Vikan

Tölublað

Vikan - 27.12.1973, Blaðsíða 14

Vikan - 27.12.1973, Blaðsíða 14
fjörlegur piltur, en hann bjó alltaf yfir einhverjum ó{ta viö aö trúa á nokkurn skapaöan hlut. Nú var hann aöeins hneykslaö- ur yfir þvi aö vera fangelsaöur, en honum fannst þaö lika hálfveg- is fyndiö og hann var viss um, aö hann yröi látinn laus von bráöar. Hann var sannarlega ekki þess- legur, aö hafa framið morð og hann trúöi þvi ekki sjálfur, að þetta gæti komiö fyrir hann. Viö höföum fariö yfir öll atvik, aftur og aftur og reyndum aö finna ein- hverjar skýringu. „Margot sat á svölunum fyrir framan herbergiö sitt á fyrstu hæö”, sagöi Stuart mér. „Hjóla- stóllinn hennar stóö rétt við þenn- an hræöilega skápall, sem átti aö gera henni kleift aö komast hjálparlaust niður 1 garöinn, þeg- ar hún vildi. Ég var oft búinn að segja við Julian, að þetta væri hættuleg rennibraut, alltof brött, en þaö voru hemlar á stólnum og hann hélt að þetta væri alveg ör- uggt”. Þrátt fyrir boröiö og grindina, sem voru á milli okkar, var bjart i kringum hann. Hann lýsti alltaf upp umhverfi sitt, meö glaölyndi sínu hreysti og æsku. Hann var hávaxinn og grannur, sterklegur og liöugur, eins og skiöamenn þurftu aö vera og ætiö i fullu jafn- vægi. Hann var skjólstæöingur Julians, sem var aö þjálfa hann fyrir ólympiuleikana. Hann haföi mestar áhyggjur af þvi núna, að sóá dýrmætum tima I fangelsinu og aö Julian yröi fyrir vonbrigö- um. Hann gat heldur ekki trúað bvi á Julian, aö hann héldi i raun og veru, aö hann heföi myrt konu hans. „Þetta verður allt i lagi, þegar Julian kemur heim”, reyndi hann aö fullvissa mig um. „Hann getur strax látiö losa mig úr haldi”. Ég var ekki svo viss um það og ég haföi siöur en svo mikiö álit á Julian, hann var sannarlega eng- in hetja i minum augum. „Þetta hefðí getaö verið venju- legt slys, þar sem stóllinn stóö svona náiægt þessari rennu, hemlarnir hafa getaö bilaö. Segöu mér þetta allt einu sinni ennþá. Ég vil hafa það allt i huga, þégar ég kem til Greystones”. Hann brosti, en reyndi samt að fá mig ofan af þessum fyrirætlun- um. „Þú græðir ekkerb á þessu. Þaö kémst einhver aö þvi, hver þú ert, þótt við berum ekki sama nafnið. Þaö var mynd af þér i blööunum og þar var sagt frá þvi, aö þú-'værir hálfsystir min, Linda Earle”. Þaö haföi’ þá strax veriö reynt aö koma sökinni á Stuart, en hann var ekki ákæröur þá og blaða- maöur hafði haft lauslega tal af mér. „Sú mynd vör ekki'hiö minnsta Hk mér, pg hver heldurðu aö muni eftir nafni, sem nefnt var einu sinni fyrir sex mánuðum?” Ég bjó I borginni og frá upphafi haföi ég ekki verið hrifin af þvi hve Stuart var góður á sklöum. Ég var heldur ekki hrifin, þegar Julian McCabe tók eftir honum og sá kannski i honum uppfyilingu þeirra vona, sem hann hafði boriö .1. hrjósti um meistaratitilinn, sjálfum sér til handa. Þess vegna haföi Stuart ekki haldiö því svo mjog á lofti, aö hann ætti systur. Mér fannst ég vera alveg örugg um, aö enginn kannaöist neitt viö mig. „Segöu mér þetta allt einu sinni ennþá”, sagöi ég ákveöin. „Adria var hjá móöur sinni, rétt áöur en þetta skeöi. Er þaö ekki rétt?” Hann brosti dapurlega. „Adria átti eitthvaö I útistööum viö móð- ur sína og öskraöi hátt, eins og átta ára krakkar gera oft. Við Clay Davidson vorum aö tala saman I næsta herbergi, bókaher- berginu. Ég kom aldrei i nám- unda viö Margot þennan dag. Ég yfirgaf Glay og gekk aö aöaldyr- unum. Shan, systir Julians var aö koma niöur stigann, til aö vita hvaö væri að Adriu, sem haföi þotiö upp stigann. Ég hinkraöi viö og talaöi viö Shan nokkur augna- blik og gekk svo út. A meðan rann hjólastóllinn með Margot á fullri ferö niöur hallann, rakst á grind- verkiö við gilbrúnina, sem brotn- aöi og hún stakkst fram af klettin- um niöur I giliö”. Mér var kunnugt um þaö, sem á. eftir fór. Hún haföi hálsbrotnaö og dó samstundis. „Var giröingin ekki örugg?” spuröi ég. — Nei, það var eitthvað grugg- ugt við þaö. Þetta haföi álltaf ver- iö álitin sterk giröing. Ég vildi láta þaö koma vel fram. Ég veit ekki hvaö lögreglan hefur gert I þvl tilviki”. „Ég ætla sannarlega að kynna mér þaö”, sagöi ég. „En hvaö skeöi svo, strax á eftir? Þaö var maöur I garöinum, — ráösmaður- inn? „Emory Ault. Hann er reyndar furöulegur náungi. Mjög hrjúfur i viðmóti, en mjög góður skíðamaður. Hann dáöi Julian, þótt hann virtist ekki hafa dálæti á neinum. Hann hefir veriö I þjón- ustu fjölskyldunnar siöan Julian var litill drengur. Hann kenndi honum á skíðum og hann haföi llka hönd I bagga með þjálfun minni, þótt honum væri ekkert um mig gefið. Ég held, aö hann sé sár yfir þvl, að nú orðiö er ég betri skíðamaður en Julian. Emory var aö vinna i garöinum og þaö var hann, sem hélt þvi fram, aö ég heföi hrint Margot fram af. Hann segist raunar ekki hafa séð það og ekki heldur hver var hjá henni rétt áöur. Ég veit ekki hvers vegna hann lýgur”. „Það er llka eitt af þvl, sem ég ætla að komast að”. Stuart gretti sig. „Siöar sagöi hann öllum, aö hjólastóllinn heföi þotið fram af með svo miklum hraða, aö þaö heföi einhver hlotiö aö ýta honum. Hemlarnir voru i ekki á, þegar komið var aö stóln- <!’um. Emory var líka sá, sem fyrstur kom aö henni I gilinu, og svo kom hann hlaupandi og mætti mér, þegar ég var aö ganga út um aöaldyrnar. Hann greip til mín og kom strax meö þessar ásakanir”. „En þær - gátu ekki staöizt. Rannsóknardómarinn ákæröi þig ekki. Þaö gat enginn' boriö vitni um það, aö þú hefðic komiö ná- Jægt Margot, bæði Shan og Clay vissu, áö þú haföir fariö út um aöaldyrnar. HvaÖ getur þaö ver- iö, sem svo hefur komiö fram, sem gerir þig tortryggilegan nú, Stuart?”. Stuart hristi höfuöið, en samt ekki reglulega áyggjufullur, aö minnsta kosti reyndi hann aö dylja áhyggjur slnar gagnvart mér. Lögreglustjórinn þarna I héraðinu er eins og bolabltur. Hann trúir Emory og nú er búizt viö aö eitthvað nýtt hafi komiö i ijós, sem sanni sekt mina. Aö minnsta kosti nóg, til aö hægt sé aö ákæra mig opinberlega. Heyrðu mig nú, Linda, reyndu aö gleyma þessu brjálæöislega til- tæki þlnu. Þaö veröur aldrei hægt aö sanna neitt á mig, vegna þess aö þaö er ekkert, sem getur gert þaö”. „En ef einhver hefur nú komiö' fram meö eitthvaö, sem getur komiö I veg fyrir þaö, að sá sem raunverulega ýtti stólnum fram af, finnist ekki?” „Þú hefur veriö aö lesa morö- sögur! En ef svo er, þá víldi ég slzt, aö þú kæmir nálægt Grey- stones. Þaö getur oröiö hættulegt fyrir þig, ef einhver kemst aö þvl hver þú ert. Faröu heim, elsku Linda mín, vertu ekki svo mikill kjáni”. En ég varð aö gera þær ráöstaf- anir, sem ég haföi I huga. Þetta var gulliö tækifæri og ég ætlaöi sannarlega aö nota þaö. Þegar ég haföi talaö viö bróöur minn, fór ég I slma og talaöi viö Clay Davidson um stööuna, og mér til hugarhægöar, fékk ég hana strax. „Getiö þér byrjaö I kvöld?” spuröi hann. „Ég er I mikilli þörf fyrir. aðstoð strax”. Ég hafði ekki búizt við þessu, en ég þurfti ekki umhugsunarfrest. Ég var búin aö taka saman dótiö mitt og ég haföi sklöaútbúnað með mér, svo ég sagöi honum, aö ég gæti komiö fyrir kvöldiö. Hvort sem Stuart likaöi betur eöa verr, ætlaöi ég aö vera þarna I kringum Juniper skíöaskálann. Ég ætlaöi sannarlega aö athuga aöalbygginguna, Greystones — og ef Julian McCabe kæmi aftur meö fjölskyldu sína, ætlaöi ég aö leggja áherzlu á að kynnast þeim. Já og Emory Ault llka. Jafnvel þótt Julian McCabe kæmi Stuart til hjálpar, sem ég efaðist um aö hann myndi gera, þá gat verið aö ég, sem utangarðsmanneskja, gæti komizt aö einhverju, sem máli skipti. Ef einhver haföi hrint Margot McCabe I dauðann,þá ætl- aöi ég að komast aö því, hver þaö var. Einhvern veginn tókst mér aö hafa ofan af mér, þangaö til timi var kominn til þess aö tala viö hann. Ég sat I bilnum og beið viö stóra einiberjarunnann, sem hús- iö dró nafn sitt af. Ég renndi greiöu gegnum háriö, sem Jiðaö- ist svolítiö niöur á axlirnar, og svo leit ég I spegílinn I púöurdós- inni. Brún augu min voru ekki óllk augum Stuarts. Munnur minn var kannski heldur stór og ég leit of oft sjást I tennurnar_'Þaö mátti kannski segja, aö ég væri frekar lagleg, en ekki meira. Mér var ekki fyllilega ljóst hvernig stúlká I þessu starfi átti aö vera. Ég átti- venjulega gottmeö aö umagngast fólk, en ég var ekki svon.a tauga- óstyrk venjulega. Þaö var mikiö undir þvi komiö, aö herra David- son litist vel á mig og að hann tor- tryggöi mig ékki. Mér fannst það huggunarefni, aö hann virtist ekki kannast við nafn mitt, þegar ég talaði við hann i slmanum. Ég reyndi að vera róleg, þegar ég steig út úr bilnum I frostbjörtu desemberveörinu og gekk eftir troöinni braut I snjónum upp aö aöaldyrum ská’ans. Dyrnar aö skrifstofunni voru ekki læstar, svo ég gekk beint inn. Afgreiöslu- borö skildi aö skrifstofuhorniö frá aöalanddyrinu. Þaö voru nokkrir stólar á víö og dreif og sklöa- myndir á veggjunum, Ég hringdi bjöllu á afgreiösluborðinu og fór aö viröa fyrir mér myndirnar. Stærsta myndin var af skiöa- manni á fljúgandi ferö gegnum hliö á svigbraut: stórt fjall reis á bak viö hann og snjórinn þyrlaöist upp aftur af skiöunum, þar sem hann tók beygju. — Þetta er Julian McCabe, þegar hann sigraöi i Aspen, sagöi rödd aö baki mér. Ég sneri mér hægt viö og kyngdi munnvatni. — Þér eruö ungfrú Earle, er þaö ekkj? sagöi hann og þab var ekki aö heyra á rödd hans, aö .hann kannaðist viö nafn mitt. — Ég heiti Clay Davidson. Ég er á- kaflega feginn því, aö þér gátuö komið svona fljótt. 1 kvöld er há- tlölegt kvöld, en viö reynum aö gera dagamun I miöri viku og sú sem var viö gestamóttökuna, fór án nokkurs fyrirvara. Ef þér vilj- iöreyna strax, þá getum viö talað nánar um framtlöina I næstu viku. Hann var ekki beinlínis lagleg- ur, en þaö var eitthvað mjög aö- laöandi vib framkomu hans.Hann var meö há kinnbein, og eiginlega haföi hann slavnesktisvipmót, en þaö passaöi ekki beinllnis viö nafn hans. Hann var meö snyrti- legt hökuskegg, látlaust klæddur, i gallabuxum og rauðköflóttri skyrtu og hreyfingar hans voru letilegar, ekki beinllnis skiða- mannslegar. Ég gat ekki Imynd- að mér, að annar en fyrrverandi skfðamaöur tæki aö sér starf eins og þetta. — A ég ekki aö sýna yður her- bergið yöar, sagöi hann, — og svo getum viö rætt um skyldustörfin. Eruð þér meö farangurinn? — Já, hann er I bílnum sagöi ég. — Hvar á ég aö setja bllinn? Hann rétti fram höndina eftir bfllyklunum mfnum. — Ég set bílinn bak viö húsiö, svo hann veröi ekki innikróaöur, þegar fólkiö kemur heim af skíö- um. ÉK kem svo inn meö dótið yö- ar.. Hann fór út og ég tók aftur til viö að skoöa myndirnar á. veggn- um, sérstaklega myndina af Júlian McCabe. Þaö var reyndár ekki gott aö sjá svipmótiö,. vegna þess að hann va'r meö svo stór sklðagleraugu, en ég tók samt eftir þvf að vangasvipurinn var sterklega mótaöúr. Það var ilka auöséö ab vöövum sinunv béltti hann til hins Itrasta, til aö ná erfiöri beygju gegnum'hliöiö. ör- .1 14' VIKAN 52. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.