Vikan

Tölublað

Vikan - 27.12.1973, Blaðsíða 38

Vikan - 27.12.1973, Blaðsíða 38
lakLf E>ís )^AND^S( UgR OND (Nú veit ég. Málaöu f það fjólublátt og bleikt, með gylltum, öndi Hann er orðinn maður”. Þessi grein var eftir bandariskan greinarhöfund, sem án efa á hlutabréf i Osmonds. McLaughlin og Santana leiddu saman hesta sina i þættinum i 38. tbl. og það var kominn 20. sept- ember. Þar segir, að þeir félagar báðir hafi verið endurfæddir i gegnum LÆRIföður þeirra beggja. Samstilling andans segja þeir, skapar samstillingu á tón- listarsviðinu. Og þá er bara að tjúna andann, kaupa nýjan streng og spila, — fyrir andann auðvitað. Þátturinn i 39. tbl. þann 27. september, var skrifaður á vegg. Hljómsveitin Writing On the Wall upplýsti okkur um gestrisni ls- lendinga, sem þótti með eins- dæmum. Fyrsta setning, sem þeim var kennd, þegar hingað kom var: Hvar er partýið? — og við það sat. Það var alltaf, — hvar er partýið? Nú, Writing On the Wall tókst að drekka mikið og lik- lega hefðu þeir tapað sakleysinu ef ekki hefði komið til fádæma snarræði umboðsmanna. Já, það er tekið til höndunum i Islenzkum partyum. Edgar Winter var enn á ferð i október og var það frásögn af hljómleikum á White City i Lond- on frá þvi I sumar. Þar segir m.a. i vettvangslýsingu: „Hópdr djúsaðra og stöffaðra bitlapæja frikaði út á foldinni fyr- ir framan spittaða grúppuna, sem næstum geispaði golunni I gegn- um græjurnar í geggjuðum æs- ingi augnabliksins”. Mun þetta hafa látið nærri. Gúmmikúlur þeirra i lOcc urðu töluvert vinsælar hérlendis og Ian Hunter söngvari Mott The Hoople sagði, að hann treysti ekki David Bowie þó svo sakleysið uppmálað sé vinsælasta andlitsmeik hans. Rabbit fékk pláss i 45. tbl. Hvers vegna hann fékk viður- nefnið Rabbit, en hann heitir John Bunderick, er litið um vitað en bent á meðfylgjandi mynd af manninum, sem þvi miður sest Htiö af fyrir afarstórum fram- tönnum. John Miles heimsótti lands- menn og stóð að upplffgun andans um 3ja vikna skeið. I viðtali við þáttinn 151. tbl. lýsti hann þvi yfir m.a., að það sem hefði einna mest komið honum á óvart i sambandi við Islandsdvölina, væri hvernig hann og félagar hans hefðu kom- ist heilir á húfi á milli staða. Einnig kom fram sú spurning hvort flestir íslendingar væru ekki drykkjusjúklingar, annaö gæti eiginlega ekki verið ef dæma ætti það sem þeir hefðu séð á þeim þremur vikum sem þeir dvöldu hérlendis, og þar með lýk- ur annáli ársins 1973. Munið vinsældakosninguna: Nú er ekki mikið eftir af skila- frestinum á kosningaseðlinum fyrir vinsældakosningu ársins 1973. Það er mjög mikilvægt aö sem flestir taki þátt f kosning- unni, svo hún gefi sem réttasta mynd af stöðu hverrar hljóm- sveitar og hvers einstaklings i poppinu. Einnig er þetta siöasta tilraun til þess að framkvæma kosningu sem þessa, en fram til þessa hefur hver blaðamaðurinn á fætur öðrum gefist upp á þessu, þar sem þátttaka lesenda reynd- ist i algjöru lágmarki og jafnvel fyrir neðan það. Það var I jólablaðinu, sem kosningaseðillinn birtist, ásamt lista yfir alla þá sem þátt taka i kosningunni. Jólablaðið kom út þann 6. desember og ættu þeir lesendur þessa þáttar sem ekki hafa orðið sér út um jólablaðiö, að gera það hið fyrsta. Fyrir þátt- töku I vinsældakosningunni verða veittar samtals 20 hljómplötur, sem skiptast I tvennt, þ.e. 15 plöt- ur (3 stórar og 12 litlar) verða sem fyrstu verðlaun. Þetta er ein- stakt tækifæri til þess að vinna allar popp/rokk þenkjandi hljóm- plötur, sem út komu á árinu 1973, auk þess að sýna nú þættinum hollustu sina svona einu sinni. Það er sem sagt jólablaðið sem gildir. Og seðillinn i póstinn fyrir áramót. ÖLL FINNUM VIÐ STUNDUM TIL ÓTTA framhald af bls. 7 Hræðslan veitir einnig nautn. Ötti og hræðsla er allmörgu fólki greinileg nautn. Börn hafa yndi af þvi að leika sér að gúmmi- dýrum, sem eru nauðalik lifandi kvikindum eins og til dæmis kóngulóm og eiturslöngum og þeir fullorðnu fylla kvikmynda- húsin, þegar þau bjóða upp á hryllingsmyndir. Sálfræðingurinn: Gúmmidýr og hryllingsmyndir eru tvenns konar tjáning þess sama. Öafvitandi leika börn og fullorðnir sér að ótta sinum og hræðslu. Börnin snerta á gúmmikóngu- lónni, verða svolitið hrædd og segja: Úff, hvað hún er ógeðsleg, en þau vilja káfa á henni strax aftur. Smám saman hverfur óttinn. Kóngulóin er ekki lengur neitt óþlekkt og hættulegt, heldur bara ósköp venjulegt gúmmi. Ef börnin fá ekki leyfi til þess að snerta hana, halda þau áfram að vera hrædd við hana. Þau sækja i það, sem þau óttast, og sannfærast á þann hátt um það, hvort eitthvað er raun- verulega að hræöast eöa hvort það er bara „gúmml”. Ég held líka, aö það sé ómeð- vitaöur ótti, sem fær marga til þess að fara og sjá hryllings- myndir. Takiö til dæmis eftir þvi, hve fáir þeir eru, sem fara einir að sjá slikar myndir. Þegar þeir koma út úr kvik-. myndahúsinu eftir að hafa látið eftir sér aö verða vitni aö ein- hverju skelfilegu, án þess að skaðast nokkuö sjálfir, geta þeir haldið áfram að skjálfa svolitiö i hnjánum en þó sagt við sjálfa sig og fylgdarmanninn, að þetta hafi nú bara verið kvikmynd. Þeir trúa alls ekki á blóösugur og um- skiptinga. En samt trúðu þeir kannski á 38 VIKAN 52.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.