins vitað, að hann var kominn frá Belgiu, eins og böggullinn lika sannaði. Hún hefur sennilega ekkert oröið hissa þó hún heyröi ekkert frá honum, þvi að þau geta hafa ákveöib að hittast ekki, til þess að vekja ekki grun. Viö erum þegar sammála um, aö þau hafi veriö i einhvers- konar samsæri — er ekki svo? — Hvernig Vilmaes tókst að láta hana vita, að hann ætlaði til Belgiu, þar sem hann varð að fara svona fyrirvaralaust, er mér ráðgáta en sennilega er á henni einföld skýring. Og það ætla ég að athuga betur á morgun. En þaö er vist, að einhvernveginn hefur honum tekizt að láta hana vita — það sannar þetta, að hún hirti böggulinn daginn eftir. Og mig grunar, aö um leið.eða ein- hverntima áður, hafi þau ákveðið að hittast i húsinu, að kvöldi þess 10. Þetta gæti veriö næg skýring á athöfnum hennar, þann 10. Hafið þér nokkuð við að athuga þa’ð sem komið er, prófessor? — Nei, skýring yðar getur fullkomlega staðizt, sagði Priestley. Framhald. á bls. 37. 41. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.