Vikan - 08.02.1973, Blaðsíða 42
til aögerða á kostnað rikis og
heilsuhælisins i viðkomandi landi.
Þaö verða ekki eingöngu þeir
riku, sem verða þess aðnjótandi,
það fer lika eftir hæfileikum.
— Þér látiö þetta hljóma mjög
lýðræðislega.
— Ann, sagði Michael, — þú ert
vonandi það greind, að þú sért
farin að sjá, að þetta er
skynsamleg tilhögun. Það er lika
staðreynd að þú ert eiginkona
min. það er þér i hag að Société
Gernotologique þrifist vel.
— Einmitt, sagöi Arnold. — Ug
væri þaö ekki hyggilegra af yður
að vinna með okkur heldur en á
móti?
Hún gekk út að glugganum og
horföi út á vatnið. Svo sneri hún
sér að þeim.
— Michael, ég vil fá skilnað.
Hann brá ekki einu sinni litum.
— Eins og þú vilt.
— Og ég krefst mikilla skaða-
bóta I eitt skipti fyrir öll.
Michaelvar jafnrólegur. — Það
hafa allar konur minar fengið
refjalaust. Og þú færö lika að
halda skartgripunum, sem ég hefi
gefið þér.
— Ég vil fá hlutabréf þin i
Sociéte Gernotologique.
Þessi kúla hitti I mark. Þeir
stóðu sem lostnir eldingu.
— Já, hvað segir þú um þaö?
spuröi hún. — Passar þaö ekki við
áform ykkar um að gera jörðina
að paradis?
— Nei, það hentar ekki, svaraöi
Arnold.
— Hversvegna ekki? Finnst
ykkur ekki aö það eigi að vera
ungtfólk með i ráðum, ég á við aö
ungt fólk fái að vera meö i
nefndavali. Við unga fólkið erum
að minnsta kosti helmingur
þeirra, sem þið eruö svo ákafir i
að bjarga frá hrörnun.
— Ann, sagði Michael, — ef
þetta á að vera fyndið, þá er það
/ mjög smekklaus fyndni.
— Mig langar til að geta þess,
að mér er fullljóst um samneyti
þitt við lafði de Ross.
Michael varð undrandi. —
Hvernig hefir þú komizt að þvi?
— Lögfræöingur minn mun
leggja fram öll gögn I réttinum.
Og það sem hér hefir skeö, verður
lika gert opinbert. Blöð og sjón-
varp munu gleypa við þessari
stórfrétt. Ég get séð fyrir mér
forsiður blaðanna. ,,Kaup-
hallarjöfrar leggja á ráö um ofur-
menni. Aðeins gamlir menn eiga
að stjórna veröldinni”. Þetta
verður vatn á millu þeirra ungu.
sem nú þegar eru i vafa um siö-
gæöi þeirra oldruöu.
Nú varð þögn. Svo stóð Arnold
Hirsch upp. — Þér eruö nokkuð
kæn, Ann. Eg er eiginlega
stórhrifinn. En ef þér haldiö aö
við látum óstýrilátan kvenmann
koma i veg fyrir ákvarðanir
okkar, þá skjátlast yöur.
— Við skulum sjá hverju dug-
legur lögfræðingur getúr komið
til leiöar. Þér getið ekki haldið
mér 1 burtu frá skilnaðar-
dómstólnum.
— Getum við það ekki? Það var
ónotalegur hljómur i rödd hans.
— Þér hafiö liklega tekið eftir þvi
að ég hefi ráöið sex leynilögreglu-
menn til að gæta Martins?
— Jú, ekki neita ég þvi. En ég
held að þér þorið ekki aö láta
setja mig i fangelsi, svo heimskur
getiö þér varla veriö. Þér getið
ekki haldið mér sem fanga.
— Sjúklingur er þokkalegra
orð, svaraði hann. — Sjúklingur,
sem hefur fengið alvarlegt tauga-
áfall. Eftir þvi sem mér hefir
skilizt, þá er batinn eftir slik áföll
undir sjúklingunum sjálfum
kominn. Eigum við ekki að lofa
Ann að hugsa um þetta allt i friði
og ró, Michael?
Hann snen ser viö i dyrunum.
— Þér getið farið frjáls ferða um
höllina, en menn minir munu hafa
strangar gætur á yöur. Ef þér
reynið að tala óvarlega við ein-
hvern af gestum Kittyar, ja — þá
getið þér verið viss um að einhver
heyrir til yðar, svo það er eins
hyggilegt fyrir yður aö tala ein-
göngu við okkur hérna heimilis-
fólkiö.
Hann hneigði sig hæversklega
og gekk út með Michael.
Ann haföi fataskipti og gekk
siðan aö dyrum Martins og drap
varlega á dyr. Hann opnaði strax
og var klæddur siðri, hvitri kápu
eða kyrtli, sem hann dró á eftir
sér. — Þetta er grimubúningur
minn, ég á að vera sankti Pétur.
— Martin, geturðu ekki náð i
Hugh. Farðu með hann inn til þin
fyrst, en komiö svo báðir til min.
Ég skal gefa skýringu siöar.
Fimm minútum síöar kom
hann með Hugh.
— Náðir þú sambandi við
bróður þinn? spurði Hugh.
Hún sagöi þeim allt sem hafði
skeð. — Og ég held við veröum að
reyna að komast héðan i kvöld.
Við getum gengið að þvi visu, að
þið eruö lika fangar.
— Jæja, og hvaö gerum við svo?
sagði Hugh. — Hringjum I létta-
drenginn og biðjum hann aö bera
niöur töskurnar okkar?
— Doktor Mentius veit ekkert
um þennan gang málanna ennþá,
en ég hefi það á tilfinningunni að
bæði hann og Sally munu hjálpa
okkur. Þessi veizla gat ekki j
komið á hentugri tima.
Sally lá á hnjánum i dagstofu
sinni og var að taka inn saumana
á Kolumbusarbuxum mannsins
sins. Isabellukjóllinn hennar fór
prýðilega en fötin á Mentius voru
allt of við, svo hún þurfti að
þrengja þau.
Hún ljómaði, þegar hún sá Ann.
— Þú kemur mátulega. Hvað
finnst þér um þennan búning
handa Herbie? Sést nokkuð það
sem ég var að sauma?
— Nei, sagði Ann og fékk sér
sæti.
— Viltu kaffisopa?
— Ég vil heldur eitthvað
sterkara að drekka, ég er i þörf
fyrir það.
— Svona snemma dags? sagði
Mentius. — Það er hættulegur
vani, frú Brandywine.
— Þér hafið sjálfur lagt yður til
hættulega vana, doktor Mentius.
Nú er það ekki grunurinn ein-
göngu, þvi að nú veit ég allt um
ykkar ráðabrugg, allt, sem þið
hafið reynt að halda leyndu fyrir
mér.
Það varð óþægileg þögn.
— Ég ætla að sækja eitthvað að
drekka, sagði Sally.
— Gefðu mér lika eitthvað að
drekka, sagði Mantius.
— Ég sæki þá þrjá viskýsjússa,
sagöi Sally og fór.
— Hvað hefir komið fyrir, frú
Brandywine? spurði Mentius
lágt.
— Ég átti mjög fróðlegt samtal
við manninn minn og herra
Hirsch. Þér vitið liklega að þeir
hafa hirt bréfin min.
— Nei, það vissi ég ekki.
— Ég reyndi lika að hringja til
Bandaríkjanna, ætlaði að tala við
hróður minn en þeir knmu f veg
fyrir það lika. Sally, sem rétt I
þessu kom inn i stofuna með
bakka i höndunum, setti hann á
boröið. — Þarna sérðu, — ég vissi
að svona . .
— Góða Sally, tók Mentius fram
i fyrir henni. Hann sneri sér að
Ann og hún var aö þvi komin að
skella upp úr, svo hlægilegur var
hann I þessum grimubúningi, en
þegar hún sá andlit hans, hvarf
henni hláturinn. 1 fyrsta sinn fann
hún reglulega til með Herbert
Mentius.
Framhnld i nœsta blaði
SKUGGAGIL
Framhald af bls. 35.
að skoða allt húsið, að ég gaf mér
ekki tóm til að hugsá um þetta.
Ég sá, að þarna voru aðeins
þrjú herbergi. Eldhúsið, sem var
stórt, stofa, sem var litil og svo
meðalstórt svefnherbergi. Ég
horfði út um gluggana, en gat
ekki séð neitt af Burgess-eigninni
nema rétt á einstaka stað þar sem
greinar höfðu brotnaö, svo aö sást
gegnum skóginn. Liklega heföi
verið hægara aö sjá þetta fyrir
fimmtán árum, þegar þessi tré
voru litil, en nú byrgðu þau allt
útsýni.
Þrátt fyrir tómleikann virtist
þetta hús hafa varðveitt eitthvað
af hlýju sinni og ég gat alveg séö
Ellen Randell fyrir mér, þar sem
hún var að bjástra við eldavélina
og taka út úr henni brauð og kex
og steikur. Þetta hlaut að hafa
veriö vistlegur staður, áður en
unnustinn hennar fór burt til þess
að koma aldrei aftur. En eftir það
hlaut það að hafa verið dapurlegt
ng einmanalegt
- Hafið þér verið hérna áður?
spuröi Bridey.
- Ég veit ekki, Bridey. Kannski
hefur Ellen Randell haft mig
hérna um tíma pftir að
hún . . . tók mig. Ég veit ekkert
um þaö, en aö minnsla kosti
kemur húsið mér ekkert kunnug-
lega fyrir sjónir . . .nema helzt
eldhúsið, og liklega er það þó
bara vitleysa hjá mér. Ég held
við verðum að snúa heim á leið
aftur.
- Já, ungfrú, sagði Bridey og
sveipaði að sér kápunni og gekk
út með svo miklum tilburðum, að
ég gat ekki stillt mig um að hlæja.
Hún var svo kát og fjörug og
alltaf i góðu skapi.
Þegar út kom, gekk ég á undan,
eftir mjóum stig. En svo, án þess
að hugsa um það, sneri ég snöggt
til hliðar og tróð mér gegn um
þétta runna, og var þá komin að
bröttum stig, en ekki þeim, sem
Bridey hafði fylgt mér eftir. Ég
hélt áfram, en á miðri leið
staðnæmdist ég.
- Þarna rétt fyrir framan okkur
er slæmur kafli, þar sem
klettarnir eru háir. Gættu þin vel
þar, Bridey.
Við snerum við, gengum hægt
yfir mosagróna og hála steinana,
þangað til við komum á annan
stig. Þar var betri vegur og við
komumst tafarlaust áfram.
- Ungfrú, sagði Bridey, - ef þér
hafið aldrei veriö hérna fyrr,
hvernig vissuö þér þá af þessum
stig og svo vonda kaflanum, sem
þér höfðuð aldrei séð? .
Ég snarstanzaði og brosti,
hissa. - Ég hlýt að hafa farið hér
um áður og það hafi ekkert
breytzt siðan . . . .nema hvað
runnarnir eru þéttari. Ég hef
áreiðanlega vitað, að þessi stigur
var þarna, og ég vissi af
klettunum, svo að ég hlýt að hafa
farið hér um áður, enda þótt ég
geti ekki munað það.
- Hvaö voruð þér gömul, þegar
þér voruð tekin?
- Fimm . . .mér er sagt, að ég
hafi verið fimm ára.
- Þá er einkennilegt, ef þér getið
ekki munað þaö. Vel get ég
munað það sem gerðist þegar ég
var fimm ára. Náttúrlega ekki
allt, en sumt.
- Það get ég ekki. Ég get ekkert
munað nema þá einstöku smá-
atriöi, eins og klettana, og það er I
rauninni ekkert minni. En það
hlýtur aö vera, að svona atvik séu
geymd I undirvitundinni án þess
að maöur muni beint eftir þeim.
Framhald í nœsta blaði
42 VIKAN 6. TBL.