Vikan

Tölublað

Vikan - 08.02.1973, Blaðsíða 12

Vikan - 08.02.1973, Blaðsíða 12
Veðriö var yndislegt, hlýtt og heiðskirt, og það virtist smjúga inn i likama minn, inn um munninn, þegar ég andaði, og inn um augun, þegar ég leit i kringum mig. Rose og Simon föðmuðust og kysstust hverja minútu, og ég varð að horfa upp á það ... ... Bæjarstjórinn ætlaöi aö fara aö setjast aö morgunveröi, þegar honum var sagt, aö lögregluþjónn hreppsins biöi eftir honum i ráö- hósinu meö tvo fanga. Hann fór þangaö strax og sá lögreglu- þjóninn - hann Hochedur gamla - standandi þar, og gaf hann nánar gætur aö miöaldra manm og konu, sem virtust vera mlöstéttafólk t>aö var strang- lægur siöavöndunarsvipur á andliti hans. Maöurinn, sem var feitur, gamall náungi, rauönefjaöur og gráhæröur, virtist mjög hnugginn og niöurlútur, en á hinn bóginn leit hinn hnöttótti, holdugi kvenmaöur á lögregluþjóninn meö þrjózkufullum svip. „Hvaö er þetta? Hvaö er á seyöi, Hochedur? Lögregluþjónn hreppsins skýröi frá málavöxtum. Hann haföi fariö á vanalegum tima um morguninn i eftirlitsferö sina, frá Champioux-skógi og allt til Aegenteuil. Hann haföi ekki tekiö eftir neinu sérstöku uppi i sveitinni, nema veöriö var dásamlegt og hveitiö var sem óöast aö ná fullum þroska. Allt i einu kallaöi sonur Bredels gamla bónda til hans, en hann var aö Hta eftir vingaröinum sinum i annaö sinn, og sagöi viö hann: „Heyröu, Hochedur gamli! Þú ættir aö fara og lita inn i útjaöar skógarins, inn i fyrsta þykkniö, og þá næröu i dálaglegt dúfupar, sem er aö maka sig þar og hljóta aö vera hundraö og þrjátiu ára gömul til samans!” Hann fór I þá átt, sem sonur Bredels haföi bent honum I, og siöan haföi hann gengiö inn i þykkniöÞaöan heyröi hann orö og stunur, sem kveiktu hjá honum grun um, aö þar væri veriö aö fremja hræöilegt velsæmisbrot. Þess vegna skreiö hann áfram á höndum og fótum, rétt eins og hann væri aö reyna að koma veiöiþjóf aö óvörum, og haföi handtekiö þessi hjú á einmitt þvi augnabliki, er þau voru i þann veginn aö láta undan náttúru sinni, sem haföi þau á valdi sfnu. Bæjarstjórinn leit alveg höggdofa af undrun á sökudólgana, þvi aö karl- maöurinn var áreiöanlega oröinn sextugur og konan aö minnsta kosti hálfsextug. Svo tók hann aö yfirheyra þau og byrjaði á karl- manninum, sem svaraöi meö svo uppburöarlltilli og aumingjalegri rödd, aö varla var hægt aö heyra til hans. „Hvaö heitiö þér?” „Nicolas Beaurain.” „Hvaö er starf yöar?” „Ég er smávörusali i Rue des Marturs i Paris.” „Hvaö voruö þér aö aðhafast i skóginum?” Smávörusalinn steinþagöi og leit niöurlútur á sina stóru vömb, og hendur hans löföu slyttislega niöur og hvildu á lærunum. Bæjarstjórinn hélt áfram: „Neitiö þér framburöi lögreglu- þjónsins?” „Nei, herra.” „Þér játiö honum þá?” „Já, herra.” „Hvaö hafiö þér aö segja yöur til varnar?” „Ekkert, herra.” „Hvar hittuö þér þennan félaga yöar aö þessu velsæmisbroti?” „Húnereiginkona min, herra.” „Eiginkona yöar?” ,,Já, herra.” „Þá búiö þiö vist ekki saman sem hjón I Paris?” „Afsakiö, herra, en þaö gerum viö einmitt.” „En fyrst svo er, þá hljótiö þér aö vera brjálaöur, alveg kol- brjálaöur, aö láta koma aö yöur - svona - svona - uppi i sveit klukkan tiu að morgni dags!”. Smávörusalinn virtist vera kominn á fremsta hlunn aö bresta i grat al sneypu, og hann muldraði: „Þaö var hún, sem lokkaði mig og æsti mig upp. Ég sagöi henni, aö þetta væri heimskulegt. en þegar kven- maöur er búinn aö fá einhverja hugmynd i hausinn* þá er ekki mennskum manni fært aö kveöa hana niöur, eins og þér hljótiö aö vita, herra.” Bæjarstjóranum geöjaöist vel aö bersögli, og hann brosti og svaraði: „Þessu ætti aö vera öfugt fariö. Þér væruö ekki hérna, ef þessi hugmynd heföi aöeins búiö i hennar höför.” Þá greip Monsieur Beaurain ofsareiöi, og hann sneri sér aö konu sinni og sagöi: „Séröu, i hvaöa ógöngur þú hefur komiö okkur meö allri þinni rómantik? Og nú veröum viö aö standa fyrir rétti fyrir velsæmisbrot, - á okkar aldri! Og viö veröum aö loka búöinni, selja viöskipta- samböndin og fara i eitthvert annaö hverfi! Svo er nú komið fyrir okkur!” Madame Beaurain stóö upp, og án þess aö lita til manns sins skýröi hún frá málavöxtum frá sinu sjónarmiöi, án nokkurs vandræöalegs hiks eöa gagns- lausrar og ónauösynlegrar hæversku og alveg laus viö allt fát. „Auövitaö veit ég, herra minn, aö viö höfum orðiö okkur til verulegs athlægis. Viljiö þér lofa mér aö verja mál mitt eins og verjandi myndi gera eöa fremur eins og varnariaus kona? Og þegar þér hafiö hlustaö á alla málavöxtu, vona ég, aö þér muniö gera svo vel aö senda okkur heim, til þess aö hlifa okkur viö van- sæmd þeirri, sem hlytist af málsókn. Fyrir mörgum árum, þegar ég var ung stúlka, kynntist ég Monsieur Beaurain á sunnudegi nokkrum, einmitt á þessum slóöum. Hann var i fataverzlun, og ég var afgreiöslustúlka i verzlun, sem verzlaöi meö tilbúinn fatnaö. Ég man þetta eins glöggt og heföi þaö gerzt I gær. Ég var vön aö koma hingað og eyöa hér sunnudögunum i skóginum ööru hverju meö vinkonu minni, Rose Levéque aö nafni, sem ég bjó meö I Rue Pigalle I Paris. Rose átti sér elskhuga, en ég hins vegar ekki. Hann fór oft meö okkur hingaö, og laugardag nokkurn sagöi hann hlæjandi viö mig, aö hann kæmi meö vin sinn meö sér næsta dag. Ég vissi vel, hvaö hann átti viö meö þessu, en ég svaraöi, aö þaö yröi til einskis gagns, þvi aö ég væri siösöm, herra. Framhald á bls. 39. 12 VIKAN 6. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.