Vikan

Tölublað

Vikan - 08.02.1973, Blaðsíða 10

Vikan - 08.02.1973, Blaðsíða 10
SAGA ALLRA EÐALSTEINA ER FLEKKUÐ BLÓÐI Egyptalandi og verkamönnun- um var séð fyrir hæfilegum skammti af skelfiski, döðlum, viðsmjöri og byggbrauði. Stundum fengu þeir ögn af grænmeti eða kjötbita til bragð- bætis. Einn foringinn var bersýni- lega mannvinur: „Ég stjórnaði herskörum mínum mildri hendi, og ég talaði ekki höst- um rómi til verkamannanna." í einum leiðangrinum voru nokkrir námustjórar, og hafði hver 10 námumeistara undir sinni stjórn, en þeir aftur 10 verkamenn í sinni umsjá. Nám- urnar hafa verið unnar á þann hátt til forna, að við námu- göng hafa verið grafin og höggvin göng frá þeím út í jarðlögin, þar sem túrkísinn var helzt að finna. Þaðan hafa verið grafnir þröngir og krók- óttir rangalar til að elta upp sérstaklega auðugar æðar. Stokkum var skotið undir þak- ið hér og hvar. Ein námugöngin í Serabit, um 70 m að lengd, liggja gegn- um mjóan rima, og úr þeim hefur verið lyfta upp á yfir- borðið. Áhöldin, hamrar, meitl- ar og hakar, voru úr steini fram undir árið 1000 f. Kr., en um það bil var farið að nota eir- meitla. Þegar túrkishnúður kom i ljós, var sandsteinninn losaður frá honum og gim- steinninn sendur upp úr nám- * unni. Beztu steinarnir voru vaidir úr, en úrgangu'rinn brot- inn og beztu flísarnar tíndar úr. Eftir okkar mælikvarða var framleiðslan aldrei mikil. Þó varð hún fyrir víst yfir 200 kg (2.000.000 karöt) eitt árið. Ef til vill hefur leigusala fyrst komið til sögunnar í þess- um námum, og víst er um það, að Ka af 12. ætt konunganna (2000—1788 f. Kr.) er fyrsti leigutaki, sem sögur fara af í námurekstri. Svo stendur letr- að: „Kom ég að námu Ka: Heimti ég skatt. Sá ég til, að skatturinn væri út reiddur í túrkisum. fyrir hverja mönnum, sem þekktu einkenni túrkisjarðlaganna. Þeir svöruðu á alveg sama hátt og kunningjar mínir, málmleitarmennirnir í Nevada, eru vanir að komast að orði: „Það er ósköpin öll af túrkis- um í fjöllunum“. Þann sama dag rákust þeir á „góðan blett“, og þrem mánuðum síðar hélt Haroeris heimleiðis með gnægð túrkisa. Þegar við miðum fund nýrra gullmálma við námurn- ar í Goldfield, fylgjum við góð- um og gömlum sið námumann- anna, því að áletrun á hellu einni við námur frá 2650 f. Kr. er miðuð við árið, „sem guð lét hina dýru steina finnast í námunni helgu.“ Þjóðflokkarnir, sem byggðu námuhéruðin, voru að sínu leyti herskáir eins og Indíán- arnir hjá okkur. Hervörðurinn gerði sér virki og var stöðugt á varðbergi. Jafnskjótt og her- lúður gall við, þustu allir verka- mennirnir í virkin. Leiðtogarnir litu engum smá- um augum á sjálfa sig. Nöfn sín letruðu þeir stórum stöfum á hellubjörg ásamt nöfnum helztu liðsmanna sinna. Jafn- vel óbreyttir verkamenn stál- ust til að krota nöfn sín þar líka. Ramsés III (1200 f. Kr.) segir í allri hæverzku um ár- angurinn af einum leiðangri, sem hann sendi til Serabit: „Mér voru færðir fjölda marg- ir pokar af dýrlegum túrkis- um, svo að annað eins mun al- drei sjást aftur, meðan kon- ungar eru uppi.“ Egyptar urðu þess vísari, að hinir innbornu þjóðflokkar dýrkuðu guð og gyðju, og gáfu þeim nöfn eftirlætisgoða sinna, Hórus og Háþor. Háþor var „freyja túrkísalandsins" og verndari þess. Snefru fyrsti, höfundur stóriðjunnar, var einnig dýrkaður. Egypzku námumennirnir trúðu því eins og starfsbræður þeirra í Mexíkó, að guðafórn- ir væru ríkulega launaðar. Hof var því reist og hörgar margir til dýrðar Háþor. Hagsýnn námustjóri gefur þetta heil- ræði: „Færið fórnir, færið fórnir drottningu himinsins. Blótið Háþor til árs og friðar! Ef hennar vex, mun ykkar margfaldast." Hvað hefur síðan gerzt? Óljósar heimildir benda til, að Rómverjar hafi komið í nám- urnar. C. K. McDonald, höfuðs- maður, fann námurnar á nýj- Framhald á bls. 44. Canning-gimsteinninn svokallaði, gerður á Ítalíu á sextándu öld. Hann er stór barok-perla, smellt gulli og skreytt rúbinum, perlum og demöntum. fimm menn dag hvern rétt og reiðulega." Eir og mangan voru unnin aukreitis. Hvort tveggja var notað til að lita leirker, sem Egyptar gerðu af mikilli list frá fornu fari. Nokkuð af eir- málmi var brætt, en malakit var aðallega notað til skrauts eða mulið sem litarefni. Þegar tímar liðu, gengu nám- urnar til þurrðar, og nýrra úr- .ræða var leitað af miklum dugnaði. Á öðru árþúsundinu f. Kr. hafði Haroeris herforingi forustu fyrir einum námuleið- angrinum. Horfði lengi þung- lega um árangur af starfi hans, en hann hélt áfram með þraut- seigju og bjartsýni., „Eyðimörkin var funaheit og fjöllin glóandi." Útlitið var öm- urlegt, unz einn námumeistar- inn spurðist fyrir hjá námu- Beltissylgja úr gulli með munsturlínum, sem vefjast hver inn ■ aðra. Fannst í haug að Sutton Hoo í Suffolk, Englandi. Gerð á sjöundu öld. 10 VIKAN 6. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.