Vikan - 27.09.1973, Page 29
hrúgast upp kveöjur meö þeim.
En þær Islenzku plötur, sem kom-
iö hafa út upp á síökastiö hafa
ekki átt vinsældum aö fagna. Þar
á ég einkum viö plötur Svanfríö-
ar, Náttúru og ískross, þó þetta
séu allt mjög góöar plötur.
— Nú veröur nafn og heimilis-
fang sendanda að fylgja öllum
kveðjum. Hvers vegna?
— Þessi regla var sett af Út-
varpinu einhvern tima fyrir löngu
til aö koma I veg fyrir gabb- og
platkveðjur. Þaö koma alltaf
nokkrar svoleiöis, en þær
eru flestar auðþekktar.
— Að lokum, hefur þú áhuga á
aö vinna meira fyrir Otvarpið?
— Já.
Texti:
Páll
Hermannsson
Ástarkveðjur
í hálfdósum
rætt við Ragnheiði Drifu
Steinþórsdóttur
Ragnheiður Drlfa Steinþórs-
dóttir hefur annazt þáttinn I tvö
ár.
— Hvað kom til, aö þú tókst aö
þér stjórn þáttarins?
— Ég vissi, að Geröur Guð-
mundsdóttir Bjarklind var að
hætta og ég hafði áhuga, svo aö ég
sótti um.
— Hvernig undirbýröu þátt-
inn?
— Jú, ég byrja náttúrlega á þvl
aö opna bréfin, slöan klippi ég frl-
merkin af umslögunum. Þvi næst
les ég öll bréfin og skrifa upp lista
yfir lögin, sem beöiö er um, til að
sjá hvaöa lög eru vinsælust.
— Hvað þarf ein kveöja eöa
bréf að innihalda til þess aö veröa
lesin upp?
— Ekkert sérstakt. Ég vel
kveöjur og lögaf handahófi, þegar
ég hef valið þau 5-6 mest eftir-
sóttu. Ég tek svona 2-3 alveg ný
lög og kannske eitt gamalt, mér
finnst allt I lagi að rifja upp gömlu
lögin. En ég reyni aö taka kveöj-
ur, sem koma frá krökkum, sem
eru erlendis.
— Hvaöum málfar kveöjanna?
— Það eru allir að reyna aö
vera sem frumlegastir. Einhver
fékk til dæmis heildsölubirgðir af
niöursoönum ástarkveöjum I
hálfdósum. Þaö eru til allar út-
gáfur af ástarkveöjum, en ég þori
samt ekki aö taka allar meö.
— Hvaöberast margar kveöjur
I hvern þátt?
— Um það bil 120-150, en þaö
eru bara 20-25 kveöjur, sem ég get
lesið.
— Teluröu þáttinn vera meira
fyrir kveöjur en lög?
— Já, slöan öll pophornin byrj-
uðu I útvarpinu hljóta „Lög unga
fólksins” aö vera meira fyrir
kveðjur en lög, þó aö alls ekki
megi sleppa lögunum. Þaö mundi
sjálfsagt fáir hlusta á 50 minútna
upplestur á kveðjum.
— Ef bærist bréf meö ósk um
upplestur á kveöju meö laginu
Dlsa I dalakofanum, sem Hreinn
Pálsson syngi, mundir þú koma
kveöju og lagi til skila?
— Já, þaö held ég. Einhvern
tlma hef ég spilað Söng villiand-
arinnar meö Jakobi Hafstein.
— Áttu einhverja uppáhalds-
hljómsveit?
— Mér hugnast Emerson Lake
og Palmer, þeir eru ágætir og
Moody Blues. Annars er ég ekki
föst I neinni ákveöinni stefnu eöa
svoleiðis.
— Mundir þú hlusta á „Lög
unga fólksins”, ef þú værir ekki
með þáttinn?
— Ég hlusta oftast á Sigurö
Garöarsson, svona til aö spila
ekki sömu lög og hann, og svo
hlusta ég líka oftast á pop-horniö,
ekki bara af því, að ég er meö
„Lög unga fólksins”, heldur
vegna þess aö ég hef áhuga.
— Er einhver verkaskipting
milli Laga unga fólksins, sjúkl-
ingaþáttarins og sjómannaþátt-
arins? Það viröast nefnilega vera
mikiö meira ættjaröarelskandi
fólk, sem sendir kveöjur I sjúkl-
ingaþáttinn en lög unga fólksins,
þvl oft er stór hluti sjúklingaþátt-
arlns helgaöur islenzkum lögum,
en þau heyrast öllu sjaldnar I
Lögum unga fólksins?
— Nei, þaö er engin samvinna
milli þessara þátta. Þaö er bara,
að fólkiö, sem sendir kveðjur I
sjúklingaþáttinn og Lög unga
fólksins, er hvort á sinum aldri.
Annars hafa Islenzk lög notiö
meiri vinsælda en erlend I Lögum
unga fólksins, en þaö er bara ekki
um auöugan garö aö gresja meö
Islenzkar plötur fyrir ungt fólk. —
Þaö er eiginlega alveg sama,
hversu mikiö hallærislag þaö er,
bara að þaö sé Islenzkt, þá veröur
það vinsælt.
Aöspurö sagöist hún ekki hafa
spilað handbolta, siöan hún var
ung.
39. TBL. VIKAN 29