Vikan - 26.07.1973, Qupperneq 10
ÓLAFUR G. EINARSSON
Hann læst
viðkvæmur
rósarhnappur, en..
Prófkjör Sjálfstæöisflokksins i Reykjanes-
kjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 1971
leiddi til þess, aö Oddur Ólafsson læknir
hreppti allt i einu annaö sæti framboöslistans
og kom þar i staö Péturs heitins Benedikts-
sonar, en flestir höföu ætlaö, aö Axel Jönsson
bæjarfulltrúi i Kópavogi hlyti þann sess,
enda hafði hann skipað fjóröa sætiö frá þvi
1963 og oröiö þingmaður um stundarsakir
virð fráfall Ólafs Thors og Péturs. Hins vegar
áttu sumir flokksbræöur Axels bágt meö aö
fyrirgefa honum, aö hann hratt Sveini
Einarssyni verkfræðingi úr þvi sæti á sinum
tima, þó að litill garpur sé. Kom þetta nú
Axel i koll. Hann beið ósjgur fyrir Oddi lækni
og einnig Ólafi G. Einarssyni i keppni um
þriöja sætiö og hlaut enn aö bæla sig á fram-
boöslistanum i von um stopula varaþing-
mennsku. Mun einhverju hafa ráöiö um
úrslitin, aö Axel var oröinn heilsutæpur og
þess vegna litt orrustufær, en Oddur hins
vegar mörgum geöþekkur og Ólafur ungur og
vaskur, og hvorugur haföi flekkaö hendur
sinar i neinum stimpingum. Ýmsum fannst
og við hæfi aö launa Ólafi á kostnaö Axels,
hvaö gengi Sjálfstæðisflokksins telst hlut-
fallslega meira i rándýrum höllum oddborg-
aranna i Garöahreppi en hinum misjöfnu
húsakynnum i Kópavogi þar sem stétta-
munur er næsta augljós.
Framboð Sjálfstæöisfjokksins i Reykja-
neskjördæmi varö þannig sigur tveggja
nýliöa, sem skipuöu fyrri sæti Péturs Bene-
kiktssonar og Sverris Júliussonar, en hafði
engar háskalegar afleiöingar eins og sumir
spáöu. Oddur læknir ólafsson naut mjög
persónulegra vinsælda sinna til viöbótar
flokksfylginu, og ólafur G. Einarsson taldist
vel aö mannviröingunni kominn, þó aö hann
yröi að stjaka óþægilega viö Axel Jónssyni á
leiöinni upp i tignarstólinn og valda honum
nýjum vonbrigðum eftir hrakfarirnar fyrir
Oddi.
ólafur Garöar Einarsson fæddist i Siglu-
firði 7. júli 1932, sonur Einars Kristjánssonar
forstjóra þar og siöar á Akureyri og konu
hans, ólafar Isakssdóttur. Hann varö stúdent
á Akureyri 1953, en nam siðan lögfræöi vi
Háskóla Islands og lauk prófi 1960. Ólafur
réðst sveitarstjóri i Garöahreppi nýkominn
frá prófboröinu og geröist forustumaöur i
hinni nýju og glæsilegu byggö milli Kópavogs
og Hafnarfjarðar, en lét af þeim starfa 1972
vegna anna viö þingmennskuna og var þá
kjörinn oddviti.
Enginn vafi lék á um stjórnmálaskoöanir
Ólafs G. Einarssonar strax á ungum aldri.
Hann skipaði sér i raöir ungra sjálfstæöis-
manna og hugðist gera sér stjórnmál aö
atvinnuvegi eins og fleiri metoröagjarnir
lögfræöingar. Hefur Ólfur jafnan veriö staö-
fastur i þeim ásetningi, þó aö hann sýnist
fara hægt. Hann var kjörinn af flokki sinum
til sveitarstjórnar i Garöahreppi 1966 og
10 VIKAN 30. TBL.