Vikan

Tölublað

Vikan - 27.12.1973, Blaðsíða 15

Vikan - 27.12.1973, Blaðsíða 15
yggi Stuarts hvildi á aðgerðum þessa manns. Ef Julian kæmi heim og beitti sér fyrir máli bróð- ur mins, átti allt að verða einfald- ara. En í upphafi, þegar grunur- inn féll á Stuart vegna ásakana Emory Aults, hafði hann ekki reynt aö vera neitt af honum. Það var aðeins skortur á sönnunar- gögnum, sem kom i veg fyrir, að Stuart yrði settur i fangelsi þá. Sfðar hafði hann farið til Maine, án þess að hafa nokkurt samband við bróður minn. Ég heyrði herra Davidson stappa af sér snjóinn og ég flýtti mér burt frá myndinni. Hann var með töskurnar minar og gekk á undan mér inn i aðalmóttökusal- inn. Ég virti lauslega fyrir mér herbergið, um leið og við gengum i gegnum það. Þetta var langt og mjótt herbergi og við innsta vegginn var stór arinn: sófum og stólum var dreift um gólfiö. Þetta hlaut að vera mjög notaleg stofa, þegar bóið var að kveikja eld i arninum. — Komdu, Linda. Má ég ekki kalla þig fornafni? Þú kallar mig aö sjálfsögðu Clay. Við erum ekki ^vo formföst hérna. Á kvöldin er- um viö sem ein fjölskylda, og not- um auövitaö fornöfnin. Þessi stigi var hluti af gamla húsinu og það brakaði i honum undan fótum okkar. — Hér er her- bergið þitt. Það er svolitið afsiðis, svo þú ert laus við gestina hér uppi. Ég gekk inn i notalegt herbergi. Þar var lágt undir loft, kringlótt- ar smáábreiður með litskrúöug- um bryddingum á gljáfægðu gólf- inu og gamaldags húsgögn. Ró- sótt gluggatjöld voru fyrir litlum gluggunum.Égflýtti mér strax að einum glugganum og leit út. Endalaus snjóbreiðan lýsti milli sigrænna trjánna. — Er aöalbyggingin i þessa átt? spurði ég. — Greystones? Hann sneri sér við, þegar hann hafði sett frá sér töskurnar. — Svo þú veizt eitt- hvað um okkur hérna? — Að sjálfsögðu, sagði ég glað- lega. — Hver gerir það ekki? Hann svaraði fyrri spurningu minni. — Húsið er i þessa átt, það er rétt. Það liggur einkavegur upp að þvi. Gestunum hérna er ekki ætlað aö vera þar á ferðinni. Ég hafði reynt að dylja forvitni mlna, en hann virti mig fyrir sér meö óræðu brosi. Hann virtist biða eftir frekari skýringu og ég ákvað aö vera eins opinská og ég þorði aö vera. — Aö sjálfsögðu veit ég um þá atburöi, sem skeöu hér, sagði ég. — Blööin voru full af þeim fréttum. En ég hafði lesið 'um Julian McCabe löngu áður. Ég haföi auövitaö áhuga á þessu fólki, sem var viðriöið harmleik- inn. Þaö var eins og hann væri aö yfirvega svar sitt. — Að minnsta kosti ertu heiðarleg. Það hefur veriö fullt af fólki að snuðra hér, slðan frú McCabe dó. Hann gekk I áttina til dyra. — Viltu ekki taka upp úr töskunum, áður en þú kemur niöur að tala við mig? — Ég get komiö strax niöur, sagði ég. — Það liggur ekkert á, að taka upp úr töskunum. Ég fleygði kápunni minni á rúmið og gekk niður á eftir hon- um. Hann sýndi mér húsiö, allt nema sin eigin herbergi. Ég skoð- aði borðstofuna, eldhús og búr, setustofuna á neðri hæðinni og svo settumst við í einn sófann fyr- ir framan arininn. — Ég kveiki upp I arninum um klukkanhálf fimm, sagði hann. — Fólkið fer að tinast inn um fimm- leytið og þá kemur það saman hérna og fær drykki og ostafondu. Það verður þitt starf, að hugsa um það. Þú verður að gera þér far um að kynnast gestunum, svo þú getir kynnt fyrir þeim nýja gesti og sjá til þess, að enginn verði einmana, nema þá að gestirnir óski sérstaklega eftir einveru. Þú átt að bjóða nýja gesti vel- komna, ganga um meðal þeirra og sjá til þess að allir séu ánægð- ir, án þess að vera uppáþrengj- andi. Miðdegisverðurinn er svo tilbúinn klukkan sjö. Eftir matinn komum við aftur hingað og þá eru venjulega fleiri hér, vegna þess að það koma ekki allir nógu snemma inn, til að fá drykk fyrir matinn. Þú þarft ekki aö hafa fyrir þvi, að hafa fata- skipti i kvöld. Það er ágætt, ef þú átt svokölluð eftir-skiðaföt. Þú getur komið niður um klukkan hálf fjögur, svo þú hafir góðan tima til að útbúa ostahræruna. Ég læt þig hafa góöa uppskrift. Þá ertu lika tilbúin til að taka á móti fólkinu, án þess að þurfa að flýta þér. — Ég skal vera tilbúin. En vel á minnst, væri þér á móti skapi, að ég skoðaði mig svolitiö um úti, þegar ég er búin að taka upp dótið mitt? — Þaðer allt i lagi, sagöi hann. . Ég gekk að stiganum og hann fylgdi mér. — Linda, sagði hann, þegar ég var lögð af stað upp stigann. Ég leit niður á breiöa andlitiö, sem sneri að mér og sá að augnaráöið var spyrjandi og dálltið strlönis- legt. — Julian McCabe og fjöl- skylda hans geta komið heim á hverri stundu. Hann hringdi til mln I gær. Þegar þau eru komin, verðurðu að halda þig i burtu frá lóðinni kringum Greystones. Ef þig langar til að skoða húsiö og umhverfiö, þá er eins gott að þú gerir það i dag. — Það er ágætt, sagði ég. — þakka þér fyrir. Ég skildi ekki hvaö undir þessu bjó, en ég spurði einskis frekar. Ég brosti til hans, en hann endurgalt ekki bros mitt. Hann var ennþá spyrjandi á svipinn. Þaö gat verið, að hann vissi ekki hver ég var, en hann var undrandi yfir komu minni. —Varaöu þig á Emory Ault, hélt hann áfram. —Hann er ráðs- maður hér og það getur verið, að hann kæri sig ekki um að þú komir of nálægt húsinu. Ef þú skildir nú samt rekast á hann, þá skaltu segja honum, aö þú vinnir hérna hjá mér, og að ég hafi gefið þér leyfi til að lita i kringum þig I nágrenninu. Ég þakkaði honum aftur og hljóp svo upp stigann. Ég var með hann i huga, þegar ég var að hengja upp fötin min. Hann var nokkuð sérkennilegur maður. En þótt Stuart hefði sagt mér heil- mikið um ibúana á Greystones, þá hafði hann ekki talað mikiö um Clay Davidson. Stuart hafði lika búið á Greystones, ekki á skiða- hótelinu. Clay virtist vinveittur mér og hann hafði beinlinis stungið upp á þvi, að ég sneri mér strax aö þvi að seðja forvitni mina. Þegar ég hafði lokið við að ganga frá, fór ég I kápu og flýtti mér út. Heimreiðin að Greystones lá frá húsaþyrping- unni gegnum sigrænan skóginn. Það var aðeins föl á stignum, engin för, hvorki eftir manns- fætur eða bila og mér fannst dá- litið óþægilegt að sjá förin, sem ég lét eftir mig. Ég vonaði að það myndi snjóa, áður en McCabe fjölskyldan kæmi heim, svo þau sæu ekki að einhver hefði verið þarna á gangi. Mér fannst þessi algera þögn óþægileg, ég var ekki vön henni. Það var ekki minnsti andvari, þungar greinarnar bærðust ekki, þegar ég gekk þarna um stiginn, sem var krókóttur. Þegar ég kom á eina beygjuna, blasti Greystones við og ég nam snögg- lega staðar og virti húsið fyrir mér. Umhverfi þess var stórkost- legt: bak við húsið reis fjallið, hæsti tindurinn sást greinilega, þar sem göng voru milli trjánna. Skiðabrekkurnar voru hinum megin, ekkert var þarna gert af mannahöndum, nema húsiö. Það var hlaðið úr múrsteini, rúðurnar i bogagluggunum voru settar i blý og fyrir ofan dyrnar var lika fallegur bogagluggi. Þetta var ekki stórt hús, aðeins tvær hæðir, en það var mjög svipmikið.Hægra megin viö aðaldyrnar var turn meö uppmjóu þaki, þar sem veðurhaninn trónaði tigulega fyrir ofan reykháfana. En eitthvað var það við þetta hús, sem ég kunni ekki við, en lik- lega var það vegna þess, að ég hafði heyrt svo margt um það. Brjáluð kona haföi einhvern tima búið þarna og það var i þá tið, sem rika fólkið hélt slikum sjúlingum leyndum. Eiginmaður hennar hafði vist fyrirfarið sér, að minnsta kosti fannst hræðilega limlestur likami hans á stein- stéttinni fyrir neðan gluggana á stigagangi turnsins. Það höfðu lika komið fyrir önnur dauðsföll, þótt ekki hefðu þau verið ■ alveg svo hrollvekjandi. Og svo, mörgum áratugum siðar, hafði Margot McCabe komið heim til sin, lömuð kona, eftir hræðilegt bilslys i Dolomitafjöllunum. Hún hafði hatað þetta hús og þar lét hún lika lifið. Þetta slys gerði hana örkumla og varð lika til þess, að loku var skotið fyrir frekari frama Julians á skiðabrautinni. Hann hafði sjálfur ekiö bilnum og Stuart sagði, að hún hefði sifellt ásakað hann, sérstaklega vegna þess, aö hann slapp með tiltölulega litil meiösl. Hann hafði brotnaö illa á öðrum handlegg, en hann gat hreyft sig og jafnvel farið á skiði, þótt hann gæti ekki keppt á skiðum. Hann var lika betur settur en hún, sem var hlekkjuð við hjólastólinn. Julian var ekki illa stæður f jár- hagslega, en meginpartinn af McCabe auðæfunum erfði Shan, eldri systir hans. Til að auka tekjur sinar, hafði Julian snúið sér að trjárækt og hafði lika gert upp gamla bæinn og komið á hótelrekstri fyrir skiðafólk.Hann var nú hættur að láta sjá sig á þekktum skiöastööum, þar sem hann hafði verið áður mjög tiður gestur. Þetta hafði allt skeð, þegar hann var tuttugu og fjögra ára, fyrir fimm árum siðan. Það vareiginlega Stuart Parrish, sem færði honum aftur áhugann á skiðamennsku. Þegar Stuart hafði sagt mér þetta, gat ég aldrei séö Julian með hans augum og þvi siður vor- kennt honum. Það var alltaf Margot, sem ég hafði með- aumkun með. Þegar ég fór að ganga kringum húsið, þá sá ég aö reyk lagöi upp úr einum reykhafnum. Einhver var þá kominn heim eða einhver gat verið að hita húsið, þar sem von var á fjölskyldunni. Þessi sýn stöðvaði mig þó ekki, ég hélt áfram göngu minni kringum húsið. Bakdyrnar voru lika nokkuð stórar og bogadregnar, með stórum járnlömum og læsingum. Það voru för i snjónum, eftir einhvern, sem hafði farið út um bakdyrnar. Þetta voru karl- mannsspor, án efa spor Emory Aults. Ég átti næstum von á þvi, að sjá hann gægjast út um glugga og bjóst við þvi að hann kæmi út, til að stugga mér frá. En eina lifandi veran, sem ég kom auga á, var stór, gulur köttur, sem kom fyrir húshornið og nam staðar til að gjóa á mig glyrnunum. Ég hefi alltaf haft mikið dálæti á köttum, svo ég fór að tala við dýriö i gælu- tón. Það fór ekki á milli mála, að kötturinn var heimamaður og ég boðflennan. Hann stóð fyrir . framan mig góða stund og glennti upp gular glyrnurnar, en svo skyrpti hann i áttina til min og hljóp i felur milli runnanna. Ég hægði á ferðinni, ég vissi að ég var einmitt að nálgast þann stað, sem Margot hafði fallið niöur i gjána. Mig langaði ekki til að sjá staðinn, en mér fannst ég verða að gera það. Það gat verið að ég kæmi auga á eitthvaö sem öðrum hafði yfirsézt. Hægra megin við mig, I djúpu gilinu, var lækjarspræna og á hærri brún gilsins, beint á móti, voru nokkur einkennilega blað- laus tré, liklegá tylft. Þau voru öll greinilega dauð og berar, kræk- lóttar greinarnar, teygðu sig mót himni. Vatnið rann framhjá þeim og undir hrörlega brú, sem var framundan. Bak við brúna, nálægt skápallinum frá herbergi Margot, varð garðurinn þrengri og þar hafði verið komið fyrir öryggisgrind. Þessu haföi örugg- lega verið komið upp, tii aö fyrir- Framhald á bls. 50 52. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.