Vikan

Tölublað

Vikan - 23.08.1973, Blaðsíða 48

Vikan - 23.08.1973, Blaðsíða 48
BORGARTÚNI29 SLMI 18520. NÝR HVÍLDARSTÓLL Á SNÚNINGSFÆTI MEÐ RUGGU. B í Js L 0 Ð HOSGAGNAVERZLUN aB fá y&ur til a6 hafa ofan af fyrir Joan, þá gat hann lika haft auga me6 y6ur, þar sem þér áttuð von á barni. Það var svolitiö undar- legt, þegar hann lýsti þvi yfir, að hann ætlaði að fá einhverja, sem lika átti von á barni, langsótt, fannst mér. — Ég get ekki séð, að það hafi veriö svo skrýtið, sagði ég kulda- lega. — Ef Joan er eitthvað hrædd við að ala barnið sitt, þar sem svona margt hræðilegt hefur skeð, þá er ekkert skiljanlegra, en að hann vildi hafa hjá henni manneskju, sem líka á von á barni, þaö gæti verið eina leiðin til að róa hana. Nú var hann oröinn mjög háös- legur á svip. — Ég held, að ekkert geti gert Joan neitt verra, en að komast að þvi, aö hann standi i annarskonar sambandi við yður, en beinlinis sem vinnuveitandi. Nú var það farið að siast inn i mig, hvert hann var að fara. Ég fann hvernig blóðið þaut upp i kinnar mér af reiði. — Haldið þér i raun og veru, að hann sé faðir að barninu, sem ég geng með? Ég verö aö viöurkenna, að hann var orðinn hikandi. — Já, það held ég, er það ekki rétt? Ég spratt á fætur, frávita af reiði. — Ég held nú sé kominn timi til að fara heim, sagði ég og lagöi áherzlu á hvert orð. Það varð hljótt i salnum. Allir störðu á okkur, þegar við flýttum okkur út. Og ég skil það vel. Þarna sat ég, sem var i þjónustu Sanders fjölskyldunnar og drakk með ein- um af húsbændunum. Hann æstur og hún virtist að þvi komin að springa 1 loft upp. Ég gat næstum heyrt hugsanir þeirra. Það sá lika hvert mannsbarn, að ég var komin langt á'leið. Við sögðum ekki orð alla leiðina. En þegar við komum inn i anddyrið, greip hann i hand- legginn á mér. — Mér þykir leitt, að ég skyldi særa yður. En þér vilduð fá að vita, hvað ég hélt. — Þér eruð ekki beinlinis manhþekkjari, sagði ég, fjúkandi vond. — Ég veit, að mér hefir skjátlazt, sagði hann. En eruð þér þá mannþekkjari sjálf? — Ja..égveitþað ekki,sagði ég hikandi. — Það væri skaðlaust, að þér væruð það, sagði hann og sleppti handleggnum. En þessi orð hans hijómuðu sem viðvörun. Gagn- vart hverju eða hverjum? A sunnudag hlýnaði svolitiö, en þá var loftið þungbúnara. Allt var nú grámuskulegt og það birti eiginlega aldrei til fulls. Maggie var hálf ergileg og Charles tók sig til og lék sér við hana og Depil stimdarkorn. Ernest sá ég ekki. Þótt hann heföi sært mig, var mér samt ljóst, að hann hafði komið heiöar- lega fram viö mig. Þegar ég hugsaði nánar um þetta, var þetta eiginlega sennilegra, eins og hann hafði hugsað sér, heldur en raunveruleikinn sjálfur. Mér var runnin reiðin i hans garö og ég vonaði.að hann tæki ekki upp á neinu skelfilegu min vegna. Ég lá i rúminu og fletti viku- blaði, en ég hlyt að hafa dottað, þvl aö ég hrökk skyndilega við. Ég heyröi raddir fyrir utan dyrnar hjá mér. — Það held ég ekki, heyröi ég Charles segja. — Ég skal spyrja Anne, en ég held aö hún hafi lika verið sofandi. Ég var komin fram aö dyrum, áður en hann náði þvi að berja. Hann var úfinn og var i peysu og kuldaskóm. — Er Maggie hjá þér? spurði hann. Ég leit af honum á barn- fóstruna, sem stóð fyrir aftan hann. Hún var mjög óttaslegin. — Depil er horfinn og Maggie ætlaöi að leita að honum. Nú finn ég hvorugt þeirra. — Hún hlýtur að vera einhvers- staðar i húsinu, sagöi Charles og reyndi að róa stúlkuna. Við skul- um skipta okkur. Mathilde, þú leitar uppi á háalofti og þú, Anne, leitar hér niðri. Ég lit niður niður I kjallara og ef ég þekki Depil rétt, þá eru þær þar. Ég varð rólegri, þegar ég sá hvernig hann tók þessu, en þegar hann stöðvaði mig, eftir að Mat- hilde var farin upp og sagði: — Joan lagði sig, ég ætla að biðja þig að láta hana ekki verða vara við þetta, þá kom gamli óró- leikinn yfir mig aftur. Ég leitaði um allt. Ég opnaði alla skápa, gáði undir húsgögnin, en Maggie og Depill voru hvergi sjáanleg. Ég vissi, aö ekki var allt með felldu. Það hefði ekki leynt sér, ef Maggie hefði fundið Depil, þá hefðum við heyrt i þeim báð- um. Ég stóð i anddyrinu og beiö eftir Charles og Mathilde, þegar úti- dyrunum var hrundið upp og Ernest kom inn. — Ég er búinn aö láta bera sand á veginn, sagði hann. — Garöyrkjumaöurinn er veikur, með háan hita, svo hann gat ekki gert það. Hvaö er um að vera? spurði hann hvasst. — Depill er horfinn og Maggie fór aö leika að honum og nú finn- um viö hvorugt þeirra. — Hafið þið gáð í kjallarann? — Charles fór þangað, sagði ég og Ernest sneri sér snöggt við og fór þangað lika. Ég fór fram I eld- hús og I þvi kom Mathilde. Hún var óttaslegin og ég skildi hana vel. Minningin um hvarf Peters var mér I svo fersku minni. — Ég er búin aö leita um allt, sagði hún. — Ég fór, meira að segja, inn til gamla herrans, en þar voru þær ekki. Ég leit i kringum mig. Ég fann, að einhversstaðar frá kom drag- súgur. Eldhúsdyrnar stóðu upp á gátt! Hversvegna hafði enginn tekið eftir þvi fyrr? Úr þvi að dyrnar voru opnar, gat Depill auðveldlega hafa farið þar út og Maggie heföi ekki hikað við að fara á eftir honum. Þaö mátti engan tima missa. Ég fleygði kápu yfir axlirnar og hljóp út. Bilskúrsdyrnar stóðu upp á gátt og Charles hafði ekið bilnum sin- um út. Hann hafði greinilega ekki fundið Maggie i kjallaranum og þvi farið að leita i bilnum. Það var ljós i hlöðunni og þar hitti ég Ernest. — Hvað eruð þér að gera hér? sagöi hann. — Fariö strax inn aftur. Það er hættulegt að vera úti i þessu myrkri. • ■ Ég svaraði ekki, en sneri við. Hann hafði engan rétt til aö skipa mér fyrir verkum og ég hafði heldur ekki löngun til að tala um þetta við hann. En á leiðinni til hússins, datt mér nokkuð i hug. Klettarnir! Hversvegna hafði mér ekki dottið það i hug strax. Maggie heföi auðvitað ekki farið þangað, nema ef hún hefði verið að elta Depil. Ég hikaði ekki andartak, en fór að vaða snjóinn. Þá kom ég auga á sporin eftir hundinn. Ég hafði þá átt koll- gátuna, Ég sá engin spor eftir Maggie, en það gat verið að hún heföi gengið I stór spor, sem voru i snjónum, liklega eftir Ernest. Viða hafði hrunið úr' skafl- brúnunum, þar sem svolítið var farið að hlána. Ef snjórinn hefði nú látið undan þunga telpunnar... Ég svitnaöi af ótta, þrátt fyrir kuldann.. 1 sjónhending sá ég þetta allt fyrir mér allt, sem var svo ógnvekjandi á þessum stað, þessi ofboöslegu örlög, sem virtust hvila yfir Sanders Hall! — Maggie, Depill! Ég reyndi aö yfirgnæfa hávaöann i vindin- um. Og þegar ég stóð þarna heyröi ég það, heyrði hljóðið. Þar var hundur að gelta. Ég lagðist á hnén á brúninni og teygði mig fram. Ég sá daufa rönd niður að vatninu. En myrkriö huldi mér sýn. Hvað lá þarna niðri? Ég reyndi að grilla gegnum myrkrið og beygði mig lengra fram á brúnina. Þaövareitthvaö dökkt..rautt..Maggie hafði verið i rauöum gallabuxum. — Maggie! Dökki bletturinn hreyfðist ekki, en svo heyröi ég aftur I hundin- um. Ég þorði ekki að lita i kring- um mig, en mjakaöi mér hægt niður á móti, niöur aö hrúgunni, sem hlaut aö vera Maggie. Frh. i næsta blaði. 48 VIKAN 34. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.