Vikan

Tölublað

Vikan - 08.02.1973, Blaðsíða 34

Vikan - 08.02.1973, Blaðsíða 34
Skuggagil - En konurnar þeirra og börnin þola það, svaraði ég snöggt. Faðir minn brosti. - Hérna eigum viö dóttur, sem er bæði greind og ein- beitt, mamma. Já, Jane, ég sé alveg, að þú getur orðið mér að liði. - Ekki nema þú gerir eitthvaö fyrir Ellen Randell, sagði ég. Mamma hafði þlustað þegjandi, en nú sauö reiðin upp i henni aftur. Það gat ég alveg séö á svipnum á henni. - Jane, sagöi hún I ströngum tón. - Mæður og dætur sjá ekki gegnum fingúr viö barnaræningja. Barni móður - hennar eigið hold og blóð - er dýrmætasta eign hverrar konu. Þær verða ekki hrifnpr af honum föður þlnum, ef hann lætur þessa konu sleppa Hversvegna geturðu ekki einbeitt þér að þvi að verða Jane tíurgess og gleymt Ellen Randell? - Ég get það ekki mamma. 'Ekkert f heiminum gæti fengið mig til að gléyma henni eða yfir- gefa hana. - Jane, sagði faðir minn. - Lofaöu mér aö haida áfram. Sak- sóknarinn varð mjög hrifinn af Ellen Randell. Hann sagði mér, að hún hefði undirritað fullkomna játningu og fæli sig velvilja réttarins þegar hún kæmi fyrir dóm. Ég fann, að allt blóð hvarf úr kinnunum á mér. - Svo aö það á þá að setja hana í fangelsi? En þá get ég ekki staðið aðgerðalaus hjá. Ég get ekki látið þetta ná fram aö ganga. - Svona, svona, barnið gott, loföu mér að ljúka máli mínu. Saksóknarinn afhendir dómaranum yfirlit yfir málið og leggur áherzlu á, að Ellen Randell hafi orðiö fyrir þungri sorg þegar hún missti unnustann sinn, og geti þvl hafa verið viti slnu fjær, þegar hún rændi þér. Og hann mun taka þaö fram, aö hún hafi veitt þér gott uppeldi, og það get ég sannarlega vottað með honum. Að öllum Hkindum fær hún mjög vægan dóm - en einhver refsing er óhjákvæmileg, Jane. Þaö segja lögin. Ellen Randell braut lögin og verður að fá sína refsingu. -Hvað lengi . . . .heldurðu . . .? - Þaö veit ég ekki. Dómararnir eru svo misjafnir og stundum duttlungafullir. Ef hún veröur dæmd I langt fangelsi, skal ég beita áhrifum mlnum til þess að fá það stytt. Ég géri yfirleitt allt sem ég get, Jane, nema spilla mlnum eigin frama. - . . .til þess að bjarga konu, sem á þaö ekki skilið, Sagði móðir mln hörkuléga. - Ég veit, að ég er ströng, en því get ég ekki aö gert. Ég hugsa til mörgu áranna, þegar ég grét sjálfa mig I svefn afþvl að ég hafði misst dóttur mlna. Ég trúði þvl aldrei, að þú værir dáin. Fimmtán ára söknuður eftir barnið, sem ég hafði fætt og á meöan er þessi . . .þessi skepna að ala hana upp sem slna eigin dóttur, ávinna sér ást hennar . . .stela henni frá mér. Já, þjð þurfið ekki að fara að segja, að svona hafi þaö ekki gengið til. En sjáðu nú sjálfa þig, sem ert að gráta vegna konu, sem hefur framiö glæp, litiö betri en morð. - Svona, svona, Nora, sagði faðir minn alvarlega, - nú er nóg komið af þessu. Við skulum ekki tala meira um það fyrr en sér- stakt tilefni gefst, eða tlmi er til kominn, og það skal ég ákveða. Jane átti heimtingu á að vita, hvað gert verður við þessa konu. En nú, þegar hún veit þaö, er engin þörf á að ræða máliö frekar. Mér fannst sem rýting hefði veriö stungiö í hjarta mér, þvl að nú vissi ég, að ég var alveg ósjalf- bjarga, hvað það snerti að hjálpa Ellen Randell. Konan, sem ég hafði haldið vera móður mína, var nú á lgiðinni I fangelsið - kona, sem hafðialdrei vikiö öfugu orði að einum né neinum Við ræðum ekki málið ööruvlsi en þannig, Samuel Burgess, að ef þessari konu verður ekki refsað,, þá fer ég frá þér. - Þér er ekki alvara, mamma, • sagði ég stórhneyksluð á þessum orðum hennar. - Þér er ekki alvara með þetta. - Jú, mér er alvara, sagöi móðir mln og horföi fast á fööur minn. - Og hann faðir þinn veit líka, að mér er alvara. Ég vil ekki láta taka frá mér ánægjuna af aö horfa á eftir þessari konu inn I fangelsið. Ég vil láta hana þjást, heyriröu það, Jane? Þjást, þjást, þjást! Eins og áður, brýndi hún raustina og lamdi I borðiö, til þess að leggja áherzlu á þetta hatur sitt. Ég velti þvl fyrir mér, hvers- vegna hatrið hafði ekki gosiö upp I mér, þegar ég heyrði móður mlna tala þannig. En svo þegar ég leit á hana, vissi ég það. Ég gat ekki annaö en vorkennt mann- eskju, sem var svona uppfull af hatri. Hún var hálfstaöin upp og hallaði sér fram á borðið. Hún var sótrauð I framán af reiöi, og sem snöggvast datt mér I hug, að hún ætlaði að berja mig, þvl að hún lyfti hendinni og hélt henni á lofti. Faöir minn flýtti sér aö standa upp og gekk til hennar. - Nora! sagöi hann og það var hryllingur f röddinni, - I guös bænum reyndu aö stilla þig. Móöir mln hafði rekið upp óp áður en faðir minn náði til hennar og hún hljóp út með krampagráti. Ég ætlaöi á eftir henni, en faöir minn sagöi: - Láttu hana eiga sig þangaö til hún stillist. Hún er mjög tilfinninganæm, og eftir allan söknuðinn eftir þig, varö hún afundin, og nú er hún hræddust um að missa þig aftur. - En ég ætla aldrei að yfirgefa ykkur mömmu, sagði ég hneyksluð. - Ég kann ágætlega við mig hérna. Að undanteknu einu vandamáli, sem viröist ekki ætla að leysast. Þessvegna er ég niðurdregin. Faðir minh kinkaði kolli. Röddin var meðaumkunarfull, er hann sagöi: - Ég skil þetta vel, Jane, enda þó þú eigir kannski bágt með að trúa þvl. En lögin eru til þess að vernda hinn saklausa. - Og refsa þeim seku, sagöi ég og andvarpaði. - Já, Jane. Enda þótt ég sé nú annars viss um, að vægilega verður tekiö á Ellen Randell. - Ég ætla að biðja til guðs, að svo veröi, pabbi, þvl að það er ekkert illt til I henni. Né hatur. - Það er heldur ekki til I þér, sagði hann. - Ég vona ekki, sagöi ég innilega, og mér varð hugsað til reiöi móður minnar rétt áðan. - Það er tilgangslaust og maöur hefur ekki nema íllt af þvl sjálfur. Hann kinkaði kolli. - Þú hefur sannarlega verið vel upp alin, barnið gott. - Ég ætla seinna að fara til mömmu og segjá henni, að ég ætli aldrei að yfirgefa Skuggagil. Ef hún veit það, verður hún kannski ekki svo gröm I garð Ellenar Randell. - Já, þaö gæti orðiö að miklu gagni, sagði hann, enda þótt hann virtist ekki hafa mikla von. - En mundu, að hún elskar þig. Og eins og er, þá er hún aö undirbúa viðhafnardansleik þér til heiöurs. - Ég er nú bæði hrifin og hrædd viö það. - Það skaltu ekki vera. Þú hefur framkomu, sem nægir til aö gera fólk hrifið af þér. - Pabbi, sagði ég feimnislega. - Ég vona, að ég geti eitthvað hjálpað þér I kosningabaráttunni. Hann hló. - Þú veröur áreiðan- lega bezti atkvæðasmalinn, sem ég hef nokkurntíma átt. - Þakka þér fyrir, pabbi. Mér tókst að brosa, enda þótt ég væri ekkert hrifin af þessu. - En ég vona, að þú sigrir fyrir eigin 34 VIKAN 6. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.