Vikan - 12.10.1972, Page 47
konar þjóðarhelgisögn .Og eng-
inn getur borið McGovern á
brýn að hann hafi slegið slöku
við í lífinu. Dugnaðinn hefur
hann frá föður sínum, prédik-
ara af trúflokki meþódista, sem
kom upp sex kirkjum á tveim-
ur áratugum. Hann kenndi syni
sínum að ótti og freisting væru
náskyld, og á báðum mætti
sigrast með trú, aga og iðni.
Og George þjáðist frá bernsku
af ákveðnu formi ótta: feimni.
Svo feiminn var hann að
fyrstu skólaárin þorði hann
naumast að ljúka upp munni;
kennari hans taldi það merki
um greindarskort. Að ráði föð-
ur síns ákvað hann að reyna
að sigrast á óttanum með sókn;
hann gekk í ræðumennsku-
klúbb skólans og varð smátt og
smátt einn snjallasti ræðumað-
urinn þar í bæ. En utan skól-
ans varð hann enn um hríð
jafn feiminn og fyrr. Kvenfólk
óttaðist hann meira en sjálfan
höfuðóvininn, og þegar hann á
málfundi nokkrum þurfti að
andmæla stúlku, sem troðið
hafði upp, varð hann að gjalti.
Stúlkan hét Eleanor Stegeberg.
Hann vildi þó ekki láta þar við
sitja, og skoraði á stúlkuna til
annarrar ræðukeppni. Þetta
leiddi til nánari kynna, og
1943, tveimur árum eftir að
þau deildu í síðara skiptið,
gengu þau í hjónaband.
Sama ár var McGovern, þá
tuttugu og eins árs, sendur til
Evrópu sem flugmaður í
spr eng j uf lughernum banda-
ríska. Hann hafði verið óskap-
lega hræddur við að fljúga, og
einmitt þess vegna hafði hann
boðið sig fram í flugherinn,
trúr grundvallarreglum föður
síns. Hann stóð sig bærilega —
í loftárás sem gerð var á Prag
var flugvél hans af gerðinni
B-24 skotin næstum í tætlur,
en hann komst samt til flug-
vallar eins á Ítalíu, sem banda-
menn réðu yfir. Fyrir þennan
fræknleik fékk hann heiðurs-
merki. í stríðslokin var hann
sannfærður um, að nú tæki við
tímabil eilífs friðar undir yfir-
umsjón Sameinuðu þjóðanna.
Sjálfur fetaði hann í fótspor
föður síns og gerðist meþódista-
prédikari. Hann var í engum
vandræðum með að koma sam-
an ræðum og flytja þær af
mátulegum eldmóði, en hins
vegar þóttist hann skjótt finna
að hann væri ekki nógu sterk-
lega sinnaður fyrir þetta hlut-
verk. „Mér fannst ég ekki nógu
heilagur,“ sagði hann, „til að
vígja saman hjón, jarðsetja og
hughreysta ungar ekkjur."
Hann var örskamma hríð
prófessor í sögu við háskóla
Suður-Dakóta og tókst síðan á
hendur sitt fyrsta pólitíska
starf; gerðist framkvæmdastjóri
flokks demókrata í ríkinu.
Einnig hér fylgdi McGovern
trúlega sínum barnsvana að
sigra óttann með því að ráðast
í hlutverk sem vakti honum
ótta. Það var sem sé ekkert
barnagaman að vera áberandi
demókrati í öðru eins íhalds-
bæli og Suður-Dakóta var. Þar
var „Middle America" í öllu
sínu veldi, sem og víðast hvar
í bandarísku dreifbýli; hinn al-
menni borgari las Biblíuna á
sunnudögum og Reader's Dig-
est hvunndags, en svo sem ekk-
ert þar fyrir utan. í betri stof-
um héngu byssur uppi á vegg,
og höfuðóvinurinn í augum íbú-
anna voru breytingar, hverju
nafni sem nefndust. Suður-Da-
kótamenn hötuðu breytingar og
framfarir jafn innilega og Indí-
ánana, sem feður þeirra og af-
ar höfðu barizt við.
Sam Anson, sem skrifað hef-
ur ævisögu McGoverns, segir
að markmið hans í þessu nýja
starfi hafi ekki verið svo mjög
að efla flokksvél demókrata í
ríkinu, heldur að skapa sjálfum
sér frama á stjórnmálabraut-
inni. f þrjú ár var hann á eilífu
flakki um Suður-Dakóta, lofaði
bændunum skynsamlegri land-
búnaðarpólitík og safnaði fé til
baráttu sinnar fyrir sæti á
Bandaríkjaþingi. Og dugnaður-
inn borgaði sig: í kosningunum
1956 sigraði hann andstæðing
sinn úr flokki repúblikana, sem
til þessa hafði verið kallaður
ósigrandi. „Sennilega þess
vegna,“ sagði McGovern, „að
ég hef í eigin persónu talað við
næstum hvern einasta kjósanda
minn síðustu árin.“
Eftir fjögurra ára setu í full-
trúadeild þingsins bauð McGo-
vern sig fram til setu í öldunga-
deildinni, sem pólitískt séð er
öllu áhrifameiri. Þá beið hann
sinn fyrsta ósigur á stjórn-
málabrautinni; tapaði fyrir
þýzkættaða repúblikanum Karli
Mundt. f kosningunum mælti
McGovern með afvopnun, inn-
töku Kína í Sameinuðu þjóð-
irnar og gegn kynþáttaaðskiln-
aði, og repúblikanar stimpluðu
hann sendil kommúnista og
fullyrtu að hann hyggðist flytja
fimmtíu þúsund atvinnulausa
negra til Suður-Dakóta.
Ofan á þetta spillti það fyrir
McGovern að hann barðist fyr-
ir kosningu flokksfélaga síns,
Johns F. Kennedys, í embætti
forseta. En eins og menn vita
CANON er mest selda rafeinda-reiknivélin á
íslandi í dag. Sendum myndir og verð, eftir beiðni,
hvert á land sem er.
SKMFIELIN
Box 1232
=.CáiK>n
UMBOÐIÐ
Suðurlandsbraut 12
Reykjavík, sími 19651
var Kennedy kaþólikki og því
ekki sem bezt séður í Suður-
Dakóta, þar sem menn eru
harðir mótmælendur. Kennedy
mundi McGovern hins vegar
liðveizluna og gerði hann að
framkvæmdastjóra Food for
Peace-áætlunarinnar, sem gekk
út á að útbýta bandarískum
matvælum gefins til vanþróuðu
ríkjanna.
1962, ári áður en Kennedy
var myrtur, tók McGovern öðru
sinni upp baráttu fyrir öðru
öldungadeildarsætinu fyrir
Suður-Dakóta. En í öndverðri
kosningabaráttunni veiktist
hann af lifrarbólgu, en þá sýndi
sig að kona hans var ennþá
ekki síður málsnjöll en hann
sjálfur. Hún hélt fyrir hann
kosningaræðurnar, og niður-
staðan var sú að hann komst
inn — með naumindum að vísu.
Ökukennsla -
Helgi K. Sessilíusson -
Sími 81349
41.TBL. VIKAN 47