Vikan

Tölublað

Vikan - 23.08.1973, Blaðsíða 23

Vikan - 23.08.1973, Blaðsíða 23
komið yfir til okkar og borðað hádegis- verð, og svo kannski reynt að renna fyrir fisk seinnipartinn. — Ég held ekki...Mary ætlaði að fara að segja eitthvað. en frú Surtees greip fram i fyrir henni: — Nei, við eigum ekki heima i Northbank. Við erum bara i húsinu hans bróður mins við Efri- vikina. Hann hr. Young þekkir það áreiðanlega. Blessaðar segið þér, að þér ætlið að koma. Georg fann, að Mary leit á hann. — Það er þá ákveðið sagði frú Surtee, án þess að biða svar. Maður hennar gekk til Georgs og rétti út hönd. Litlu augun horfðu fast framan i Georg. — Við hlökkum til að sjá ykkur, sagði hann við Georg. Svo sneri hann sér að konu sinni. — öndvegis hjón, elskan, sagði hann við opnar dyrnar og næstum yfir öxl sér, sagði frú Surtees aftur við Georg: —- Yður hefur vist verið sagt, að allt sé i lagi? Og enn beið hún ekki svars. Þegar þau höfðu lokað dyrunum sagði Mary við Georg: — Hvað átti hún við með þvi, að allt væri i lagi? — Það veit ég ekki, tautaði hann. En tókstu eftir þessu orði sem hann notaði. „öndvegis”? — Já. — Það er talsmáti i Yorkshire, sem er mikið notaður i Leeds. Það þýðir að eitthvað sé stórkostlegt eða ágætt. En hann er enginn Yorkshiremaður. Ég held hann hafi notað orðið viljandi, og ætlað mér að taka eftir þvi. Augun i Mary urðu eins og þoku- kennd. — Þú heldur, að hann hafi viljað láta þig vita, að hann þekkti þig? Að hann væri að ógna þér? — Það kynni að vera, sagði Georg. — Eða þá, að hann hafi verið að vænta ein- hverra viðbragða af minni hálfu. Mary gekk aftur inn i stofuna. — Ég hef aldrei séð önnur eins augu, sagði hún. — Ég er hrædd við þau. Og svo þessi einkennilegi og erfiði málrómur. Georg greip i handlegginn á Mary. — Þetta boð þeirra var ekkert annað en gabb. Ég á við, að það var algjörlega tilefnislaust og upp úr þurru. Veizt þú, hver hún er? — Já, svaraði Mary dræmt. — Hún er systir hans Alkis Warner. Að eiga heima i Northbank var sama sem að vinna hjá Wamer. Hann átti

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.