Vikan

Tölublað

Vikan - 23.08.1973, Blaðsíða 25

Vikan - 23.08.1973, Blaðsíða 25
ar — Nei, Georg. Satt er það að visu, að við vitum um þetta mál. En það, að það gerðist fyrir svo löngu og að þér var sleppt, breytir engu, hvað Warner snertir, þvi að i hans augum er það aðalatriðið, að þú leyndir þessu. En frá mér fær hann enga skýrslu. Samkvæmt Skipun er málið úr sögunni frá þessari stundu. Georg hallaði sér fram, og var snögg- lega á verði og með spenntar taugar. — Hver gefur þá skipun? — Það er hún Athena Warner — frú Peter Surtees. Georg hnykkti til höfðinu. Sem snöggvast datt alveg ofan yfir hann. Það fór kuldahröllur um hann allan. Griley tók eftir þessum viðbrögðum hans. — Kannski veiztu ekki, að Athena er valdamikil i Northbankafélaginu. Þegar hún er hérna, fær hún allar skýrslur frá mér, áður en þær komast til bróður hennar. Þar áttu góðan vin, Georg. Hún stakk skýrslunni um þig undir stól og bað mig um að segja þér frá þvi, fyrir einum tveimur dögum. En ég dró að segja þér það, af þvi að ég kom mér ekki almennilega að þvi. — Þakka þér fyrir að segja mér af þvi, sagði Georg dræmt og stóð upp. Nú mundi hann skilnaðarorð frú Surtees við dyrnar i gærkvöldi. ,,Yður hefur væntanlega verið sagt, að allt sé i lagi?”. Hann heyrði Criley segja: — Þegar þú hefur lokið við járnbrautina þina, Georg, þá skaltu muna, að þú átt það að nokkru leyti að þakka frú Athenu Warner Surtees. Nei, hugsaði Georg um leið og hann gekk út. Hann vildi ekki eiga frú Surtees neitt að þakka. Hann mundi eiga það morðingja að þakka. Morðinginn var að segja, með vörum konu sinnar: Gerðu svo vel Young. Haltu þér saman um Leeds og Svarta prinsinn, og þá verður atvinnunni þinni borgið. Georg fór i litlu skrifstofuna sina i bráðabirgðahúsinu. Hann settist við borðið sitt og losaði um hálsinn á sér. Hann var sveittur og svo opnaði hann dyrnar til þess að fá hreint loft, frá sjávargolunni. Hann reyndi að skrifa eitthvað, svo sem vinnuseðla handa mönnum, sem komu i skrifstofuna, og bjuggust við að hitta Joe Hendricks þar. En Joe var enn ekki kominn aftur. Hann heyrði fótatak við dyrnar og leit upp þreytulega. Stór maður stóð i dyrunum, rauðhærður og kinnfiska- soginn. Hann var i vaðmálsfötum og peysu undir jakkanum. — Hr. Young? Röddin var hógvær og mjög kurteis. — Já, — Ég er Wilson liðþjálfi úr riddara- lögreglunni. Mig langaði að tala við yður. — Gott og vel. Fáið yður sæti. — Þakka yður fyrir. Stóri maðurinn settist andspænis Georg. — Ég kom heim til yðar i gær, hr. Young, en þá voruð þér i vinnu. Þér hafið mikið verk með höndum hérna. — Hafið þér áhuga. á járnbrautum? — Nei, en á yður. Andlitið á manninum var næstum sviplaust. Georg svaraði með varkárni: — Hversvegna? Er ég undir rannsókn lika hjá lögreglunni. Viljið þér, að ég fari að endurtaka alla ævisögu mina? Wilson liðþjálfi breytti varla svip. — Það verður ekki nauðsynlegt, sagði hann, — við vitum talsvert um yður, hr.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.