Vikan

Tölublað

Vikan - 27.12.1973, Blaðsíða 5

Vikan - 27.12.1973, Blaðsíða 5
drátt, sem stytta má um 3/500, en nú er þessi „stórfelldi” misskiln- ingur jú leiöréttur og þú oröinn sem nýr maður!! Þú hefur sjálf- sagt fengið geysilegan áhuga á umræddu ljóöi og langar vist aö heyra meira, vær sa god: ,,tJr nefinu lak tóbak, i vörina þaðlak, úr vörinni hélt áfram sinni leið alveg niörá maga og þaðan niðrá gólf, á gólfinu það visnaði og dó”. Ekki má gleyma gömlu tugg- unni: Hvernig passa tvær bog- mannsvinkonur saman? Við hvaða merki passar bogmanns- stelpa vel, en hver alls ekki (þ.e. við strák)? Hvernig er skriftin, og hvað lestu úr henni? Hvað um aldurinn? (Ekki gá i ibúa- skrána!) Ég kaupi að visu aldrei Vikuna, en les hana oftast. Smásögurnar finnst mér heldur einfaldar, en litsiöurnar frábærar. Takk fyrir. Ég spyr nú ekki um stafsetn- inguna, þvi ég skal veðja, að það finnst engin villa i öllu bréfinu!! Hvar er hægt að fá námskynn- ingu, fyrst skólarnir veita hana ekki, nema sumir af skornum skammti? Þakka þeim, sem hlýddu, Úa Það fer nú að verða stórmál með blessaðan gamla manninn, úr hverju hann þráði brennivlnið sitt. Til þess að fá endanlega botn I þetta gerði ég hatrammar til- raunir til að hafa upp á höfundin- um sjálfum, Gylfa Ægissyni, sem er náttúrlega eini rétti maðurinn til að koma þessu á hreint. En hann stundar sjóinn svo stift, að ég gafst upp á að fara þá leið. Þá hringdi ég til Orðabókar Háskól- ans og spurði, hvort orðið stækur væri þekkt á þeim slóðum, en þvi miður, úa min, þar hafði ekki frétzt af þessu orði I þeirri merk- ingu, sem þú tilgreinir. Svo að ég veð ennþá i villu og svima og vona bara, að Gylfi vilji leiða okkur á rétta braut, ef hann skyldi frétta af vandræðum okkar. Stjörnuspá ástarinnar, sem ég hef hér til hliðsjónar, gerir ráö fyrir góðri sambúð bogmanns- konu við fiest hin stjörnumerkin, helzt aö jómfrúin sé viðsjárverö. Ætli spáin gildi ekki fyrir vinkon- ur lika. Skriftin er svo sem ekki til að státa af, en bendir til góðs lundernis og kimnigáfu. Og mikið rétt, ég fann enga stafsetningar- villu I bréfi þinu. Ertu orðin 16 ára? Það er til bók eftir ólaf Gunnarsson, sem leiðbeinir um starfsval, ég held m.a.s. að hún hafi verið að koma út endurbætt nýlega, og hana hlýturðu að fá I hvaöa bókabúð sem er. Flugfreyja og Bravo Kæri Póstur! Ég vil byrja á þvi að þakka þér allt gamalt og gott. Flest allar framhaldssögurnar hafa verið ágætar, þó sérstaklega „Hver er Laurel?” og „Skuggagil” og margar fleiri. Og ekki má gleyma Póstinum, hann er meðal þess efnis, sem ég les fyrst, þegar ég loksins fæ blaðið. Ég og bræður mlnir erum áskrifendur að blað- inu, og svo þegar það kemur inn á heimilið, rifast allir um að fá það fyrst. Það er bezt að fara að koma sér að efninu, og það er þetta. Ég og mamma veðjuöum um það, hvort þyrfti stúdentspróf til þess að verða flugfreyja. Ég sagði, að þess þyrfti ekki. Hvort er rétt? Hvert á ég að leita til þess að gerast áskrifandi að Bravo? Og svo er það eitt enn, hárið á mér er svo fljótt að fitna, ég er búin að reyna alla vega sjampó, dugir ekki mikið. Veiztu eitthvert ráð við þessu? Hvað lestu úr« skrift- inni, og hvað heldurðu, að ég sé gömul? Hvað þýðir p.s.? Bæ, bæ, Skotta á Akureyri „Umsækjendur hafi góða al- menna menntun, gott vald á ensku og öðru erlendu tungumáli, helzt þýzku, frönsku eöa Norður- landamáli”. Þannig hljóöuðu menntunarkröfurnar, þegar sið- ast var auglýst eftir flugfreyjum, sem sagt stúdentspróf er ekki skilyrði, þó eflaust sé það þungt á metunum. Bókaverzlanir hafa milligöngu um áksirftir að er- lendum blööum. Sérmenntaður hárgreiðslumeistari er rétti aðil- inn til að gefa þér ráö, sem duga gegn feitu hári. En heyrt hef ég, að vitaminauöugt mataræði sé mjög mikilvægt atriði. Fakktu ekkí með höfuðfat, nema brýna nauðsyn beri til, þvoðu þér um leið og háriö fer að fitna. Skriftin bendir til öriætis, og liklega ertu 14 ára. P.s. stendur fyrir post scriptum, sem er latina og þýðir eftirskrift. isa’i**.- MIÐA PREAIUA LáTið pren+a alls konar aðgongumiða, kontrolnúnrrer, afgreiðslumiða og fleira á rúllupappír. Eina prentsmiðj- an á landinu, sem prentar slíka miða. Höfum einnig fyrirliggjandi og útveg- um með stuttum fyrirvara ýmiss konar afgreiðslubox. LEITIÐ UPPLÝSINGA Hilmir hf. SIÐUMULA 12 - SIMI 35320 52. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.