Vikan


Vikan - 12.10.1972, Síða 37

Vikan - 12.10.1972, Síða 37
Þér lærió nýtt tungumál á 60 tfmum! Llnguaphone lykillinn aó nýjum héimi ENSKA. ÞÝZKA. FRANSKA. SPANSKA. PORTUGALSKA. ITALSKA. DANSKA. SÆNSKA. NORSKA. FINNSKA. RÚSSNESKA. GRlSKA. JAPANSKA o. (I Vcrð aðcins hr. 4.500- AFBORGUNARSKILM’ALAR Tungumólonóimhfid á hljómplöium tða segulbðndumt Hljódíœrahús Reyhjauihur Laugaucgí 96 simi: I 36 56 lika nú, að ég verð að gera eitt- hvað sjálf, til að ná sambandi við fólk, það þýðir ekki að sitja og biða. Ég hefi lika gert ýmislegt i þvi skyni. Meðal annars gekk ég i félag áhugaleikara. Ég var alltaf hraust og við góða heilsu, en nú hefir mér skilizt að likami og sál geti ekki alltaf mætt þvi álagi, sem nútimalif hefir i för með sér og ég hefi áhyggjur af þvi. En ég held að það sé mikil hjálp að gera sér það ljóst. KONAN f SNÖRUNNÍ Framhald af bls. 33. — En nú kem ég að öðru, sem er getgátukenndara, hélt Hanslet áfram. Eins og ég sagði yður seinast, höfum við enga stað- festingu fengið á upplýsingum ungfrú Carroll. Þaö getur þvi vel verið, að þær séu villandi. Eins og ég sagði áöan, held ég, að ungfrú Carroll viti margfalt meira um allt þetta mál, en hún vill láta uppi. Til dæmis held ég, að henni sé fullvel kunnugt um samband þeirra Vilmaes, hver sem nú tilgangurinn meö þvi hefur verið — og húh hefur áreiðanlega verið hluthafi i þessu fyrirtæki þeirra. Ég held hún viti, hvað i bögglinum var, og einnig, hvernig ungfrú Bartlett átti að græða á þvi stórfé. Að ungfrú Bartlett ætlaði sér eitthvað slikt, vitum við ekki einasta frá ungfrú Carroll, heldur lika af þessu, sem hún hefur sagt við frú Rawlinson. — En hugsum okkur nú, að ungfrú Carroll hafi verið fullkunnugt um þetta, og jafn- framt, að hún hafi lesið um lát Vilmaes i blöðunum. Auðvitað sér hún undir eins, að fyrirtækið er fallið um sjálft sig, að minnsta kosti I sinni upprunalegu mynd. En þessi hlutur — sem sennilega er mjög dýrmætur — er enn i vörzlum ungfrú Bartlett og vinkonu hennar langar til að ná i hann handa sjálfri sér. Maður skyldi nú halda, að henni hefði verið hægur hjá að stela honum, fyrst ungfrú Bartlett geymdi hann heima hjá þeim, að þvi er virðist. En sennilega hefur hún ekki getað komið hlutnum i verð, að vinkonu sinni lifandi, án þess að allt kæmist upp. Auk þess getur þaö hafa ýtt undir hana, aö hún var einka- erfingi vinkonu sinnar. Og henni getur lika hafa dottið i hug, að þetta stefnumót ungfrú Bartlett i Wargrave House (sem hún þá hefur vitað um) væri hentugt tækifæri til að myrða hana. Ekki mundi Vilmaes koma, fyrst hann var ekki lengur á lifi, og þannig væri ungfrú Bartlett eins og varnarlaus á einhverjum á- kjósanlegasta staðsem hægt væri að hugsa sér. ' Nú sögðuð þér sjálfur, prófessor, að morðinginn yrði að uppfylla tvö skilyrði, sem sé að vita af hlutnum, sem Vilmaes lét detta, og einnig af hinu sjálfsmoröinu, sem framið var þarna i húsinu, fyrir mörgum árum. Ég hef þegar gert grein fyrir, að ungfrú Carroll hefur vitað um það fyrrnefnda, og ég geri ráð fyrir, að hún hafi lika vitað um hitt, þar sem vinkona hennar, hin látna, vissi um það. I stuttu máli sagt: Meðan ekki kemur neitt annað i ljós, er ég vel tilleiöanlegur til að halda, að ungfrú Carroll sé morðinginn. — I bili hef ég eitt atriði, sem mælir móti þvi, en er þó eitt saman ekki nóg til að kollvarpa þessari kenningu yðar, svaraöi Priestley. Samkvæmt skýrslu yðar um réttarhaldið og samtali yðar á eftir I lögreglustööiuni i Waldhurst, sagöi Sir William Rolsford, að fingraförin á hálsinum væri eftir meðalstira karlmannshönd. — Alveg rétt. — En þér hafið aldrei séð ungfrú Carroll. Hún er litill kvenmaður — meira að segja minni en sú látna, en það fyrsta sem ég tók eftir á henni, voru hendurnar. Þær eru sérstaklega langar, einkum fingurnir. — Þér virðist vera við öllu búinn, svaraði Priestley og brosti alvarlega. — Enn sem komið er, er ég það. En nú ætla ég að ganga feti lengra. Þér munið eftir samtali minu við konuna, sem leigir út herbergi, þarna hinumegin I götunni. Ég nefndi nú annars ekki það, sem mér fannst einkennilegast i þvi samtali. Ungfrú Carroll fór út klukkan hálfniu það kvöld, og var áreiðanlega .ekki komin heim klukkan tiu. Það út af fyrir sig er ekkert, skal ég játa. En ég vildi gefa mikiö til að vita hvert hún fór og hvar hún hélt sig þennan tima, sem um er aö ræða. — Einfaldast aö spyrja hana sjálfa, sagði Priestley. — Það ætla ég lika að gera, en ég hef bara engin bréf fyrir þvi, að hún segi mér sannleikann. Sjálfum dettur mér i hug, að hún hafi farið út og náð sér I bil þarna rétt hjá. Við skulum áætla henni stundarfjórðung til að ná sér i bilinn og tvo tima til að komast til Wargrave House eða nágrennis þess. Þá vantar klukkuna kortér i ellefu og það er einmitt rétti timinn fyrir ungfrú Bartlett ef hún hefur tekið lestina kl. 9.32 til Waldhurst og^engið þaðan. Þér verðið að játa, að þessi timi kemur einkennilega vel heim. — Ef mér ekki skjátlast, hefur ungfrú Carroll vitað um bilaða krókinn i eldhúsglugganum. Ég býst viö, að ungfrú Bartlett hafi orðið hans vör i fyrsta sinn, sem hún skoðaði húsið, og hafi sagt Vilmaes og ungfrú Carroll frá þvi. Hún hefur svo farið inn um gluggann, án vitundar unefrú Bartlett, sem enn ekki var komin inn i eldhúsið, og falið sig ein- hversstaðar -1 þessum dimmu göngum I húsinu. Og þeir hljóta að vera vei dimmir um þetta leyti dags. Svohefur hún beðiö þangað tiUungfrú Bartlett fór framhjá og þá ráðizt að henni aftan frá. — Þér getið imyndað yður, hvernig manni verður við slikt i dimmu húsi, þar sem maöur hefur haldið sig vera einan. Og ekki verður kvenmanni betur við en karlmanni. Hræðslan ein getur hafa verið alveg nóg til þess, aö ungfrú Bartlett hefur alls ekki getað komið neinni vörn viö, I bili. Og þegar hendurnar voru búnar að ná taki á hálsinum á henni, var það orðið um seinan. — Það er hvorttveggja til, að ungfrú Carroll hafi vitað um tröppuna eða ekki. En að minn- sta kosti hefur hún séð hana, þegar verkinu var lokið. Ég geng auövitað út frá þvi, að önnurhvor þeirra eða báðar hafi haft með sér vasaljós, en það hafa þær auðvitað þurft að hafa, til þess að geta yfirleitt ratað um húsið. Svo hefur hún skorið snærið, hnýtt það saman aftur og gert á það lykkju og sett hana um hálsinn á ungfrú Bartíett. Loks hefur hún einhvernveginn lyft henni upp I krókinn. Það hefur að visu verið erfitt, en þó hreint ekki ómögulegt. Ég hef vitað litla kvenmenn lyfta miklu meiri þunga. —Þetta er ágætis saga, sagði Priestley, þegar hinn hafði lokið þessari frásögn sinni. — En, eins og þér sjáið, er hún litt grund- völluð af staðreyndum. Eitt er athugavert við hana, eins og þér lika hafið sjálfsagt tekiö eftir. Tilgangur morðingjans með þvi að hengja likið á krókinn, hefur auðvitað verið sá að láta þetta lita út eins og sjálfsmorö, og það hafði næstum heppnazt. En að það heppnaðist ekki, var einmitt verk ungfrú Carroli, sem heimtaði, að Sir William liti á likið. Hver var tilgangur hennar með þvi, ef hún sjálf var morðinginn? — Ég hef lika hugsað um þetta atriði, og komizt að þeirri niður- stöðu, að i onan er óákveðin og hugmyndarik, eins og. konur eru oft. Sennilega hefur henni fartð að liða illa, þegar ég heimsótti hana daginn eftir. Þessi heim- sókn min var dálitið óvenjuleg, nánar athugað. Ég fór I rauninni af eintómri forvitni, en auðvitað hefur henni ekki dottiö þaö I hug, að lögreglufulltrúi hafi svo litið við timann að gera, að hann geti verið að tilkynna ættingjum og aöstandendum mannslát. — Auðvitað var hún tilbúin með sina sögu, þvi að hana hafði hún lært utanbókar löngu áður. En eftir að ég var farinn, hefur hún tekið að ókyrrast. Sennilega komizt að þeirri niðurstöðu, að sagan hefði verið eitthvað götug og athugaverð, eða haldið, að það væri þegar komið i ljós, að ekki 41.TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.