Vikan - 26.07.1973, Blaðsíða 23
Þessi mynd er tekin fyrir nokkrum árum og sýnir Svein
kenna starfsmönnum á Keflavíkurflugvelli aö fara með
slökkvitæki.
um eldvarnir á heimilum og
hvernig bregöast eigi viö elds-
voöa. Auk þess höfum viö mikla
eldvarnafræöslu i útvarpi og
sjónvarpi. Einu sinni á ári er alls-
herjar brunaæfing á vellinum og
þá fara allir út um neyöarútgang,
eöa ,,leiö tvö”, sem viö köllum.
Ar hvert er vika i október helguö
eldvörnum sérstaklega. Þá eru
allir vinnustaðir heimsóttir og
starfsfólki kennt á slökkvitæki.
Fyrirlestrar eru haldnir, bæöi i
skólum og sjónvarpi, auk margs
konar annarrar fræöslu. Þaö
gefur að skilja, aö þetta er mjög
þörf starfsemi, þvi að það er
betra að vita, hvernig bregbast á
viö, ef eldur verður laus. Tjón af
völdum elds hefur lika snar-
minnkað siðustu tiu árin.
— Það hlýtur að vera mjög
yfirgripsmikið starf aö vera
slökkviliösstjóri á stað, sem
slökkviliðið er svona mikils
metiö.
— Ég segi það nú ekki. Með
þeim góðu mönnum, sem ég hef á
að skipa i minu liði, er það tiltölu-
lega auðvelt. Þaö er fjölda margt,
sem er miklu stærra i sniðum, en
hitt er annað mál, að þetta er
skemmtilegt starf og gripur inn á
marga þætti. Til dæmis eru engar
byggingar reistar eða breytingar
framkvæmdar hér á vellinum, án
þess að við leggjum blessun okk-
ar yfir framkvæmdirnar, bæði
hvað snertir öryggisráðstafanir
og útganga, og byggingarefni.
Hér á flugvallarsvæðinu eru hart-
nær tvö hundruð eldvarnakerfi,
sem senda boð á slökkvistöðina,
ef hitastig hækkar á skömmum
tima I viðkomandi byggingu. 1
flestum stærri byggingum eru
sjálfvirk slökkvikeirfi, bæði
vatnskerfi, kolsýru- ogNiuftkerfi.
Þessi útbúnaður þarf óhemju
viðhald og það er snar þáttur i
starfi húsbrunadeildar slökkvi-
liðsins
— Nú er mikið rætt um, að her-
inn verði látinn fara. Minnkar
ekki starfssvið slökkviliðsins
mikið, ef til þess kemur?
— Starfssviðið i sjálfu sér
myndi ekki minnka svo mikið, en
mér segir svo hugur um, að þegar
við Islendingar ættum að fara að
greiða kostnaðinn viö að reka
slökkviliðið hér i þeirri mynd. sem
það er rekið i dag, þá rynnu tvær
grimur á suma. Það fæst enginn
til þess að tryggja her og hergögn
og i þess stað leggja Bandarikja-
menn áherzlu á að hafa viðtækt
eldvarnaeftirlit og gott slökkvilið
i herstöövum sinum. Reyndin
verbur sú, að það er ódýrara fyrir
þá heldur en borga tryggingaið-
gjöld af þeim verðmætum, sem
herstöðvarnar hafa yfir að ráða.
Mér hefur oft fundizt, að i augum
tslendinga séu slökkvilið hins
vegar óþurftarbaggi á borgurun-
um, en nauðsynleg þó. Ég held
samt ekki, að ástæða sé til að
kviða þvi, þó að islenzk stjórnvöld
tækju hér við rekstri. Það er óhjá-
kvæmilegt að hafa hér sterkt
slökkvilið vegna alþjóðaflugvall-
arins. Alþjóðaflugmálastofnunin
gerir vissar kröfur til flugvalla-
I