Vikan - 12.10.1972, Síða 45
HANN ÆTLAR AÐ
FELLA NIXON
Framhald af bls. 9.
mennrar yfirstéttar. Það segir
stjórnina ljúga því að hún ætli
að binda endi á Víetnamstríðið,
að hún láti jafnvel sprengja
og bendir í því sambandi á,
sundur stíflugarða í Norður-
Víetnam og fjölgi liði sínu í
Taílandi. Stuðningsmenn Mc-
Governs benda einnig á, að
hungrinu hafi ekki einu sinni
verið útrýmt í Bandaríkjunum,
heimsins ríkasta landi. Þeir
segja að stjórn Nixons hafi svik-
ið loforð sitt um að sjá til þess
að verðlag og skattar hækkuðu
ekki, og að hún geri ekkert til
að útrýma atvinnuleysi.
Og fjölmörg bandarísk blöð,
sem annars eru ekkert sérstak-
lega hlynnt McGovern, hjálpa
honum með því að birta enda-
lausar frásagnir af hneykslis-
málum, sem stjórnin er riðin
við. Þar skal fyrst frægust telja
Pentagon-skjölin, sem leiddu í
ljós að þrjár stjórnir Banda-
ríkjanna höfðu hver af annarri
beitt þjóðina blekkingum um
þróun Víetnam-stríðsins. Þá má
nefna „ITT-skjölin“, það er að
segja áætlun um að steypa
stjórn Allendes í Chile, sem
bandaríski auðhringurinn ITT,
sem þar hefur mikilla hags-
muna að gæta, lagði fyrir Hvíta
húsið.
Andstæðingar kerfisins í
Bandaríkjum nútímans eru
undarlegt samsafn: hippar og
slammbyggjar, menntamenn og
handverksmenn, frjálslynt efna-
fólk í útborgum og kynþátta-
minnihlutar. George McGovern
býður þeim upp á róttæka
stefnuskrá, sem gengur jafnvel
lengra en New Deal Roosevelts
á sínum tíma.
Ef McGovern verður forseti
ætlar hann að binda endi á Ví-
etnamstríðið innan níutíu daga,
skera útgjöld til hersins niður
um þriðjung, lækka skatta á
lágtekjumönnum en hækka þá
að sama skapi á hátekjufólki
og iðnaðarauðvaldinu, útrýma
atvinnuleysi og kynþáttamis-
rétti. Og umfram allt ætlar
hann að endurvekja traust
þegnanna á ríkinu.
„Come home, America,"
komdu heim, Ameríka, hrópaði
McGovern til þjóðarinnar, þeg-
ar hann var valinn frambjóð-
andi demókrata til forsetaem-
bættisins í miðjum júlí.
„Minnstu, Ameríka, sögulegra
hugsjóna þinna.“ Og kerfisand-
stæðingar um gervallt landið
klöppuðu honum lof í lófa.
Hann var kominn fram sem
heilagur Georg í slag við drek-
ann Nixon.
George McGovern lítur ekki
beinlínis út eins og talið hefur
verið til fyrirmyndar um stjórn-
málamenn, en það er bara betra
í augum kerfisandstæðinga.
Þegar hann brosir er engu lík-
ara en hann hafi verið að segja
sís. Hann er nefmæltur, talar í
föðurlegum tón og þykir held-
ur leiðinlegur ræðumaður. Þeg-
ar hann vill leggja áherzlu á
eitthvað, steitir hann vísifing-
ur og lyftir honum í hæð við
augu. Hann þykir sveitó,
,jnæstum eins og hann sé enn-
þá með preríugrasið frá Suður-
Dakóta í hárinu“, sagði blaða-
maður að nafni Sam Friedman.
Nái McGovern kosningu, mun
í sannleika hafa rætzt á honum
ævintýrið um fátæka drenginn,
sem verður billjóneri eða for-
seti bara ef hann er nógu ið-
inn og duglegur. Þetta er ósvik-
inn amerískur draumur, eins
ö TJÖLBREYTT g
% <ÚRVAL |
H QÆRDINUEFNAg
ca
K3
KJ
K3
ia
EJ
E3
E
E3
K3
E1
E3 u
ca
S CLUGCnURL I
|v| Grensasvegi 12 si’mi 36625
IVERÐI-GÆÐUM....OG ÚTLITI.
IGNIS þvottavélar þvo torþvott, Bio (leggja í bleyti).
Þvo aðalþvott, margskola og þeytivinda.
Sér ullar- og nylon-kerfi.
IGNIS
þvottavélin er samt sem áður ein ódýrasta þvotta-
vélin á markaðnum í dag ....
Þjónusta hjá eigin verkstæði.
Varahlutir fyrirliggjandi. —
Þvottadagur án þreytu — dagur þvotta —
dagur þæginda.
RAFIÐJAN VESTURGOTU 11 SÍMI 19294
RAFTORG V/AUSTURVÖLL SÍMI 26660
41.TBL. VIKAN 45