Vikan

Eksemplar

Vikan - 26.07.1973, Side 47

Vikan - 26.07.1973, Side 47
Börn Fionu, Francesca 15 ára og Lorne 9 ára, eru frá fyrra hjóriabandi hennar. Þau sækja skóla i Lausanne. Fiona hefur stóra setustofu, bókaherbergi, gufubað, klæðaherbergi og litið eldhús út af fyrir sig. Beint yfir þessari ibúð Fionu var sams konar ibúð handa Alexander. t fimm ár voru Fiona Thyssen og Alexander Onassis elskendur. Hann var sextán árum yngri en hún og það gaf slúðrinu byr undir báða vængi. „Fiona, við eigum allt nema’ giftingarhring og hann þurfum við ekki!” Þetta sagði Alexander einu sinni við vinkonu sina. Siöan Fiona missti vin sinn er hún einmana og grá slikja er komin á hár hennar. Alexander átti ekki eyri. Hvað haldið þið, að hann hafi þénað á mánuöi? í kringum 2000 dollara. Það var allt og sumt. Ari lét hann ekki hafa meira en það. Alexander lét mig aldrei hafa þeninga. Ég hefði heldur ekki leyft honum það. Við gerðum allt hvort fyrir annað og við áttum allt saman. Samband okkar kom ekki peningum við. Einu sinni sagði hann við mig: „Fiona, við eigum allt nema giftingarhring og honum þurfum við ekki á að halda.” Þetta var rétt hjá honum, hárrétt. Ég veit ekki, hvort við hefðum nokkurn tima gifzt, en ég held ekki. Siðustu þrir mánuðirnir voru þeir beztu af fimm ára kynnum okkar. Þeir voru svo ógleyman- lega fallegir, að allt var leggjandi i sölurnar fyrir þá. Hefðu þeir ekki verið svona og viö hefðum verið ósátt, þegar hann dó — veit ég ekki hvað ég hefði gert. Siðastliðið sumar rifumst við einu sinni og það var eins og viti fyrir okkur bæði. Ég kynntist Alexander I St. Moritz. Þá var hann átján ára gamall. Ég hafði kannazt við hann allt hans lif, en I mlnum augum hafði hann alltaf verið barn. með jafnöldrúm sinum. En hann var aö tala I römmustu alvöru. Ef mér hefði 'verið sagt, að ég ætti eftir aö vera ástmey þessa unga manns I fimm ár þá heföi ég ekki trúað þvi. Sumariö næsta á eftir var hræðilegt. Ég og Alexander rifumst oft. Við vorum ekki saman og okkur leiö ekki of vél. Ég vissi, að hann var með öðrum stúlkum. * Við hittumst yfirleitt i Sviss* Paris eða i Monte Carlo, en varla nokkurn tima i AþeniuÞess vegná sagði ég einu sinni við hann: „Ég ætla að koma- tií Aþenu.” Hann var fljótur að svara: „Ó, nei, ekki gera þaö, þú veizt blaðamehnirn- ir og allt það....”Ég varð reið og ákvað aö fara til Sardinfíi i leit að öðrum mönnum. Ég hafði slæma samvizku, þó að ég vissi, að Alexander væri með annarri stúlku. Næst, þegar hann hringdi til min, bráðnaði ég. 'Ég gat varla beðið eftir þvi að hitta hann. Þegar við sáumSt næst, gátum við sagt hvort ööru allt. Eftir þetta vorum við hvort öðru trú. Við höfðum gert okkur grein fyrir þvi, hve mikils virði samband okkar var.” „Þetta var hans fyrsta og eina raunverulega heimili. Aður bjó hann alltaf á hótelum eða i húsum einhverra annarra. Hann átti aldrei neina peninga sjálfur. Mér dauðbrá, þegar ég las það i frönsku blaði.að hann heföi arfleitt mig að hálfri milljón. Hann hefði áreiðanlega gert það, ef hann hefði getað. Ég vissi ekki við hvað var miöaö, franka, dollara eða pund. En hvað svo sem þaðátti að vera, var ekki eitt orð af greininni satt. Nótt eina var ég I samkvæmi og þaö haföi gengiö mikið á. Það haföi eitthvaö komið fyrir, sem gerði mig viti minu fjær af reiði. Ég var að þjóta út fokreið, þeg- ar Alexander greip allt I einu hönd mina I anddyrinu og sagði: „Þér eruð fallegasta kona, sem ég hef séð, og eg á eftir að elska yður.” Ég var enn reiö. En þegar ég leit á „drenginn”, sem hafði sagt þetta viö mig, þá skellihló ég og sagði honum að fara og leika sér Fiona og Alexander ferö- uðust mikið saman á einkáflugvél hans. 30. TBL. VIKAN 47 I

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.