Vikan

Tölublað

Vikan - 23.08.1973, Blaðsíða 30

Vikan - 23.08.1973, Blaðsíða 30
Sumarsaga Þau voru komin að húshorninu, þá herti Georg takið a handleggnum á Mary. Einhver maður stóð við jeppann og athugaði hann. Georg þekkti að þarna var Surtees kominn. Og nú sneri maðurinn sér við, horfði i áttina til hússins og kom auga á þau. Hann var i háum stigvélum og veiðijakka og með riffil i hendi. Andartaksstund stóðu þau öll graf- kyrr. Þá hvislaði Georg að Mary: — Komdu með mér, og þau gengu i áttina að jeppanum. Surtees gekk i veg fyrir þau. Hann var náfölur i framan og litlu augun störðu á Georg, rétt eins og hann tryði þeim ekki. — Farðu upp i, Mary, sagði Georg lágt. Litlu augun tinuðu. — Nei, sagði Surtees. — Gerðu eins og ég segi, Mary. — Nei endurtók maðurinn. Það var rétt eins og hann réði ekki við varirnar á sér og það voru kippir i öllu andlitinu, af skelfingunni af að sjá Georg þarna ljóslifandi. Nú renndi hann augunum að húsinu, rétt eins og hann væri hræddur við eitthvað, og svo varð hann óþolin- móður og taugaóstyrkur. — Gangið á undan mér! skipaði Surtees. — Niður á bryggjuna. — Lofið konunni minni að fara, sagði Georg, loðmæltur. — Bæði tvö! Og flýtið ykkur. — Konan min gerir yður ekkert mein. Það var eins og riffilhlaupið ýtti við Georg. — Þér heyrðuð til min. Ég skýt. Og Georg vissi vel, að þetta var alvara. Það var stuttur spölur frá húsinu niður úbryggjuna. Þegar þangað kom, Morðinginn var að segja með vörum konu sinnar: Gjörðu svo vel, Young. Ef þú þegir, er at- vinnu þinni borgið... sagði Surtees: — Farið þið niður i bát- inn. Báturinn, sem var bundinn við bryggjuna, var átján átján feta skemmtibátur með vél en annars opinn að mestu. Aftan i honum var litil julla með utanborðshreyfli. í stærri bátnum var ofurlitil káeta frammi, gluggalaus og sennilega ætluð fyrir veíðarfæri. Hurðin á þessari káetu var upp á gátt og þegar Mary og Georg komu út i bátinn, skipaði Surtees: — Farið þið inn i káetuna, og sitjið þar, Látið ekki sjá ykkur og gefið ekkert hljóð frá ykkur. Káetan var litil kytra með sætum báðum megin. Georg settist andspænis Mary, rétt innan við dyrnar. Hann heyrði, að Surtees losaði bátinn og sá hann fara um borð og ræsa vélina. Svo kom hann frameftir og að stýrinu, sem var fest á þilið á káetunni, rétt við dyrnar. Georg gat heyrt að báturinn lagði frá bryggjunni með rykk og dró á eftir sér julluna. Hann leit upp og á Surtees. Nú heyrðist annað hljóð gegn um skröltið i bátsvélinni. —- Heyrirðu i flugvélinni þarna? sagði Georg gegn um vélarskröltið. — Hún er að sækja hann Hendricks til þess að koma honum á spitala. Hann var á skjöktvagninum, sem ég átti að vera á. Og hann var i frakkanum minum. Hann er i lifshættu. Maðurinn við stýrið svaraði engu. — Lögreglan veit allt um yður, Surtees. Haldið þér, að þér getið haldið

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.