Vikan - 26.07.1973, Síða 37
grammófóninum hans Onyangos,
þangað til við veltum um koll i
grasinu. Satt að segja er það égj
sem dett fyrst. Lona getur háldið
áfram að dansa timunum saman
án þess að mæðast, en ég blæs
eins og smiðjubelgur eftir ör-
stut-ta stund.
Nautalundir fyrir 40
krónur.
Tvisvar sinnum i viku förum
við sa<nan á markaðinn i Ngiya til
þess að kaupa nýjar birgðir af
kjöti, mjöli og parafinoiiu á
lampana.
Við leggjum af stað snemma
morguns á meðan loftið er enn
svalt. Viö leggjum leið okkar eftir
troðnum stigum i mannhæðarháu
grasinu, vöðum yfir læki og renn-
um okkur fótskriðu á stigunum,
sem eru rakir eftir regn
næturinnar. Nú er regntímabilið
hafiö og einu sinni á sólarhring
kemur rigingarskvetta eins og
hellt sé úr fötu.
Markaðurinn er fjölskrúðugur.
Þar úir og grúir af alls konar
fólki. Litadýrðin er stórkostleg og
maður getur keypt sér stórkost-
legar krukkur og alls kyns kirnur
aðrar fyrir sama og ekki neitt.
Vefnaðarvaran er lika hlægilega
ódýr. Þó var það kjötverðið, sem
ég öfundaöi þorpsbúa mest af.
Allir hlutar dýrsins ganga á sama
verði. Þess vegna gat ég keypt
mér góöar nautalundir á 40
krónur kilóið. Ég steikti þær svo
yfir opnum eldi framan við
kofann minn.
i næsta blaði birtist þriðja og
siöasta grein önnu Nyman frá
Kenya. Þar segir hún meðal
annars frá mauraáti sinu með
innfæddum.
HÚN BÝR í
HEIMSINS STÆRSTU
FJÖLSKYLDU
Framh. af bls. 7.
tima á dag, en fór til barnahúss-
ins fjóröa hvern tima til að gefa
brjóst.
— Það hafa aldrei verið nein
vandræöi, þegar Joram og Anat
hafa átt að fara til barnahússins
á kvöldin. Fyrir konu, sem vill
vinna úti, er þetta bezta lausnin.
Þegar við Avi sækjum börnin á
daginn, eigum við algjört fri og
getum óskipt helgað okkur
börnunum. Aðalmáltiö dagsins
borðum við i matsal samyrkju-
búsins, og kvöldmatinn getum við
annað hvort borðað þar eöa hitað
teog smurt brauö heima hjá okk-
ur.
— Af innkaupum, þvottum og
hjálp viö heimanám barnanna
þurfum við aldrei áð hafa áhyggj-
Ur.Enmér hefuroft fundizt erfitt
Með altika sumar og vetur.
Þér líður miklu betur.
SÆTAÁXLÆÐI
■ívvvi
JOur
JWk
wW%
Altikacover, Altikateppi. Lita og efnaval.
í ALLAR gerðir bifreiða
niTiKnBuom
HVERFISCÖTU 72 SÍMI 22677
að þurfa að fara og hátta börnin,
þegar við höfum haft það mjög
skemmtilegt. En ef ég kem ekki
með börnin min á réttum tima
ónáðum við hin börnin, sem sofa.
Að lifa á samyrkjubúi hefur i för
með sér að vera háð hvert öðru,
jafnvel I smáatriðum. Að taka til-
lit til heildarinnar. Það er til
dæmis ekki meitt einkamál að
ákveðadivprt eöa hvað ég ætla aö
læra. Þaö er komið undir þörf
samyrkjubúsins.
Ég er frjáls.
Eins og svo mörg önnur sænsk
ungmenni kom Louise í fyrsta
skipti til samyrkjubúsins, Beit
Hashita, af forvitni. Hún hafði
nýlokið stúdentsprófum og vildi
prófa lifið á samyrkjubúi, áöur en
hún byrjaði i háskóla. Hún fór
heim eftir hálft ár, en þá hafði
hún hitt Avi. Hún byrjaði að lesa
ensku og hebresku við háskólann i
Uppsölunyen að ári liðnu kom Avi
og sótti hana. Louise hélt áfram
námi i bréfaskóla og á námskeið-
um, sem öll samyrkjubú i
grenndinni stóðu fyrir. Nú kennir
hún ensku I tólf ára bekk i skóla
samyrkjubúsins.
Langar hana stundum heim?
Louise hugsar sig um dágóða
stund, hristir siðan höfuðið:
— Nei, það eina sem ég sakna
er snjór, skfðaferöir og vissar
manneskjur. Þú skilur, hér er ég
frjáls. Frjáls frá sænsku
framapoti og metorðagirnd. Og
frjáls frá öllum fordómum. Hér
er ég bara dæmd eftir þvi hver ég
er og hvað ég geri. Það skiptir
engu máli, hverra manna ég er,
frá hvaða félagslega umhverfi ég
kem, eða hvaöa tekjur ég hef.
Slikt spyr enginn um.
— Hér finnst heldur engin
stéttaskipting. Að venjulegur
verkamaður fari á hljómleika og
leikhús, þykir alveg sjálfsagt.
Allir eru jú verkamenn og
menningarstarfsemin innan
samyrkjubúsins er greinilega
llfleg. Það finnst heldur ekkert
kynslóðabil. Gamla fólkið á
samyrkjubúunum er ekki sett á
elliheimili, þaö dvelur áfram hér,
sem það hefur búið allt sitt lif. Við
umgöngumst tengdarforeldra
mina daglega.
— En þegar Sexdagastriðið
brauzt út 1967 og Avi var kallaður
i herinn, hugsaðir þú ekki þá: Ef
við hefðum bara verið kyrr heima
I örygginu i Sviþjóö!
— Nei, segir Louise, nei þaö
gerði ég aldrei. En sá atburöur
var svo hræöilegur að ég treysti
mér ekki til að tala um hann.
Louise hefur valið sitt hlutskipti
af heilum hug.
STÓRI BLAUS________________
Framh. af bls. 13.
grundvöllinn aö velgengni Stóra-
Bláusar og búa i lltilli ibúð lengst
vestur i bæ i siður en svo finu
hverfi, og þar fæðist þeim þessi
sonur, sem er svo litill, að Stóri-
Bláus er ekki einasta sleginn,
heldur og fullur grunsemda.
Sannast að segja, þá fer hann
með krakkann yfir á Breiðveg og
rýnir framan I hinar og þessar
persónur þar, einkum þær sem
sækja Töppuklúbbinn að
staðaldri, og litur svo fast á
barnungann rétt eins og hann sé
að bera eitthvað saman. Ég sá nú
aldrei krakkann eftir það og
sannast að segja heldur ekki
Stóra-Bláus, nema rétt þegar ég
átti enga von á, að hann væri á
feröinni, en öðriáiverju frétti ég i
blööunum, að hann hafi verið að
berja vörubilstjóra, annaðhvort
sina eigin eða annarra.
• En eftir þvi sem árin liöa, rekst
ég stundum á Rosie Flynn, sem
virðist vera að fitna dálitið hér og
þar, og hún segir mér, að Stóri-
Bláús sé ekkert hrifinn af drengn-
um — sem hún er nú farin að kalía
Litla-Bláusaf þvi að hann er
svo lltill og mjór, en ég sé, aö
Rosie þykir afskaplega vænt um
hann. Sannast að segja talar hún
ekki um annaö en Litli-Bláus, og
þegar hann eldist segir hún mér,
að hún hafi hann sem allra mest i
skólanum af þvi að hann fari svo i
taugarnar á Stóra-Bláusi, sem
geri hann dauðhræddan.
Eftir þvi sem Rosie segir mér
af honum, ræð ég, að hann sé
mesta bölvuð kreista, en þegar
striðið byrjar og Litli-Bláus er
kallaður I herinn, verður sá stóri
afar hreykinn af honum og vill
fara að sýna honum einhverja
fööurást.
Og það skeður meira að segja
einuBinni i Dix, þar sem Litli-
Bláus er i herbúðum um tima, að
sá stóri nálgast hann með útrétta
hönd og ætlar að fara að heilsa
honum, þá verður sá litli svo
hræddur, að hann þýtur burt og
heldur áfram að þjóta þangað til
hann er kominn i tveggja daga
fjarveru I leyfisleysi.
Jæja, ég er nú orðinn svo fullur
áhuga á þvi, sem Villi segir mér
þessari sýningu, að ég fer i eigin
persónu á Grand Central á hádegi
næsta dag og sé herflokkinn
koma, og það er tilkomumikil
sjón, þar eð allir eru i fullum her-
klæðum, með töskur og riffla. og
ganga svo fylktu liði til leik-
hússins, þar sem sýningin á að
fara fram.
Vesturbæjar-Villi gengur ekki
með þeim, heldur slæst hann i för
30. TBL. VIKAN 37