Vikan

Tölublað

Vikan - 08.02.1973, Blaðsíða 6

Vikan - 08.02.1973, Blaðsíða 6
PERLAN OG NÆTURGALINN Tvær heimsfrægar stjörnur hittust í hljómleikasal í Brazilíu: Mireille Mat- hieu, franski næturgalinn og Pelé, fót- boltahetjan fræga, perla Brazilíu. Það var hámark ferðalagsins, þegar Mir- eille kom til höfuðborgarinnar, þar sem hún söng fyrir forsetann, að hún skyldi hitta Pelé og Rosemarie konu hans. Mireille er nú á löngu söng- ferðalagi, en 6. febrúar á hún að koma fram í Olympia í París, en það er eitt frægasta söngleikahús í heimi. — Pelé hefur lofað að koma til París og vera viðstaddur þann 6. febrúar. Á myndunum sjást þau Mireille og Pelé hjónin, þar sem þau skiptast á eigin- handarundirskrift og skemmtilegum viðræðum og það fer greinilega vel á með þeim. EIGINKONAN VÍKUR EKKI FRÁHONUM Louise Mattioli er seinni kona Rogers Moore og það er ekki nóg með það að hún fylgi honum hvert sem hann fer til að leika í kvikmyndum, heldur tekur hún sjálf kvikmynd af því sem fram fer. Þegar Moore kynntist Luoise, var hann kvæntur annarri... Hún myndi líklega ekki sjá hann oft, ef hún væri ekki oftast með honum á ferð. Þegar hún horfir á ungu stúlk- urnar, sem alltaf umkringja hann í kvikmyndunum, sjá þær í svip henn- ar að það er eins gott að láta mann- inn hennar vera. Við þekkjum Roger Moore bezt sem Simon Templar, Dýrð- linginn. Louise veit að það er síður en svo að maðurinn hennar sé dýrðlingur. Píanóleikarinn Leandro Aconcha er að- eins sex ára. Það er langt síðan svo mikil hrifning hefur verið látin í ljós í konsertsalnum við tónlistarskólann í Milano eins og þegar litli píanóleik- arinn hélt hljómleika þar. Verkefnin voru heldur ekki af verri endanum, Bach, Mozart og Chopin. En það voru ekki eingöngu verkefnin, heldur sú leikni sem þessi hnokki sýndi. Hann býr á Spáni hjá foreldrum sínum, en það er meira en ár síðan hann fór að láta til sín heyra. Fyrstu hljómleikana hélt hann í júlí árið 1971 og þar var sjálfur Arthur Rubinstein viðstaddur og hann táraðist af hrifn- ingu. En síðan hefur Leandro farið víða og leikið í þekktum hljómleika- sölum og gagnrýnendur kalla hann nýjan Mozart. Þrátt fyrir það að hann fær mjög há laun, kringum 300.000 krónur á kvöldi, þá hefur foreldrun- um tekizt að láta hann njóta venju- legs uppeldis og þau reyna að koma því þannig fyrir að hann geti átt eðli- lega æsku. Hann er sjálfur ekkert uppnæmur fyrir hrifningu áheyrenda og segist helzt vilja verða strætis- vagnastjóri, þegar hann er orðinn stór. HANN ER UNDRABARN SÍÐAN SÍÐAST

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.