Vikan

Tölublað

Vikan - 23.08.1973, Blaðsíða 38

Vikan - 23.08.1973, Blaðsíða 38
Cilla stóö á steinstéttinni viö matjurtagaröinn og staröi á þennan eina vinstrifótarskó. Gamla golfskóinn af Dagmar. Þaö var svo ólikt Dagmar aö fleygja þannig frá sér hlutunum. En þetta var sannarlega ekkert leiöarljós fyrir Cillu, engin skýring á fjarvist systurinnár. Dagmar var horfin. algjörlega horfin og hún hlaut að hafa farið I flýti. En hvert og hvers vegna? Og hvers vegna hafði hún ekki skilið eftir neitt, sem benti til þess, hvar hún var niðurkomin. Ef allt hefði verið með felldu, þá hefði Dagmar aldrei sparkað svona af sér skónum á leiðinni að þvottahúsinu. Hún hefði örugg- lega sett þá snyrtilega við hliðina á hinum skónum, sem venjulega stóð i þvottahúsinu og hattinn hefði hún lagt upp á hilluna fyrir ofan fatahengið. Dagmar var þannig og það var ómögulegt að hugsa sér hana öðruvisi. En i dag hafði greinilega eitt- hvað komið fyrir, sem hafði snúið öllu við, svo að hún hagaði sér á allt annan hátt en hún hafði nokkru sinni gert áður, hún hafði sparkað af sér skónum og ætt af stað,^,— en hvert. Hún hafði kannski skipt um skó, til að fara i aðra þægilegri, til að ganga i, — já, eða að aka bil. Já, billinn! Cilla hafði alveg gleymt honum. Með miklu erfiði gat hún fært sorptunnuna, svo hún gat klifrað upp á hana og horft inn um gluggann á bilskúrnum. Þá sá hún, að stóri Volvoinn var þar á sinum stað. Hún hafði þá ekki farið neitt i bllnum. Óttinn náði nú algjörlega tökum á Cillu. Þetta var allt svo dularfullt og óskiljanlegt, svo ólikt Dagmar. Hún leitaði nú um trjágarðinn, eins vandlega eins og hún hafði leitað i húsinu áður. Garðurinn var stór og ákaflega vel hirtur. Cilla var fljót að leita i honum: það eina, sem tók nokkurn tima, var að leita undir rhododendronrunnunum. Dag- mar var ein af þeim, sem safnaði afbrigöum af þessum runnum og var búin að koma til, að minnsta kosti þrjátiu tegundum. Cilla var ekkert hrifin af þessum dökku runnum, en hún varð að viður- kenna, að þegar þeir stóðu svona i blóma, þá var þetta litaskrúð undursamlega fagurt. Fuglalifið var lika fjölbreytt i skjóli runnanna. En ekkert var þarna, sem gat á nokkurn hátt bent á, hvað oröið hefði af Dagmar. Nú var aðeins eftir að ganga meöfram ánni. Viö lóðamörkin uxu lítil barrtré og sigrænir runnar, en fyrir utan þau var lág- vaxinn runnagróður i snarbrattri brekkunni niður aö ánni. Dagmar átti það til að fá svima og hún hafði oft talað um, að nauðsynlegt væri að setja girðingu þarna, til 38 VIKAN 34. TBL. að fyrirbyggja, að hægt væri að detta niður. Frá gamalli tið lá mjór stigur inn að bænum. Cilla hafiö oft farið þarna niður að stignum, en þá hafði Dagmar si og æ varað hana við hættunni. Hún gat ekki séð neitt óvenju- legt þar. Það var ekki hægt að sjá, að neinn hefði verið þarna á ferð og hvergi var raskað gróörinum. Hún fór samt lengra niður stiginn, til að sjá, hvort Dagmar hefði kannske farið þarna upp á útsýnishæðina, fengið svima og fallið niður, þótt það væri ósennilegt. Cilla var ekkert lofthrædd, enda hafði hún oft farið i fjall- gönguferðir, meðan hún var við nám I Uppsala. Hún greip i hrislurnar, til að fullvissa sig um, að þær væru vel rótfastar, sem þær voru. Hún sparkaði frá sér lausamölinni og klifraði varlega niður. En það var sem hana grunaði, þar var ekkert að sjá, annað en nokkrar lausar greinar, sem höfðu fokið af trjánum, lik- lega um veturinn. - Þegar hún rétti úr sér og horfði upp með klettabrúninni, kom hún auga á þéttan runnagróður á ein- um stað i klettunum, sem annars voru naktir og sléttir. Þetta var liklega klettasylla, varla meira en rétt fótfesta. Það ætti að vera hægt að komast þar upp, þó ekki nema að runnarnir væru það rót- fastir, að óhætt væri að halda sér i þá. Liklega var ekkert þvi til fyrirstöðu, að þarna væri hægt að komast bæði upp og niður. En maður varð að standa fyrir neðan, til að sjá hvar helzt væri hægt að komast þetta, það var alls ekki hægt að sjá það ofan frá Klifurárátta Cillu gerði vart við sig. Hún hallaði höfðinu til vinstri, gekk svo nokkur skref, til að skoða þessa .syllu frá öðru sjónarhorni. Jú, það var senni- lega hægt að komast þarna upp. Efrunnarnirhéldu. Og lika niður En Cilla hristi höfuðið, hún hafði um annað að hugsa en að vera aö klifra þarna að óþöríu Ekki hvarflaði að henni, hve þessi klettasylla átti eftir að verða mikilvæg fyrir hana siðar um daginn, að hún myndi hrein- * lega ráða örlögum hennar, lifi eða dauða. Þegar hún var búin að fullvissa sig um, að ekkert væri þarna, sem benti til, að nokkur hefði farið sér þarna að voða, flýtti hún sér aftur upp brattann og var fljót lega komin að matjurtagarðinum og virti fyrir sér gróskuna. Bak við garðinn var gamall rauður kofi. Þetta hafði upphaflega verið verkfæraskúr, en Dagmar hafði látið lagfæra hann og stækka. Nú var þetta afdrep fyrir Curt Lagerberg, garðyrkjumanninn, sem hjálpaði bæði Dagmar og ungfrúnum á Ekehill. Hann gat skipt um föt þarna inni, þvegið Framhaldssaga eftir Gunnar Berg. Annar hluti. Auðvitað átti hún að fara tií baka, vita hvort Dag- mar væri ekki komin í leitirnar. En hugsunin ein vakti með henni ótta. Henni fannst sem einhver óljós hætta væri á næsta leiti og að hættan biði hennar i þögninni, sem lá yfir grasbölum og blóinstrandi runnum.Henni fannst sem hún hefði sloppið undan einhverju háskalegu á siðustu stundu. Eða einhverjum....

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.