Vikan - 08.02.1973, Blaðsíða 11
NJÓSNARINN
SEM
VISSI OF MIKIO
Smásaga eftir Edward D. Hoch
Næsta morgun var hann i skrifstofunni sinni
og skoðaði ljósmynd af laglegum
dökkhærðum manni i einkennisbúningi,
sem stóð við hliðina á Winston Churchill.
Þetta var Gregory Subic
majór — þá hetja, en nú aðeins gamall
maður sem vissi óþarflega mikið ....
— Hvað veiztu um Gregory
Subic majór? spurði Hastings og
hellti um leið i tvö glös.
Rand, sem var óvanur öðrum
eins finheitum og kvöldverði hjá
Hastings, tók við glasinu og saup
á þvi áður en hann svaraði:
— Þegar ég hóf störf i
Leyniskeytadeildinni var hann
næstum goðum likur, eða að
minnsta. kosti einhverri óvið-
jafnanlegri veru. Það hangir enn
i skrifstofunni minni mynd af
honum með Churchill. Er hann
lifandi?
Hastings kinkaði kolli. — Já,
það er hann og á heima i
Kanada. Og er að rita
endrminningarnar sinar.
Rand blistraði lágt. — Þá
skruddu vildi ég gjarna lesa.
— Þvi miður langar brezku
stjórnina ekki eins mikið til þess.
Sannast að segja mundi útgáfa
slikrar bókar valda miklum
vandræðum fyrir utanrikis-
þjónustuna.
— Hvernig það?
Svipurinn á Hastings gaf til
kynna viðbjóð. — Það sem ég
ætla að segja þér er stranglega
leyndarmál, sem ekki vita aðrir
en örfáir æðstu menn.
— Ég skil, sagði Rand og saup
aftur á vinglasinu.
— Subic majór var háttsettur
njósnari i Burma, þangað til
hann særðist og var fluttur til
London. Þar gerðist hann einn
helzti leyniskeytafræðingur
okkar, undir lok siðari-
heimsstyrjaldarinnar. Sannast
að segja þá stóð hann fyrir
deildinni, sem seinna varð 2C—
deildin ykkar, eins og þú veizt
bezt. Um þær mundir tókst Subic
að lesa úr sérlega áriðandi til-
kynningu frá nazistunum. Svo
virðist sem nokkrir hers-
höfðingjar, sem gátu ekki þolað
Hitler, hafi ætlað sér að halda
leynifund með fyrrverandi for-
ingja i frönsku neðanjarðar-
hreifingunni. Sá átti að fljúga til
Berlinar, ásamt Hans Holder
hershöfðingja, og þar átti svo að
halda fund um að binda enda á
styrjöld na.
— Svona var þá ástandið, sem
blasti við brezku léyni-
þjónustunni, eftir að Subic hafði
lesið úr skeytinu: Nú vissu þeir
nákvæmlega um leiðar — og
timaáætlun þýzku sprengju-
flugvélarinnar,sem átti að flytja
háttsettan nazista—hers-
höfðingja og velvirtan franskan
andstöðuforingja. Þessi sendiför
Frakkans gæti flýtt fyrir enda-
lokum striðsins, en leyni-
þjónustan efaðist um, að þetta
gæti tekizt. En hinsvegar sú
staðreynd, að Holder hers-
höfðingi hafði áður tekið þátt i
áætlunum nazista og gæti gert
það aftur. Þarna var um að ræða
lif eins Frakka móti lifi þúsunda
hermanna Bandamanna.
Framhald á bls. 31.