Vikan - 08.02.1973, Blaðsíða 4
f Hvað er verið
l að skamma mann?
Eru þetta ekki Sommer-teppin,
k frá lilaveri sem þola alitLflp
MM
Teppin setn endast endast og endast
á stigahús og stóra gólffieti
Sommer teppin eru úr nælon. Þa3 er sterkasta teppaefniS
og hrindir bezt frá sér óhreinindum. Yfirborðið er með þéttum, 16-
réttum þráðum. Undirlagið er áfast og tryggir mýkt,
sislétta áferð og er vatnsþétt.
Sommer gólf- og veggklæðning er heimsþekkt. Sommer teppln
hafa staðizt ótrúlegustu gæðaprófanir, m. a. á fjölförnustu
járrvbrautarstöðvum Evrópu.
ViS önnumst mælingar, lagningu, gerum tilboð og gefum
góða greiðsluskilmála. Leitið til þeirra, sem bjóða Sommer verð og
Sommer gæði.
LITAVER
GRENSÁSVEGI 22-24
SÍMAR: 30280 - 32262
P@STURINN
Júdó fyrir kvenfólk
Kæri Póstur!
Ég hef oft skrifað þér áður, en
aldrei fengið svar, svo að nú
bið ég þig, elsku Póstur, að
svara þessu bréfi. Ég hef alveg
ofsalegan áhuga á júdó, og mig
langar til að komast yfir svo-
kallaðar júdóbækur. Eru þær
til? Og ef svo er, hvar get ég
þá náð í þær? Eru aldrei júdó-
námskeið fyrir kvenmenn hér á
landi? Ég hef nefnilega aldrei
séð nema karlmenn í sjónvarpr
inu, þetta litla sem hefur verið
sýnt af þeirri íþrótt. Ég ætla að
vona, að þetta bréf fari ekki
somu leið og hin. Ég þakka Vik-
unni fyrir allar framhaldssög-
urnar og þá sérstaklega fyrir
Rosemarys Baby. Hvernig er
skriftin og stafsetningin, og hvað
gizkarðu á, að ég sé gömul eftir
skriftinni að dæma? Reyndu nú
að spjara þig.
Madam X.
------
(==£==)
! Reykjavík eru starfandi Judo-
félag Reykjavíkur og Judodeild
Armanns, þú finnur hvort tveggja
í símaskránni og ættir að leita
þér upplýsinga þar. Þessi félög
eru með námskeið bæði fyrir
karla og konur, en bókakostur
er víst nánast enginn, sem er
auðvitað slæmt fyrir þig, þar
sem þú býrð úti á landi. — Við
fundum fimm stafsetningarvillur
í bréfinu þínu, en skriftin er
ágæt, og við gizkum á, að þú
sért yfir tvítugt.
Um ættleiðingu
Kæri Pósturl
Ég hef verið að hugsa um að
ættleiða barn í framtíðinni, eins
og t. d. frá Afríku. Hvert ætti
ég að leita? Get ég t. d. beðið
um stúlkubarn? Hvað heldur þú,
að það taki langan tíma frá því
að ég sæki um barn og þangað
til ég fengi barnið? Getur þú
ekki frætt mig svolítið um þetta
efni? Ég þakka svo fyrir allt,
sem þið hafið gert fyrir mig. —
Ég þakka gott blað.
G.Á.
C——^^
Eftir því sem við höfum komizt
næst, er enginn aðili hérlendis,
sem þú getur snúið þér til og
beðið um að útvega þér barn,
hvort sem þú hefur íslenzkt eða
útlent barn í huga. Okkur gekk
sannast sagna heldur illa að fá
nokkrar upplýsingar um þessi
mál, en helzt virðist svo sem
fólk verði sér úti um fósturbörn
hér á landi gegnum kunnings-
skap eða fyrir tilstilli Ijósmæðra.
Örfá útlend böm hafa verið
ættleidd af íslenzkum foreldr-
um, t. d. börn fá Kóreu. Það
fólk mun hafa fengið börnin
með aðstoð einhverra hjálpar-
stofnana á Norðurlöndunum, en
dómsmálaráðuneytið lét því í té
yfirlýsingu um, að hérlendis yrði
ekkert í veginum með málið. —
Þetta er sem sagt dálítið flók-
ið mál, og Pósturinn er áreið-
anlega ekki rétti aðilinn til að
hjálpa þér, ef þú ert í alvöru að
hugsa um ættleiðingu.
Vildi ekki kyssa
Kæri Póstur!
Vinkona mín skrifaði þér fyrir
nokkrum vikum og fékk það
gott svar, að hún fór eftir því.
Það var út af strák, eins og ég
ætla að skrifa um. Það er svo-
leiðis, að ég fór einu sinni á
ball hérna, og bauð þá strákur
mér upp, sem ég var búin að
taka eftir að glápti dálítið á
mig, og dansa ég við hann
(hann bauð mér upp, þegar síð-
asta lagið var). Þegar lagið var
búið, ætlaði hann að fara að
kyssa mig og svoleiðis, en ég
vildi það ekki og- sagði honum
það, þá reiddist hann og fór.
Hann var dálítið fullur, en ekki
mikið, hann vissi a. m. k. hvað
hann gerði. Og alltaf eftir þetta
gýtur hann augunum til mín,
ekki beint horfir á mig. Hann
er ofsalega feiminn. Elsku Póst-
ur, hvað á ég eiginlega að
gera? Fara til hans á hnjánum
og biðjast fyrirgefningar á því,
að ég skyldi ekki leyfa honum
að kyssa mig á ballinu? Gefðu
mér eitthvert ráð, því ég er bál-
skotin í honum, en var það ekki,
þegar hann dansaði við mig.
Ein taugaóstyrk.
P.S. Hvað er hægt að gera við
því, ef maður er ofsalega
taugaóstyrkur, t. d. í kennslu-
stundum?
í=^=l
í öllum bænum farðu ekki til
hans á hnjánum, þaS væri frek-
4 VIKAN 6. TBL.