Vikan - 26.07.1973, Side 5
Það er Magnús Kjartansson
fyrrverandi liðsmaður i Trúbroti
sem syngur My friend and 1, en
það er Sólskinskórinn sem syngur
Sól skin á mig. Ekki er gott
að segja um aldur þinn, en
ég vona, afi þú móögist ekki, þótt
ég segi 13. Skriftin bendir til, að
þú sért nokkuð samvizkusöm, og
stafsetningin er alveg sæmileg.
FEIMINN ISLENDINGUR
Kæri póstur!
Ég hef heyrt marga dásl afi úr-
ræöum þinum og ætla ég að prófa
ráðsnilld þina. Það eru allir
strákar að reyna til við mig, en ég
vil bara sjá einn þeirra. Hinsveg-
ar'veitég ekki, hvernig ég á aö tjá
mig þegar ég er i návist hans.
Ég er ofsalega feimin við hann
og hann við mig. Ég þori ekki að
segja: Ég er skotin i þér, eða eitt-
hvaö þess háttar. Jæja, ég get
ekki skrifað meira, hann er að
koma i heimsókn.
Hvernig er skriftin og hvað
lestu úr henni?
Ein kjarklaus.
Ástandið virðist ekki vera mjög
slæmt fyrst hann heimsækir þig.
Gætir þú ekki bara spurt strák-
inn, hvort hann sé skotinn I þér?
Þú gætir bætt vð viö spurninguna
yfirlýsingu um, að þú sért skotin i
honum. Þú ættir að bera upp
spurninguna, þegar þið hafiö rætt
eitthvað, sem telja má skylt
spurningunni.
Skriftin er léleg, og þú virölst
vera frekar laus við stefnufestu.
STJÖRNUMERKI
Kæri Póstur!
Við erum hér tvær stelpur
sunnan að sem lengar til að vita,
hvernig ljónið ,og nautiö passa
saman (stelpan er ljónið), og
hvernig tviburarnir og fiskarnir
fara saman (stelpan er tvibur-
inn)?
Hvernig gengur þessum tveim
og tveim merkjum að ná hvort i
annaö?
Viö þökkum allt gamalt og gott
i Vikunni og vonumst til aö þið
getið leyst þetta. Með fyrirfram
þökk.
Tvær forvitnar
Þesi stjörnumerki eru orðin æði
hvimleifi. I upphafo var þetta ætl-
að sem nokkurs konar aukaþjón-
usta viö bréfritendur póstsins, en
nú orðið fer þetta að verða aðalat-
vinna póstsins afi finna út hvernig
stjörnumerki ciga saman. En
hvað um það. t svari viö fyrir-
spurn um leiknám er lýst væntan-
legri sambúfi Ijóns og nauts, og
ALLRA
ÞOR
DAGLEG
¥SÐ
SIORF
visa ég til þess svars hér með.
Enginii spáir tvibura og fiski
góðri samhúö, en cf viljinn er
fyrir hendi, ætti hún aö hlessast.
t þeim doðröntum, sem póst-
urinn fær alla sina stjörnuvizku
úr, stendur ekkert um, hvernig
hún eigi að ná i hann eða öfugt.
Slikt er alltaf of einstaklings-
hundifi til aö hægt sé aö gefa
nokkur ráð án þess að hafa nánari
upplýsingar um viökomandi.
ÍIVER SYNGUR?
Kæri póstur!
Ég ætla að byrja á þvi að þakka
þér fyrir allt gamalt og gott i Vik-
unni. En við erum hérna tvær
systur að rifast um það, hvort
Magnús eða Rúnar syngi „My
friend and I”, og hvort það er
Hanna Valdis, sem syngur ,,Sól
skin á mig”. Og að lokum, hvað
heldurðu, afi ég sé gömul og hvað
lestu úr skriftinni?
Með fyrirfram þökk fyrir birt-
inguna
Hrönn.
p.s. Hvernig er stafsetningin?
30. TBL. VIKAN 5