Vikan - 23.08.1973, Blaðsíða 44
Lykillinn að nýjum heimi
Þér lærió nýtt tungumái á 60 tímu
LINGUAPHONE
Tungumálanámskeió á hljómplötum eóa
segulböndum til heimanáms:
ENSKA, ÞÝZKA, FRANSKA, SPÁNSKA,
PORTUGALSKA, ITALSKA, DANSKA,
SÆNSKA, NORSKA. FINNSKA,
RÚSSNESKA, GRlSKA. JAPANSKA o. fl.
A-fborgunarskilmálar
Hljódfœrahús Reyhjauihur Laugauegi 96 limi: I 36 66
verið að klippa kanta i morgun.
— Við sjáum ekki yfir i garðinn
til frú Söderberg héðan. Og þess
utan leggjum við ekki i vana
okkar að njósna um nágrannana.
Ungfrú Louise virtist hækka um
nokkra centimetra: röddin var
valdmannsleg og hún þandi
brjóstin undir rósótta kjólnum.
—Mér þykir leitt að geta ekki
veriö yður til aðstoðar. En það er
sjálfsagt einhver einföld skýring
á fjarvist frú Söderberg.
— Já, það er liklega bezt, að ég
flýti mér. Cilla var niðurdregin og
hún stóð ekki strax upp. — Ég
verð að reyna að spyrjast fyrir
um hana i húsunum hérna i
grenndinni. Ef það ber ekki
árangur og Dagmar kemur ekki
innan klukkutima, þá er ekkert
annað fyrir mig að gera en að
hringja i lögregluna.
Stundarkorn var dauðaþögn.
Það var eins og orð Cillu hefðu
fallið I djúpan brunn og kafnað.
Cilla beygði sig og tók upp
töskuna sina. Ungfrú Louise leit
upp að húsinu og andlitssvipur
hennar virtist alveg stirnaöur.
— Ég skil ekki hvers vegna
Vilma kemur ekki til að leggja á
borðið, sagði hún.
Þannig hefði þessu átt að ljúka.
Cilla hefði átt að fara og henni
fylgt úr hlaði með háttvisum
kveðjum og afsökunum. Það var
ungfrú Ingeborg, sem eyðilagði
myndina, sem átti að sýna, að allt
væri með venjulegum hætti. Hún
hrópaði upp yfir sig, með skrækri
rödd: — Lögregluna! En það er
hræðilegt. Þaö hefur ekkert skeö,
alls ekki neitt. En hvað sem þér
gerið, þá hafið það hugfast, að
nefna okkur ekki á nafn. Við vilj-
um ekki láta blanda okkur i nein
lögreglumál! Ég skil ekki hvers
vegna þér komið hingað....
Lágvær rödd ungfrú Louise tók
fram i fyrir henni. — Ingeborg
min, láttu ekki svona út af engu.
Ungfrú Malmström gerir auð-
vitaö það, sem henni finnst
réttast. En persónulega myndi ég
ekki fara að ómaka yfirvöldin,
þegar svo litið er til að styðjast
við. Ég myndi óttast, að þeir litu á
mig sem einhvern kjána. Bara
vegna þess, að frú Söderberg stóð
ekki I dyrunum, til að taka á
móti...
— Það er nú annað og miklu
meira en það, sagði Cilla óþolin-
móð.
— Ef þér lokið ekki augunum
viljandi fyrir staðreyndum, þá
hljótið þér að sjá....
Það var tilgangslaust að tala
við þær. Ef hún staldraði lengur
við, yrði hún bara ergileg og
kannske óþægileg i þeirra garð.
Það var augljóst, að þær vildu
alls ekki liðsinna henni, vildu fá
að vera I friði. Þær voru ákveðnar
i að halda þessu til streitu, hvort
sem það var af hræöslu, sjálfs-
elsku eða hreinlega af sljóleika,
þá gat ekkert breytt þvi.
Hún sagði eitthvað til að afsaka
átroðninginn, stóð upp og flýtti
sér burt og hún fann, hvernig þær
horfðu á eftir henni, alla leið út að
hliöinu. Eigingjarnár gamlar
múmiur, hugsaði Cilla. Dagmar
var þó góður kunningi þeirra.
Þegar Cilla var úr sjónmáli
tautaði ungfrú Ingeborg
vandræðalega: — Hugsaðu þér
Louise, eitt andartak fannst mér
ég vera sek. Hugsaðu þér, ef þetta
sem ég heyrði, hafi nú verið
neyðaróp....ef þetta hefir nú verið
Dagmar. En það er auðvitað
fráleitt. Það hlýtur að hafa verið
einhver furðulegur fugl, þeir eru
oft svo háværir á morgnana.
Nýlegu húsin tvö, sem Cilla
haföi tekið eftir um morguninn,
lágu I svo mikilli fjarlægð, að það
var varla sennilegt, að ibúar
þeirra hefðu orðið varir við
nokkuð, sem gerðist i trjágarði
systur hennar. Það sem nær lá,
var ákaflega glæsilegt hús i
nýtizkulegum stil, ein af þessum
milljónavillum, hugsaði Cilla.
Þrjár kvenverur tóku á móti
henni, fullorðin, nokkuð upp-
skrúfuð kona og tvær dætur
hennar ungar að aldri. Þær voru
allar mjög glaðlegar. En það kom
fljótt I ljós, að þær voru allar svo
uppveðraðar vegna undirbúnings
undir brúðkaups eldri
dótturinnar, að þær höfðu ekki at-
hugað neitt utan við sinn eigin
sjóndeildarhring.
Hitt einbýlishúsið var lika ný-
byggt, en miklu einfaldara i snið-
um. A bekk fyrir utan húsið sátu
eldri hjón i sólinni, vafin ágreið-
um upp að hálsi. Það var ekki
sennilegt, að Cilla fengi
upplýsingar hjá þeim. Cilla var
hrædd um, að þau yrðu kennski
eitthvað rugluð, ef hún færi að
koma með langar skýringar, svo
hún spurði þau einfaldlega, hvort
þau þekktu frú Söderberg og
hvort þau hefðu nokkuð orðið vör
við hana á veginum.
Gömlu hjúin töluðu hvort upp i
annað. Jú, þau þekktu frú Söder-
berg, það var hún sem hafði keypt
stóru lóðina með trjágarðinum.
Þau höfðu nú ekki séð hana
þennan daginn, en það var
ósennilegt, að hún færi að heiman
i svona^góðu veðri. Það var lika
áttundi júni og þau vissu, að það
var afmælisdagurinn hennar og
þá var hún alltaf heima, til að
taka á móti systur sinni.
— Þá hefðuð þið séð, ef frú
Söderberg hefði gengið eftir
veginum?
— Það hefir enginn gengið hér
framhjá, nema ungur maður og
hann kom úr hinni áttinni, frá
borginni. Það var hár maður, i
svörtum buxum og ljósum jakka.
Hann var lika með skjalatösku.
Cilla þakkaði þeim fyrir upp-
lýsingarnar og gekk i burtu.
Meðan hún var á leiðinni að gang-
brúnni, var hún að hugsa um,
hvort ekki væri viðgerðarverk-
stæði eða bensinstöö þarna i
grenndinni. Hún komst ekkert
leiðar sinnar, ef hún gæti ekki
komið bilnum i gang. Hún hafði
ekki lyklana að bil systur sinnar
og ekki þýddi að fara fram á að fá
léðan bil hjá Ekebomsystrunum.
Þær myndu bara koma með langa
fyrirlestra um það, hvers vegna
þær gætu alls ekki séð af bilnum
sinum.
Rauði Saabinn stóð ennþá á sin-
um stað við vegbrúnina, en þar
var kominn annar bill, stór Ford.
Dyrnar að framsæti stóra bilsins
voru opnar og ungur maður var
hálfur inni i bilnum aö ná i ein-
hver blöð upp úr skjalatösku.
Hann leit upp, þegar Cilla kom,
hneigði sig hressilega fyrir henni
og brosti út undir eyru. — Eruð
þér á leið til borgarinnar? spuröi
hann. — Ef svo er getiö þér fengiö
aö sitja i hjá mér, ef þér viljið
biða i nokkrar minútur. Þaö er
löng leið að strætisvagnastöðinni
og vagnarnir ganga ekki nema á
klukkutima fresti um þetta leyti
dags.
Hann var með ljóst, liðað hár,
glaðleg blá augu og sterklega
höku. Cilla var mannþekkjari og
hún gizkaöi á, að hann væri eldri
en hann leit út fyrir að vera.
Hún benti þreytulega á
Saabinn. — Ég varð bensinlaus.
Ég hélt, að það hlyti að vera ein-
hver bensinstöð hérna.
— Ekki hér i fámenninu, sagði
hann. — Eruð þér búin að gana
lengi i þessu strjálbýli hér?
— Aðeins að hvita húsinu þarna
hinum megin. Ég ætlaði aö hitta
systur mina.
— Og hún hefir náttúrlega
gleymt, að þér ætloðuð að koma
og er farin til borgarinnar? sagöi
ungi maðurinn. — Komiö og
setjist hérna i framsætið, þar er
skuggsælt. Þér skuluö ekki vera
svona hræðsluleg, þetta er allt i
lagi ég geri ekki flugu mein. Ég er
blaðamaður og ég hefi verið aö
tala við frumbyggjana hérna og
lika við fólkið, sem er nýflutt
hingað. Það er einhver mótmæla-
alda á döfinni, fólkið er ekki
ánægt með nýja skipulagið. Það
er svo sem skiljanlegt, aö fólkið
vilji ekki láta jarðýtur og önnur
tryllitæki eyðileggja sveita-
kyrrðina, og það eru mikil mót-
mæli höfð i frammi, vegna þess
að i ráði er að byggja hér i
nágrenninu tólf hæða blokkir,
tilheyrandi þjónustu. Hann
hló.
— Þetta er sama sagan með
alla smábæina hér i þessu landi.
— Ég er nú að verða tilbúinn
sagði hann. — Það er bara einn
gamall náungi, sem er svolitið
tortrygginn og heimtar að fá að
lesa það, sem ég hefi skrifað.
Hann er heyrnalaus, svo ég get
ekki lesið það fyrir hann i sima.
Ég þarf að sýna honum handritiö,
en það tekur ekki langan tima,
þvi að ég skrifaði aðeins nokkrar
linur um gamla manninn. Sittu
bara hérna á meðan og fáðu þér
sigarettu. Hann fleygði sigarettu-
pakka og kveikjara i sætiö.
Cilla fékk fyrir freistungunni.
Það gat verið gott að hvila sig um
stund og fá sér sigarettu. Hún var
búin með sinar eigin. Hún kveikti
I og hallaöi sér aftur á bak I
sætinu, lokaöi augunum og
hugsaöi sitt ráð, hvað hún ætti að
gera næst.
Þaö var svei mér heppni að
hitta þennan elskulega mann,
hugsaði hún. Annars var Ilklega
.ekki margt um manninn á svona
hliðarvegum. Cilla haföi það á til-
finningunni, að hún heföi ein-
hverntima séö þennan mann, en
hún gat ekki komiö þvi fyrir sig,
hvar og hvenær þaö heföi veriö.
Þaö gat veriö eitthvaö I sambandi
viö forlagiö, hann sagöist vera
blaöamaður. Jæja, það skipti svo
sem ekki máli, vingjarnlegur var
hann og hann virtist lika
dugnaðarnáungi. Það gat veriö,
að hann gæti hjálpaö henni með
Saabinn.
Þaö var um aö gera að koma
bilnum I lag, þá gæti hún fariö að
leita systur sinnar fyrir alvöru.
Leita, já...en hvar? Hún hafði
44 VIKAN 34.TBL.