Vikan

Tölublað

Vikan - 23.08.1973, Blaðsíða 19

Vikan - 23.08.1973, Blaðsíða 19
Sumarsaga Spennandi sakamálasaga eftir John Rhodes Sturdy Þýðandi: Páll Skúlason ár Hann var i samkvæmi i hinu nýja húsi bankast jórans i bæ að nafni Northbank i Alaska. Hann var kynntur fyrir manni, sem hann þekkti á augabragði. Mál- rómurinn tók af allan vafa, þvi að engar tvær raddir gátu verið svona nákvæmlega eins. Hann var hikandi i tali, ofurlitið kverkmæltur og röddin laus við útlenzkuhreim. Hann stóð aug- liti til auglitis við mann, sem hann hafði horft á fremja morð — fyrir fimmtán árum. Eftir fimmtán ár — og það var rétt eins og þessi fimmtán ár væru snögg- lega þurrkuð út úr huga Georgs Young — stóð hann augliti til auglitis við morðingja. Hann var alveg hárviss um, að þetta væri sami maðurinn. Timalengdin skipti engu máli — hann misminnti þetta ekki. Nú horfði hann i augu morðingjans, alveg eins og forðum i mjóa geislanum frá vasaljósinu, fyrir fimmtán árum, undir likneskjunni af Edward, sem kallaður var Svarti Prinsinn i borginni Leeds. Og nú var hann i kokteilsamkvæmi i nýja húsinu bankastjórnans i bæ að nafni Northbank i Alaska. Hann var að heisa og morðinginn að segja: „Komið

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.