Vikan


Vikan - 12.10.1972, Síða 48

Vikan - 12.10.1972, Síða 48
HILMIR HF. SKIPHOLTI 33 POSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK Fæst hjá næsta bóksala Bók með alhliða upplýsingum um knattspyrnu Hann hafði aðeins hundrað at- kvæði yfir andstæðing sinn og varð fyrsti senatorinn úr flokki demókrata, sem Suð- ur-Dakóta kom sér upp í aldar- fjórðung. Fyrstu ræður McGoverns í öldungadeildinni fjölluðu fyrst og fremst um stríðið í Víetnam. Hann fordæmdi hernað Banda- ríkjanna þar harðari orðum en nokkur annar, kallaði hann „tilraun til þjóðarmorðs" og sagði að þinghúsið „þefjaði af blóði“. Ræður hans vöktu litla athygli hjá þorra manna, og enn er svo að sjó að meirihluti Bandaríkjamanna láti sér víga- ferli stjórnar sinnar í Víetnam sæmilega líka. En að vísu vex andstaðan gegn stríðinu ár frá ári. Sókn sína til Hvíta hússins byrjaði McGovern snöggtum fyrr en hann sjálfur hafði ætl- að. 1968 var Robert Kennedy, sem var náinn vinur hans, myrtur meðan á prófkosning- um stóð. Ráðgjafar Kennedys fengu McGovern til að gefa sig fram í stað hans, en hann hafði aðeins átján daga til kosninga- baráttunnar. Niðurstaðan varð því sú að Hubert Humphrey var valinn frambjóðandi demó- krata, og hann beið rækilegan ósigur fyrir Nixon. Enginn frambjóðandi til valdamesta embættis í heimi hefur búið sig eins vel undir baráttuna og McGovern í þetta sinn. Hann réð til sín hóp póli- tískra hugmyndasmiða, og höfðu flestir þeirra áður þjónað Kennedy-bræðrum. Hann tók upp nýtízkulegan klæðaburð, breið hálsbindi og föt eftir því. Hann keypti sér háfjallasól, til að geta alltaf verið brúnn og hraustlegur. í Bandaríkjunum þykir það mikið hrós fyrir. stjórnmálaleiðtoga að þeir séu kraftamenn, og vinir McGo- verns breiddu nú út um hann þann orðróm, að hann hefði eitt sinn í gremju handleggs- brotið ókunnan mann, sem sýnt hefði honum áleitni. Pólitískt kom hann sér einn- ig upp nýrri ímynd. Vegna harðra ádeilna hans á Víetnam- hernaðinn hafði hann fengið á sig það orð að hafa ekki áhuga á neinu öðru, og til að bæta úr því lét hann róðgjafa sína semja mjög álitlega stefnuskrá um atvinnumál og þjóðfélags- legar umbætur. Þetta hefur allt tekizt svo vel að fullyrt er að McGovern falli dável í geð þeim sívaxandi hópi kjósenda, sem . vill fá ný og óbrúkuð andlit fram á pólitíska sviðið í Washington. Æskulýðs- og kynþáttaóeirðirnar á sjöunda áratugnum vöktu pólitískan áhuga hjá fjölda fólks, sem áð- ur hafði aldrei neitt um póli- tík skeytt. Kröfur jukust um að bundinn yrði endir á Víet- namstríðið, að skattakerfið yrði gert réttlátara og dregið úr af- skiptum Bandaríkjanna af öll- um mögulegum málum á al- þjóðavettvangi. Samt sem áður blés ekki byr- lega fyrir McGovern í upphafi prófkosninganna fyrir í hönd farandi forsetakosningar. Stefnuskrá hans þótti yfirleitt of róttæk, og skoðanakannanir bentu til þess að hann hefði lítið fylgi meðal almennings. íhaldssamari foringjar demó- krata og raunar sjálf flokksvél- in var honum andstæð; þeim leizt betur á Edmund Muskie. En sókn McGoverns varð ekki stöðvuð og flokksþingið í Mi- ami kaus þessa hetju kerfisand- stæðinga til að fara fram á móti Nixon. En þegar á flokksþinginu byrjaði McGovern að draga i land sum sín róttækustu um- mæli og yfirlýsingar. Nú varð hann allt í einu á móti fóstur- eyðingum nema með ákveðn- um skilyrðum, hann andmælti því að marijúana yrði gefið frjálst og vildi að bandarískur her yrði áfram í Suðaustur- Asíu svo lengi sem nokkur bandarískur stríðsfangi væri enn í klóm Norður-Víetnama. Þessar hagræðingar á stefnu- skránni eru vitaskuld gerðar með atkvæðadorg fyrir augum. Því að meirihluti kjósenda eru ekki fátæklingarnir, mennta- fólkið, æskulýðurinn og kyn- þáttaminnihlutarnir, sem til þessa hafa verið helztu stuðn- ingsmenn McGoverns. Meiri- hluti kjósenda er úr millistétt- unum, og eru að vísu lítt eða ekki hrifnir af hernaði stjórn- ar sinnar í Víetnam, en þola þó enn síður síðhærða andmæl- endur þess stríðs. Þeir vilja fegnir endurbætur á skatta- kerfinu, en líka að dregið sé úr fjórveitingum til velferðar. Þeir hafa litla eða enga trú á stjórnarbákninu, en verða samt skelfingu lostnir við þá tilhugs- un að Bandaríkin hætti að verða fremsta stórveldi verald- ar. Þau eru mörg veðrin, sem mæða á McGovern. En það hef- ur alltaf verið hans háttur að harðna í hlutfalli við andstöð- una. ☆ 48 VIKAN 41. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.